Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 40
24 10. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR Þýski trompetleikarinn Sebastian Studnitzky er væntanlegur til Íslands til að spila á AIM-tónlist- arhátíðinni sem er fram á Akur- eyri 12.-16. júní. Studnitzky hefur verið afkastamikill síðustu ár og hefur spilað með mörgum ólíkum tónlistarmönnum. Hann hefur m.a. verið meðlimur í Mezzoforte og er einn af máttarstólpum þýsku trip-hop sveitarinnar Triband sem hefur gefið út tvær plötur. Platan Trio sem er hér til umfjöllunar er hans nýjasta afurð, kom út í febrú- ar. Á Trio leika með Studnitzky þeir Dieter Ilg bassaleikari og Wolf- gang Haffner trommuleikari. Studnitzky sjálfur spilar á tromp- et og píanó. Lögin eru öll eftir hann og þess vegna er platan skráð sem sólóplata, en ekki hljómsveitar- verk. Tónlistin á Trio er órafmagnaður djass, frekar einfaldur og látlaus, en borinn upp af fyrsta flokks spilamennsku. Studnitzky er lið- tækur píanóleikari eins og heyrist á plötunni, en fyrst og fremst trompetleikari og það er hrein unum að hlusta á tilþrif hans hér. Þetta er mjúk og notaleg plata. Hún gæti virkað átakalítil, en vönduð spilamennskan er í for- grunni og heldur henni uppi, ekki síst frábær trompetleikur Stud- nitzkys. Sebastian Studnitzky kemur fram á tvennum tónleikum á AIM- hátíðinni. Hann spilar á með Jazz- klúbbi Akureyrar á fimmtudags- kvöldið og kvöldið á eftir með Mannakornum. Það er óhætt að mæla með því að djassáhugamenn kíki á kappann. Trausti Júlíusson Tilþrif á trompetinn TÓNLIST Trio Sebastian Studnitzky ★★★★ Þessi nýjasta plata þýska trompet- leikarans Sebastians Studnitzky er fyrirtaks djassplata, mjúk og þægileg, en borin upp af fyrsta flokks spila- mennsku. Kvikmyndasumarið er í miklum blóma um þessar mundir. Tvær myndir hafa hingað til átt markaðinn. Um 40.000 Íslendingar hafa lagt leið sína á nýju Indiana Jones-myndina og um 20.000 manns hafa séð Sex and the City, sem sýnd hefur verið viku styttra en Indiana. Markhópar myndinna eru mjög niðurnjörvaðir, unglingar og karlmenn sjá ævintýri Indís en konur flykkjast á borgar- ævintýri Carriear og vinkvenna hennar. „Aðsókn á konumyndir eins og Sex and the City dreifist yfir lengri tíma því konurnar bíða meira með að fara í bíó. Karlar og unglingar fara hins vegar strax á það sem þeir vilja sjá,“ segir Geir Gunnarsson hjá Myndformi, dreifingaraðila mynd- anna. Hann áætlar því að Sex and the City eigi mikið inni og muni ganga langt fram á haust. Stórir kvennahópar flykkjast á myndina og er atgangurinn slíkur að oftast varð uppselt á kvöld- sýningar í síðustu viku. Skemmtileg nýbreytni er sumartil- boð Regnbogans en þar kostar bara 650 kall á allar myndir í sumar. „Menn hlupu nú ekki alveg út á nærbuxunum,“ segir Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri kvikmynda- deildar, um fyrstu tilboðshelgina, en á von á að fólk taki betur í tilboðið þegar betri myndir detta inn – „Það eru kannski ekki bara nógu spennandi myndir í boði eins og er“. Sex and the City fer í Regnbogann um næstu helgi og ævintýri Indiana Jones helgina þar á eftir. - glh Carrie og Indiana vinsælust VINSÆLUST TIL ÞESSA Í SUMAR Karlarnir vilja Indí og konurnar Carrie. Pílagrímsför hóps á vegum FTT til Liverpool mun lengi í minnum höfð, ekki síst hjá hjónunum Þorleifi Ásgeirssyni og Sigurbjörgu Pétursdóttur, sem unnu nótt á sjálfri Lennon-svít- una í happadrættisvinning og fengu Sverri Stormsker óvænt sem bónusvinning. „Við vorum klukkutíma á eftir áætl- un með að skila svítunni. Það tók góð þrjú korter að ná Sverri úr sóf- anum. Þaðan heyrðist alltaf: Hvað er þetta! Segðu þeim að slaka á. Þetta er svíta,“ segir Þorleifur Ásgeirsson skólastjóri Tölvuskólans á Suðurnesjum. Hópferð til Liverpool dagana 30. maí til 2. júní á bítlaslóðir að undir- lagi FTT verður lengi í minnum höfð. Á sérstökum hátíðarkvöld- verði á Hard Days Night hotelinu var happadrættisvinningur nótt á Lennon-svítunni. Þegar vinnings- númerið var lesið upp kvað við fagn- aðarvein og kom þá í ljós að hjónin Þorleifur og Sigurbjörg Pétursdótt- ir höfðu hreppt hnossið. „Á miða sem segir til um sjálfan afmælisdag Sibbu og Reykjavíkurborgar. 