Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2008, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 02.06.2008, Qupperneq 58
26 2. júní 2008 MÁNUDAGUR Kópavogsvöllur, áhorf.: 1340 Fjölnir Breiðablik TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–13 (3–6) Varin skot Þórður 4 – Casper 2 Horn 6–4 Aukaspyrnur fengnar 19–15 Rangstöður 2–2 BREIÐAB. 4–3–3 Casper Jakobsen 5 *Árni Kristinn 7 Guðmann Þórisson 6 Srdjan Gasic 6 Kristinn Jónsson 7 Nenad Petrovic 6 Olgeir Sigurgeirsson 5 Arnar Grétarsson 7 Steinþór Freyr Þorst. 5 (90., Nenad Zivanovic -) Prince Rajcomar 7 (78. Magnús Páll -) Jóhann Berg Guðm. 6 (63. Haukur Baldvins. 5) *Maður leiksins FJÖLNIR 4–3–3 Þórður Ingason 5 Magnús Ingi Einarss. 4 Kristján Hauksson 4 Óli Stefán Flóventss. 5 Gunnar V. Gunnars. 4 Ágúst Gylfason 5 Ásgeir Aron Ásgeirs. 3 (66. Eyþór Atli 5) Gunnar Már Guðm. 6 Ólafur Páll Snorrason 4 Pétur Georg Markan 4 (88., Davíð Þór Rún. -) Tómas Leifsson 3 (66. Ómar Hákonar 7) 0-1 Prince Rajcomar (13.) 0-2 Árni Kristinn Gunnarsson (60.) 1-2 Ómar Hákonarson (71.) 1-2 Garðar Örn Hinriks.(8) Forkeppni Ólympíuleikanna: Ísland-Svíþjóð 29-25 (13-13) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 6 (11), Guðjón Valur Sigurðsson 5 (8), Arnór Atlason 4 (9), Róbert Gunnarsson 3 (4), Alexander Peters- son 3 (6), Snorri Steinn Guðjónsson 3/1 (9/2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (2). Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 20/2 (46/4, 43%), Birkir Ívar Guðmundsson 1/1 (3/3, 33%), Hraðaupphlaup: 10 (Alexander 3, Ólafur 2, Arnór 2, Sigfús 2, Vignir). Fiskuð víti: 2 (Ólafur, Róbert). Utan vallar: 12 mínútur Mörk Svíþjóðar (skot): Jan Lennartsson 7/2 (14/3), Robert Arrhenius 5 (8), Martin Boquist 5 (10), Jonas Kallman 4 (7), Jonas Larholm 2/2 (4/3), Mattias Gustafsson 1 (1), Henrik Lund- ström 1 (4) . Varin skot: Tomas Svensson 10 (27/1, 37%), Peter Gentzel 7 (23/0, 30%). Hraðaupphlaup: 3. Utan vallar: 8 mínútur Pólland-Argentína 26-28 (11-13) STAÐAN: Pólland 3 2 1 0 84-76 5 Ísland 3 2 0 1 93-86 4 Svíþjóð 3 1 1 1 80-72 3 Argentína 3 0 0 3 74-97 0 Hinir riðlarnir: RIÐILL 2 Í PARÍS Túnis-Spánn 28-29 (14-16) Noregur-Frakkland 23-28 (15-13) STAÐAN: Frakkland 3 3 0 0 90-72 6 Spánn 3 2 0 1 86-87 4 Noregur 3 0 1 2 84-91 1 Túnis 3 0 1 2 83-93 1 RIÐILL 3 Í ZADAR, KRÓATÍU Japan-Rússland 31-44 (13-19) Alsír-Króatía 26-37 (13-14) STAÐAN: Króatía 3 3 0 0 100-72 6 Rússland 3 2 0 1 107-69 4 Japan 3 1 0 2 91-108 2 Alsír 3 0 0 3 65-114 0 Liðin á ÓL í Peking 2008: Heimalið: Kína Heimsmeistarar: Þýskaland Evrópumeistarar: Danmörk Undankeppni Asíu: Suður-Kórea Afríkumeistarar: Egyptaland Ameríkumeistarar: Brasilía Forkeppni Ólympíuleikanna: Riðill 1: Pólland og Ísland Riðill 2: Frakkland og Spánn Riðill 3: Króatía og Rússland Ísland er komið á Ólympíuleikana í sjötta sinn en strákarnir voru einnig með í München 1972, í Los Angeles 1984, í Seúl 1988, í Barcelona 1992 og í Aþenu 2004. TÖLFRÆÐIN HANDBOLTI Svíar hafa ákveðið að kæra úrslit leiksins á móti Íslandi í gær og heimta að leikurinn fari fram að nýju. Svíar segja að löglegt mark Roberts Arrhenius í fyrri hálfleik hafi ekki verið tekið með og Svíar hafi því átt að vera 14-13 yfir í hálfleik. Svíar segjast hafa gert athugasemd í hálfleik en hún hafi verið hunsuð en nú ætla þeir með málið alla leið. - óój Svíar segja mark hafa horfið: Svíar hafa kært HANDBOLTI „Þetta er alveg ólýsan- leg tilfinning. Það eru allir búnir að leggja mikið á sig og við trúð- um á þetta allan tímann. Við viss- um ekki hvort það kæmi gegn Pól- verjum eða Svíum en við ætluðum svo sannarlega á Ólympíuleikana. Við ætluðum að láta drauminn rætast og við gerðum það,“ sagði Guðmundur og gleðin skein úr andliti hans. „Þessi leikur var ótrúlega vel útfærður. Ótrúlegur varnarleikur sem braut þá niður og gerði þá óörugga. Markvarslan var síðan stórkostleg. Sóknarleikurinn var svo allan tímann fjölbreyttur, agaður og mikið í gangi. Við viss- um að við áttum mikið inni og það sýndi sig. Að vera þátttakandi í svona leik er hreinlega ólýsanlegt en ég get ekki neitað því að síðari hálfleikur var mjög langur. Þessi leikur er eitt það stórkostlegasta á mínum ferli.