Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Golfíþróttin á hug og hjörtu margra og er Skrið- jökullinn Ragnar Kristinn Gunnarsson í þeirra hópi. Hann spilar golf hvenær sem tækifæri gefst. „Ég spila golf helst fjórum til fimm sinnum í viku ef veður leyfir yfir sumartímann. Svo sæki ég golf til útlanda yfir veturinn en ég á litla íbúð á Spáni og fer þangað eins oft og ég get. Þar eru golfvellir í hundr- aðatali,“ segir Ragnar, nýkominn af vellinum. Hann segir golfið lífsstíl en hann hefur stundað það í rúm tuttugu ár. „Ég hafði þefað af þessu sem ungur strák- ur en byrjaði að stunda þetta árið 1985. Ég mun halda þessu áfram svo lengi sem ég get en þetta er auðvitað spurning um hvaða tíma maður hefur. Maður fer ekki í golf fyrir minna en fimm til sex klukkutíma. Það er svo margt sem spilar inn í þetta, útiveran og sam- bandið við náttúruna, fuglalífið og félagsskapurinn.“ Ragnar segist heppinn með það að fjölskyldan sýni þessu tímafreka áhugamáli hans skilning. Áhuginn sé jafnvel farinn að smita út frá sér. „Það er lífsstíll í kringum þetta og sem betur fer á ég fjölskyldu sem líður þetta og ég fæ engar skammir þó ég komi heim klukkan ellefu eða tólf jafnvel. Dóttir mín vinnur reyndar í golfskálanum hér í Grafar holti og konan mín æfir líka. Svo eru fjöl- skyldumeðlimir að bætast við, bróðir minn og börn og barnabörn og frændur og frænkur og vinir og vandamenn.“ Ragnar á sinn uppáhaldsvöll í Grafarholti og segir hann yfirburðavöll á Íslandi. Hann tekur reglulega þátt í mótum og er með átta í forgjöf. „Ég hef nú kom- ist niður í fimm í forgjöf en svo gengur vel og illa til skiptis. Akkúrat núna er ég í hærri kantinum miðað við það sem það ætti að vera,“ segir hann kankvís. Það er ekki sama hvernig menn mæta klæddir til leiks á golfvellinum og lætur Ragnar aldrei sjá sig nema vel klæddan. Segir það grundvallaratriði. „Menn eiga að vera snyrtilega klæddir í golfi og mér líður betur ef ég er vel klæddur á golfvellinum. Þegar ég vakna á mánudegi og er að fara í golf á þriðjudegi þá hugsa ég „í hverju á ég að fara?“. Þetta er alveg eins og þegar konurnar eru að fara á dansleiki, þetta skiptir miklu máli.“ heida@frettabladid.is Golf er minn lífsstíll Ragnar lætur aldrei sjá sig á golf- vellinum nema vel klæddan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I LÆKNINGAJURTIR Í íslenskri náttúru má finna alls konar jurtir sem hægt er að nota í mat og drykki og til lækninga. HEILSA 2 LEIÐSÖGN Í HÁSKÓLA Endurmenntun býður nú upp á þriggja anna leiðsögunám á háskólastigi sem hentar bæði fólki sem er í vinnu og þeim sem vilja vera í fjarnámi. NÁM 3 Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.