18. ágúst. Ég sá hana svífa upp úr stóln- um sem var einkennilegt því það var ekkert nema kók í glösum okkar. Sibba missti minnið af einskærum æsingi. Hún man varla eftir því þegar hún tók við vinningnum,“ segir Þorleifur. Skólastjóri Tölvuskóla Suður- nesja lýsir ferðinni sem snilldinni einni frá upphafi til enda. Þar sé ekki hægt að nefna eitthvað eitt öðru fremur sem stendur uppúr. Allir sem að ferðinni stóðu eiga inni ómælanlegt þakklæti frá þeim hjón- um. En vissulega var nóttin á Lennonsvítunni eftirminnileg. Hljómar höfðu troðið upp í Cavern- klúbbnum og þá um miðnætti fóru margir tónleikagesta í partí til þeirra Leifs og Sibbu í svítuna. Þau höfðu ekkert á móti því að taka á móti gestum. Í svítunni er forláta flygill hvítur og fjölmargir tónlistar- menn mættu og slógu svörtu og hvítu nóturnar. Lengst allra var Sverrir Stormsker. Eða allt þar til þau skiluðu svítunni á hádegi næsta dags. Sverrir var ekki óvelkominn nema síður sé að sögn Leifs sem segir Sverri hafa verið óvæntan bónusvinning á happadrættismið- ann góða. „Ég vissi að hann væri góður en að hann væri svona ofboðslega flinkur píanisti – það vissi ég ekki. Kunni öll bítlalögin aftur á bak og áfram. Spilaði mikið Lennon en, nei, ekkert eftir sjálfan sig. Og Bjart- mar [herbergisfélagi Sverris] var okkur þakklátur fyrir að passa eina nótt. Hann gat aldrei sofnað fyrr en um fimm vegna vesens á Sverri. Sverrir er sko B-maður. En þessa nótt svaf Bjartmar eins og unga- barn,“ segir Leifur. Svo skemmtilega vill til að Leifur og Sverrir eru frændur. Þannig að þetta var hálfgert ættarmót að sögn Leifs. „Já, og það sem meira er. Hann er líka skyldur Sibbu. Hann er þremmenningur við okkur bæði.“ jakob@frettabladid.is Fengu Sverri Stormsker sem bónusvinning LEIFUR OG SIBBA Í LENNON-SVÍTUNNI Sibbu varð svo mikið um þegar hún vann nóttina að hún missti minnið af einskærum æsingi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓLAFUR PÁLL SVERRIR VIÐ FLYGILINN Leifur segir Sverri lygilega góðan píanista og spilaði hann Lennon-lög fram á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/LEIFUR - bara lúxus Sími: 553 2075 ZOHAN kl. 4.30, 8 og 10.10 10 SEX AND THE CITY kl. 4, 7 og 10.10 14 INDIANA JONES 4 kl. 4.30, 7 og 10 12 - K.H., DV.- 24 STUNDIR STE LPU RNA R ER U M ÆTT AR Á H VÍTA TJA LDIÐ - V.J.V., Topp5.is / FBL - J.I.S., film.is - Þ.Þ., DV 1/2 SV MBL NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 10 14 12 14 ZOHAN kl. 8 - 10.15 SEX AND THE CITY kl. 5.20- 8 INDIANA JONES 4 kl. 5.40 - 10.40 10 14 12 ZOHAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 ZOHAN LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 SEX AND THE CITY kl. 5 - 8 - 11 INDIANA JONES 4 kl. 5.20 - 8 - 10.40 PROM NIGHT kl. 10 WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 5.30 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 10 14 12 ZOHAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 SPEED RACER kl. 6 - 9 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 INDIANA JONES 4 kl. 5.30 - 8 - 10.30 5% SÍMI 551 9000 16 12 12 7 88 MINUTES kl. 5.40 - 8 -10.20 FORBIDDEN KINGDOM kl. 5.30 - 8 -10.30 HAROLD & KUMAR ESCAPE FROM GB kl. 8 - 10.15 WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 10.20 BRÚÐGUMINN kl. 6 ENSKUR TEXTI SÍMI 530 1919 FRÁBÆR SPENNUMYND! Ótrúlegar tæknibrellur sem ættu að heilla alla í fjölskyldunni, unga sem aldna. Frá höfundum MATRIX kemur einhver hraðasta mynd síðari ára. SKYLDUÁHORF FYRIR ALLA SEM HAFA GAMAN AF HRAÐA, BÍLUM OG TÆKNI. ATH. Leyfð öllum aldurshópum DIGITAL ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS SPEED RACER kl. 8 L NEVER BACK DOWN kl. 8 14 PROM NIGHT kl. 10:45 16 THE HUNTING PARTY kl. 10:20 12 SPEED RACER kl. 8 L IN THE VALLEY OF ELAH kl. 10:30 16 THE FORBIDDEN KINGDOMkl. 8 - 10:10 16 ZOHAN kl. 8 - 10:20 10 SPEED RACER kl. 8 L SEX AND THE CITY kl. 10:45 14 SPEED RACER kl. 5D - 8 - 10:50 L SPEED RACER kl. 5 VIP FORBIDDEN KINGDOM kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 INDIANA JONES 4 kl. 5:30 - 8D - 10:40D 12 INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:40 VIP LOVE IN TIME OF CHOLERA kl. 5:30 - 8:15 7 NEVER BACK DOWN kl. 10:40 14 IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 SEX AND THE CITY kl. 5 - 8 - 10:50 14 SPEED RACER kl. 5D - 8D - 10:50D L INDIANA JONES 4 kl. 6:30 - 9 12

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.