“ Guðmundur tók að sér starf landsliðsþjálfara við erfiðar aðstæður og hefur unnið sitt verk frábærlega. Hann gat ekki neitað því að árangurinn skipti hann miklu máli persónulega. „Ég er rosalega stoltur og leyni því ekki neitt. Ég vissi sem var að verkefnið var erfitt og gat farið á báða vegu. Mér rann blóðið til skyldunnar og ég sé ekki eftir því í dag. Þetta var ögrandi verkefni sem tókst með þrotlausri vinnu frábærs hóps,“ sagði Guðmundur. - hbg Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari réð sér vart fyrir kæti eftir sigurleikinn á móti Svíum í gær: Er rosalega stoltur og leyni því ekki neitt ÁNÆGÐUR ÞJÁLFARI Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fagnar sigrinum rétt áður en hann fer í sjónvarpsviðtal. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC HANDBOLTI Íslenska landsliðið sýndi frábæran karakter í Hala Stulecia-höllinni í gær er það lagði Svía og tryggði sér um leið farseð- ilinn á Ólympíuleikana. Strákarnir okkar mættu gríðarlega einbeittir til leiks og svo sannarlega með viljann að vopni. Ísland var betri aðilinn allan tímann og hefði vel getað unnið stærri sigur og klárað leikinn fyrr en raun varð. Guðmundur byrjaði leikinn í gær með 5-1 vörn þar sem Guðjón Valur skyggði á Kim Andersson og Hreiðar byrjaði í markinu eftir stórleik gegn Pólverjum. Vörnin hjá íslenska liðinu svínvirkaði því það var mikill vandræðagangur á sænska sóknarleiknum. Sóknin hjá íslenska liðinu gekk vel en Tomas Svensson var íslenska lið- inu erfiður ljár í þúfu einu sinni sem oftar. Markvarsla hans varð þess valdandi að leikmenn fóru að skjóta framhjá eða yfir í stað þess að skjóta í hann. Engu að síður var leikurinn í járnum en Svíar oftar en ekki skrefinu á undan. Hreiðar datt síðan í gírinn og líkt og fyrr gaf það liðinu kraft. Eftir að hafa verið undir nánast allan hálfleikinn sýndi íslenska liðið nýja hlið á sér í stöðunni 10-10 þegar það var manni fleiri. Þann kafla vann liðið 2-0 og kom sér í ágæta stöðu. Svensson hélt uppteknum hætti og sá til þess að Svíar komust aftur í leikinn og jöfnuðu fyrir hlé, 13-13. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik hans hefði íslenska liðið leitt í leik- hléi með nokkrum mörkum. Íslenska liðið byrjaði síðari hálf- leik af miklum krafti og náði fljót- lega þriggja marka forskoti, 18- 15. Þegar Svíar nálguðust aftur sýndu strákarnir mikinn karakter með því að stíga aftur á bensínið. Næst komust Svíar í stöðunni 21- 20 en þá náðu strákarnir aftur upp forskoti og litu aldrei til baka á taugatrekkjandi lokamínútum. Þá fór Hreiðar Guðmundsson algjör- lega á kostum og varði eins og ber- serkur. Hann sá einfaldlega til þess að Svíar náðu aldrei aftur í skottið á íslenska liðinu, sem steig stríðsdans á fjölum Hala Stulecia- hallarinnar í leikslok. Frammistaða liðsins í þessum leik var í einu orði sagt stórkost- leg. Varnarleikurinn líklega einn sá besti sem liðið hefur sýnt í árar- aðir. Svíar voru teknir úr sam- bandi strax í byrjun og áttu engin svör. Sóknarleikurinn var fjöl- breyttur og agaður. Ekkert panikk á mönnum heldur grimmd og þol- inmæði. Þess utan var stemningin, ákveðnin, grimmdin og hungrið í liðinu með ólíkindum og þegar allir leggjast á eitt og hafa trú á verkefninu er uppskeran ríkuleg líkt og í gær. Eins og oft hefur verið sagt getur þetta lið unnið öll lið en tapað fyrir flestum líka. Guðmundur Guðmundsson á skilið mikið klapp á bakið. Hann hefur unnið frábærlega með þetta lið og gert á því breytingar sem virka. Hann tók að sér starfið þegar aðrir annað hvort gátu ekki, vildu