Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 12
12 10. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 209 4.604 -1,31% Velta: 1.919 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,72 -0,59% ... Bakkavör 33,00 -1,20% ... Eimskipafélagið 20,00 0,00% ... Exista 9,32 -3,42% ... Glitnir 16,95 -0,29% ... Icelandair Group 17,80 -4,81% ... Kaupþing 760,00 -1,30% ... Landsbankinn 24,20 -1,63% ... Marel 90,50 -0,55% ... SPRON 4,40 -1,57% ... Straumur-Burðarás 10,52 -1,50% ... Teymi 2,89 -3,99% ... Össur 94,80 +0,85% MESTA HÆKKUN ATLANTIC PETROL. +4,26% ALFESCA +2,03% ÖSSUR +0,85% MESTA LÆKKUN ICELANDAIR -4,81% TEYMI -3,99% EXISTA -3,42% Útlit er fyrir að bandaríski fjárfestingar- bankinn Lehman Brothers tapi um 2,9 millj- örðum dala, jafnvirði 220 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er mesta tap í sögu bankans á einum fjórðungi síðan hann tók til starfa fyrir fjórtán árum. Endan- legar tölur verða birtar 16. júní næstkom- andi. Til samanburðar nam hagnaðurinn 1,3 milljörðum dala á sama tíma í fyrra. Tapið nemur 5,14 dölum á hlut samanborið við hagnað upp á 2,21 dal á sama tíma í fyrra. Þetta er talsvert meira en fjármálasérfræð- ingar höfðu reiknað með en fréttaveitan Thomson Financial hafði spáð um 22 senta tap á hlut. Bankinn var sagður glíma við lausafjár- stöðu um svipað leyti og fjárfestingarbank- inn Bear Stearns rambaði á barmi gjaldþrots í mars síðastliðnum. Richard Fuld, forstjóri bankans, vísaði því hins vegar á bug. Fuld sagðist í gær vera vonsvikinn með niðurstöðuna en hann vonaðist til að hluta- fjáraukning og aðrar aðgerðir kæmi bank- anum í gegnum ólgusjóinn á fjármálamörk- uðum. - jab VONSVIKINN BANKASTJÓRI Richard Fuld, forstjóri Lehman Brothers, er svekktur yfir mettapi bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Mesta tap í sögu Lehman Brothers „Áhættufælni er að aukast,“ segir Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir hjá Greiningu Glitnis. Skuldatrygg- ingarálag íslensku bankanna er byrjað að hækka aftur, eftir nokkra lækkun að undanförnu. Hjördís segir að uppgjör annars ársfjórðungs hjá bandarískum bönkum leiði í ljós frekari afskrift- ir vegna undirmálslána. „Þetta bitnar á öllum,“ segir Hjördís, sem bendir á að þrátt fyrir þetta séu íslensku bankarnir ekki með stöðu í slíkum lánum. Rifjað er upp í Morgunkorni Greiningar Glitnis að álagið náði hæstu hæðum í kjölfar atlögu vog- unarsjóða, sem vildu hagnast á efnahagsskelli hérlendis í náinni framtíð. Þá fór álagið hjá Kaup- þingi og Glitni upp fyrir 1.000 punkta og yfir 800 punkta hjá Landsbanka. Tekist hafi að hrinda áhlaupinu og álagið farið lækk- andi. Það hafi bent til þess að vog- unarsjóðir og fjárfestar hafi gef- ist upp á að bíða eftir hruninu. - ikh Skuldatryggingar- álag aftur á uppleið HÆKKANDI SKULDATRYGGINGARÁLAG Greining Glitnis telur að uppgjör banda- rískra banka á öðrum fjórðungi séu meginskýringin á hækkandi skuldatrygg- ingarálagi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA „Við mátum þetta sem mistök og felldum viðskiptin niður,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, en fyrstu við- skipti með hlutabréf í Straumi voru felld niður í gærmorgun. Tilboðin hljóðuðu upp á 11,36 til 11,60 krónur á hlut og stökk gengi bréfa í bankanum upp um rúm sex prósent í kjölfarið. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækj- um. Þórður segir ákveðið verklag gilda í Kauphöllinni þegar óvenju- leg tilboð berist í hlutabréf. Leit- að sé eftir upplýsingum um þau líkt og í þessu tilviki. - jab Viðskipti felld niður Íslandi er spáð þriðja lægsta hagvexti í heiminum árið 2008, skv. spá Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Simbabve rekur lestina, spáð er neikvæðum hagvexti þar um 6,6 prósent, Ítalía er í næstneðsta sæti og spáð 0,3 prósenta hag- vexti. „Það er augljóst fyrir land eins og okkar að þegar uppsveiflan hefur mikið til byggst á fjármála- kerfinu og húsbyggingum og hnykkur verður í fjármálakerf- inu þá munum við finna meira fyrir honum en mörg önnur lönd sem byggja meira á framleiðslu- greinum,“ segir Gylfi Zoëga, prófessor við Háskóla Íslands. Gylfi bendir á að lönd sem hafa byggt vöxt sinn á fjármálamark- aði verða meira fyrir barðinu á fjármálakreppu en lönd sem byggja meira á framleiðslugrein- um. Nýkjörinn forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, hefur lýst yfir neyðarástandi á Ítalíu vegna þeirrar kreppu sem þar ríkir og hefur heitið umtalsverð- um efnahagsumbótum til að auka hagvöxt. Greint er frá þessu í franska blaðinu 24 stundum. Þótt Ísland skrapi botninn í nýjustu spá Alþjóðabankans frá því í apríl síðastliðnum er þetta þrátt fyrir það framför frá síð- ustu spá bankans í október 2007. Í þeirri spá voru Ísland og Simb- abve í sérflokki, einu ríkin þar sem spáð var neikvæðum hag- vexti. Oftast hefur Ísland þó verið ofarlega á hinum listanum, enda hagvöxtur verið hér mikill á undanförnum árum. Athuga ber að Alþjóðabankinn birtir ekki spá fyrir nokkur ríki þar sem stríðsástand eða óöld ríkir. - bþa Ísland skrapar botninn HAGVÖXTUR UM HEIMINN Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn birtir spá tvisvar á ári um hagvöxt í heiminum. MARKAÐURINN/IMF MINNSTI HAGVÖXTUR Simbabve -6,6 prósent Ítalía 0,3 prósent Ísland 0,4 prósent Bandaríkin 0,5 prósent MESTI HAGVÖXTUR Aserbaídsjan 18,7 prósent Angóla 16 prósent Armenía 10 prósent Túrkmenistan 9,5 prósent Kína 9,3 prósent Nígería 9,1 prósent Líbía 8,8 prósent Mongólía 8,7 prósent Afganistan 8,6 prósent

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.