Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 2
2 10. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 16 84 0 4. 20 08 Júlíus, voruð þið að hanna atburðarásina? „Já, og þetta var gæðahönnun.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir leysir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson af hólmi sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Júlíus Vífill Ingvarsson er borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. NÁTTÚRA „Dánarorsök er líklega sú að reipi var hert utan um kviðarhol dýrsins og því lyft þannig öfugu upp úr sjónum með þeim afleiðingum að lifur, nýra og fleiri líffæri sprungu. Ekki fundust ummerki á hálsi og barka sem bent gátu til að dýrið hafi látið lífið af völdum hengingar.“ Þetta eru niðurstöður krufningar frá 22. ágúst 1995 sem gerð var á Keldum að ósk umhverfis- ráðuneytisins. „Þessi skýrsla hlaut ekki neina umfjöllun á sínum tíma vegna þess hversu seint hún kom,“ segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur á Tilrauna- stöðinni á Keldum, annar þeirra sem framkvæmdu krufninguna á sínum tíma. Hann segir ástæðu seinkunar- innar hafa verið að ekki mátti kryfja dýrið nema með leyfi skipverja, sem ekki fékkst fyrr en árið 1995. „Enn er alltaf talað um að björninn hafi verið hengdur. Hengingarsagan er í raun þjóðsaga því þetta hefur aldrei verið leiðrétt,“ sagði Karl. „Ég brást ævareiður við þegar ég las skýrsluna á sínum tíma,“ segir Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og þáverandi umhverfisráðherra. „Ég hringdi í skipstjórann og húðskammaði hann. Eftir þetta atvik hafði ég forgöngu um að á Alþingi voru sett lög sem bönnuðu alfarið veiðar hvítabjarnar á sundi en um það giltu áður lög frá 1849.“ Hinn 24. júní árið 1993 fönguðu skipverjar á bátnum Guðnýju ÍS-266 frá Bolungarvík ísbjörn rúmlega sextíu mílur norður af Hornbjargi. Samband Dýraverndunarfélaga Íslands kærði skipstjóra Guðnýjar ÍS-266 fyrir að hafa hengt bjarndýrið þar sem aflífunaraðferðin hafi ekki verið gerð jafn hratt og sársaukalaust og frekast var völ á eins og kveðið var á um í 9. grein þágildandi dýraverndunarlaga. Skipstjóri var sýknaður af ákærunni í Hæstarétti 26. maí 1994. Í málinu lá hins vegar ekki fyrir krufningin sem leiddi í ljós raunverulega dánarorsök bjarndýrs- ins. Skipverjar á Guðnýju ÍS-266, sem á sínum tíma fönguðu ísbjörninn, neituðu að tjá sig um málið. vidirp@frettabladid.is Ísbjörninn sprengd- ur en ekki hengdur Niðurstöður krufningar ísbjarnarins sem áhöfnin á Guðnýju ÍS-266 drap árið 1993 sýna að hann var ekki hengdur heldur voru líffæri dýrsins kramin. Össur Skarphéðinsson, þáverandi umhverfisráðherra, lét breyta lögum vegna þessa. KARL SKÍRNISSON ÍSBJÖRNINN Líffærin sprungu þegar skipverjar hífðu hann upp. NEYTENDUR Olíufélögin Skeljungur, Olís og N1 hækkuðu í gær verð á bensíni um sex krónur og verð á dísilolíu um sjö krónur. Það er langmesta einstaka hækkun í lang- an tíma, að sögn Más Erlingssonar hjá rekstrarsviði Skeljungs. Verð- ið á bensínlítra er þá komið í um 170 krónur og lítrinn af dísilolíu kostar tæpar 187 krónur. Hækkunin kemur í kjölfar mjög snarprar hækkunar á olíuverði erlendis. Verð á hráolíutunnu hefur hækkað úr 122 dollurum í 135 síðan á föstudag, eða á tveim- ur viðskiptadögum. „Ég hef aldrei séð svona mikla hækkun áður,“ segir Magnús Ásgeirsson hjá Olís. Már segir hækkunina hafa verið óumflýjanlega. „Hún er alveg með ólíkindum þessi þróun undanfarna daga,“ segir Már, sem segist aldrei hafa séð aðrar eins hækkanir á jafn- skömmum tíma. Ómögulegt sé að segja til um hvort koma muni til frekari hækkana. Már segir að hækkanirnar megi rekja til gengisfalls Bandaríkja- dals og harðorðrar yfirlýsingar Ísraelsmanna um hugsanlegar refsiaðgerðir gegn Írönum. Óvissa ríkir á alþjóðlegum mörkuðum og engin leið að segja nokkuð um hvernig verð á olíu þróast. - sh Olíufélögin hækkuðu bensínverð um sex krónur eftir gríðarmikla hækkun erlendis: Snarpasta hækkun í manna minnum SKELJUNGUR Bensínlítrinn kostar nú um 170 krónur og hefur aldrei kostað meira. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR LÖGREGLUMÁL Á fimmta tug fíkniefnapakkninga hafa nú gengið niður af hollenskum manni sem situr í gæsluvarðhaldi í lögreglustöðinni á Suðurnesjum. Enn er einhver slatti af pökkum í iðrum mannsins. Hollendingurinn var handtekinn á fimmtudagskvöld fyrir rúmri viku í Leifsstöð, við komuna frá Amsterdam. Ljóst varð að hann var með aðskotahluti innvorts. Fljótlega skilaði fyrsta pakkningin sér svo. Hún reyndist innihalda kókaín. Læknir fylgist með manninum. Ekki er talin hætta á að honum stafi hætta af pakkningunum úr því sem komið er. Þær eru komnar neðarlega í þarmana og liggja ekki lengur í magasýrum. - jss Kókaínburðardýrið: Á fimmta tug pakkninga ÚKRAÍNA, AP Björgunarmenn hafa fundið 23 námaverkamenn á lífi í námu í Donetsk í Úkraínu. Mennirnir lokuðust inni þegar sprenging varð í námunni á sunnudag. Einn maður fannst látinn og að minnsta kosti þrettán til viðbótar er saknað. Ofanjarðar slösuðust fimm verkamenn. Sprengingin varð á um þúsund metra dýpi í Karl Marx-námunni, þar sem önnur sprenging varð sjö manns að bana árið 1999. Búið var að loka námunni vegna öryggismála, en verkamennirnir sem lokuðust inni unnu að öryggisúrbótum í henni. - þeb Námuslys í Úkraínu: Fundu einn lát- inn og 23 á lífi NÁMAN Björgunarmenn fara í gegnum brak í Karl Marx-kolanámunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Íslenski arnarstofninn virðist standa í stað eftir samfelldan vöxt í fjörutíu ár og er nú um 65 pör. Af þeim verptu 43 pör í vor og er það mun meira en á síðasta ári þegar 34 arnarpör verptu. Minna bar á vísvitandi truflunum manna á varpslóðum arna en oft áður. Ólafur K. Nielsen, sérfræðingur á Náttúrufræði- stofnun, segir ástæðu þess að fleiri pör verpi nú en í fyrra einfaldlega þá að mun hagstæðara tíðarfar hafi verið í vor en í fyrra. „Það virðist hafa farið saman að í ár er hagstæð tíð og ofsóknir á hendur erninum hafa minnkað.“ Ólafur segir að þrátt fyrir að haförninn hafi verið friðaður í tæpa öld og teljist í útrýmingar- hættu sé hann enn óvelkominn í augum margra. „Það tengist alltaf landnytjum og kerfisbundnar ofsóknir tengjast æðarrækt.“ Fuglahræður, flögg og línur sáust á nokkrum arnarsetrum í ár en við talningar sáust engir varphólmar sem höfðu verið brenndir eins og brögð hafa verið að. Ernir verpa um og fyrir miðjan apríl. Ungarnir klekjast í lok maí en verða ekki fleygir fyrr en um miðjan ágúst. Þeir verpa nú eingöngu vestanlands og þá aðallega við Breiðafjörð, en einnig við norðanverðan Faxaflóa, á Vestfjörðum og við Húnaflóa á allra síðustu árum. - shá Arnarstofninn virðist standa í stað eftir samfelldan vöxt í fjörutíu ár: Varpið mun betra en í fyrra HAFÖRN Hagstæðara tíðarfar er helsta ástæðan fyrir því að fleiri pör verpa nú en í fyrra. DÓMSMÁL Fyrrverandi nema við Listaháskóla Íslands hafa í héraðsdómi verið dæmdar 450 þúsund krónur í bætur fyrir ofnæmi sem tók sig upp hjá honum eftir meðhöndlun hættu- legra efna á námskeiði í skólanum. Konan sem um ræðir fór fram á fimmtán milljónir í bætur frá skólanum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að kennaranum hefði mátt vera ljóst að efnið væri hættulegt, hann hefði ekki sýnt næga aðgát og væri því ábyrgur fyrir því hvernig fór. Konan þykir hins vegar sem fyrr geta sinnt vinnu sinni sem skyldi, og fær því engar bætur fyrir vinnutap. - sh Vann með hættuleg efni: Fékk ofnæmi fyrir listinni SKIPULAGSMÁL Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, vil að Geirsgata og Mýrargata verði lagðar í einn stokk í stað þess tveggja eins og gert er ráð fyrir í tillögum starfshóps um skipulag umferð- armannvirkja við tónlistarhúsið við Hafnarbakkann. Formaður starfshópsins er Gísli Marteinn Baldursson, samflokks- maður Júlíusar. Hefur hann sagt í Fréttablaðinu að sátt hefði náðst um niðurstöðu hópsins. „Við erum alls ekki að gera lítið úr þeim hugmyndum sem starfshópurinn setti fram,“ segir Júlíus Vífill. „Við erum bara að horfa á þetta út frá hagsmunum Faxaflóahafna og svo viljum við segja það að við séum að líta á tenginu sem sé nauðsynleg á milli gömlu miðborgarinnar og hafnarinnar.“ Ekki náðist í Gísla Martein. - jse Sjálfstæðismenn í Reykjavík: Ósammála um Geirsgötustokk BRUNI Eldur kom upp í tveggja hæða húsi í Álfaskeiði um klukkan þrjú í gærdag. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu er húsið stórskemmt. Ekki urðu slys á fólki en tólf ára drengur var inni í húsinu þegar bruninn kom upp. Ekki er vitað um eldsupptök en málið er í rannsókn. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út og gekk greiðlega að slökkva eldinn. - jse Bruni í Hafnarfirði: Hús í Álfaskeiði stórskemmdist í eldsvoða SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.