ekki eða þorðu ekki í slag- inn. Guðmundur er því aftur á leið á Ólympíuleika og ég er sannfærð- ur um að honum á eftir að takast betur upp með liðið nú en síðast. Endanlega mokað yfir Svíagrýluna Strákarnir okkar eru á leið á Ólympíuleikana í Peking eftir stórkostlegan sigur á Svíum, 29-25, í Wroclaw í gær. Frábær varnarleikur og mögnuð markvarsla skópu sanngjarnan og sannfærandi sigur. HANDBOLTI Hreiðar Guðmundsson átti hreint út sagt magnaðan leik í gær og hélt liðinu nánast á floti á erfiðum köflum. „Ég er mjög sáttur við mína frammistöðu. Ég hugsaði bara þegar tólf mínútur voru eftir að ef ég myndi taka nokkra bolta núna þá værum við með þennan leik og á leiðinni til Peking. Mikilvægasti hlutinn hjá markverði er að halda haus undir lokin og taka boltana sem skipta mestu máli,“ sagði Hreiðar en hann gat vart komið orðum að því hvernig það væri að vera á leið til Kína. „Tilfinningin er eiginlega bara rugl. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég var á blaðamannafundi áðan og átti bara erfitt með mig. Fór nánast að gráta. Þetta er alveg geggjað,“ sagði Hreiðar. - hbg Hreiðar Levý Guðmundsson, hetja íslenska liðsins: Fór næstum að gráta HANDBOLTI Ólafur Stefánsson var hrókur alls fagnaðar eftir leikinn og sló á nokkuð létta strengi þegar blaðamaður náði loksins í skottið á honum. „Ég vil fá Pálma Rafn í lands- liðið. Hann er hreyfanlegur og að taka menn til sín. Les leikinn vel og við þurfum á slíku að halda. Ég vil því fá Pálma Rafn í landsliðið fyrst Hlynur Bæringsson ætlar ekki að koma,“ sagði Ólafur en frægt er þegar hann hringdi í Hlyn á sínum tíma og viðraði við hann þá hugmynd að koma í hand- bolta og eiga um leið möguleika á að komast á Ólympíuleika með landsliðinu. „Fyrir fjórum árum var ég sár með níunda sætið á Ólympíu- leikunum því ég taldi okkur geta gert betur. Ég ætlaði jafn- vel að hætta og sagðist ekki ætla að vera með í Túnis. Ég var líka ekkert með í Túnis; það var einhver gaur þarna sem líktist mér en það var ekki ég. Fyrirgefðu Viggó, en ég mætti til Sviss og síðan hef ég haldið mér í góðu formi og verið mikið að hugsa um Peking í eitt ár. Hef verið minna að hugsa um litlu firmamótin eins og Meistaradeildina og svona. Ég er kominn þangað núna og ég kem ekki til Guðmundar aftur fyrr en á fimmtudaginn. Ég kannski verð í Magdeburg með liðinu en ég verð samt ekki þar,“ sagði Ólafur og hljóp í gleðina með félögum sínum. - hbg Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson gantaðist og lék á alls oddi eftir leikinn: Vil fá Pálma Rafn í landsliðið UNDANKEPPNI ÓL HENRY BIRGIR GUNNARSSON skrifar frá Póllandi henry@frettabladid.is HETJAN Hreiðar Levý Guðmundsson átti stórleik gegn Svíum og varði alls tuttugu skot. Hér fagnar maður leiksins í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC LÉTTUR Ólafur Stefánsson tók af skarið á mikilvægum tímapunktum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC EITT AF 20 Hreiðar Levý ver einn bolta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC HANDBOLTI Sigfús Sigurðsson mætti til blaðamanns íklæddur íslenska fánanum og ljómaði eins og lítið barn á afmælisdeginum sínum. „Það var bara sigur eða dauði. Við Vignir fundum okkur vel í vörninni, Hreiðar var frábær á bak við okkur. Við sýndum í þessum leik að þegar við spilum eins og lið og erum á fullu allan leikinn á ekkert lið möguleika í okkur,“ sagði Sigfús, sem vildi þakka öllum í kringum liðið, sem og íslensku þjóðinni. „Í svona leik þá erum við fulltrúar þjóðarinnar og ég vil þakka þjóðinni fyrir að gefa okkur þennan kraft í dag sem við fundum fyrir. Takk fyrir það kærlega og ég segi bara: Peking, hér komum við,“ sagði Sigfús kátur. - hbg Sigfús Sigurðsson lék vel: Þjóðin gaf okkur kraft SIGURKOSS Sigfús Sigurðsson gefur Ólafi Stefánssyni sigurkoss eftir leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.