Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 16
16 10. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Andspænis ísbirni er fyrsta hugsun Íslendings ekki sú að knúsa hann – að minnsta kosti ekki skagfirsks karlmanns sem á byssu. Ísbjörninn er vissulega tákn fyrir náttúruna í augum þjóðarinnar, en sú náttúra er ekki góð í sjálfri sér þótt hún kunni að vera fögur og mikilfengleg. Þvert á móti er hún viðsjál og ógnandi – og óútreiknanleg. Í hefðbundnum íslenskum hugarheimi er maðurinn ekki algóður verndari og vinur alls sem er heldur eitt dýrið sem á í samkeppni við hin. Ísbjörninn er óvinur þinn og keppinautur sem þér ber að sýna þá sjálfsögðu virðingu að útmá. Réttupphend sem... Við munum rökin fyrir hvaladráp- inu: þeir eru að klára fiskinn í sjónum – og er því þá látið ósvarað hvernig fiskigengd hélst við Ísland allar þær aldir þegar engar voru hvalveiðar hér við land. Svo rammt kvað að þessari hugmynda- fræði fyrir nokkrum árum að sett var á fót útrýmingaráætlun á selum með þeim rökum að þeir bæru í sér hringorm (sem farið var að kalla selorm) og var kenningin sú að ormurinn bærist úr selunum í þorskinn. Aftur voru inngrip og afskipti mannsins – dráp hans – talin grundvallarfor- senda fyrir jafnvægi í náttúrunni. Þau sárafáu spendýr sem hér skrimta utan forræðis og seilingar manna eru sjálfkrafa ógn við mannfólkið samkvæmt þessari hugmyndafræði – og réttdræp hvar sem til þeirra næst og eiga sér engan tilverurétt. Í ísbjarnarmálinu lýstur tveimur samfélögum saman með óvenju skýrum hætti: samfélagi veiðimanna og samfélagi ímyndar- smiða. Náttúrubörnum og náttúruverndarfólki. Dreifbýlis- fólki og þéttbýlisfólki. Nýtingar- sinnum og friðunarsinnum. Þeir sem líta umfram allt á náttúruna sem fjandsamlegt afl hafa að sjálfsögðu ýmislegt til síns máls eins og skjálftarnir á Suðurlandi vitna um; náttúran er hér á landi bæði gjöful og ógnvænleg, hún er lifandi og ískyggilegt afl en ekki endilega góð og göfug í eðli sínu. En óneitanlega hvarflar þó að manni að við lifum fjörbrot þessarar hugmyndafræði. Erlendir fjölmiðlar hafa leitt að því sannfærandi rök að útflutningur Kristjáns Loftssonar á hvalkjöti til Japans sé bara blekkingarleikur – þar sé enginn raunverulegur kaupandi og þetta sé einungis tilfærsla frá einum frystigámnum í annan, til þess ætluð að slá ryki í augu fólks og telja því trú um að til séu markaðir fyrir þetta einkennilega kjöt. Réttupphend sem langar í hvalkjöt... Allar skyttur Skagafjarðar Umhverfisráðherra átti vitaskuld erfitt með að ganga í berhögg við það mat heimamanna að ísbjörn- inn væri farinn að gera sig líklegan til mannvíga („hann var farinn að hnusa svona út í loftið,“ sögðu þeir í sjónvarpinu). Að vísu sögðu aðrir að hann hefði verið skotinn vegna þess að hann hefði verið að hlaupa burt frá fólki og væri alveg að hverfa í þokuna. Ekki er gott að segja hvort menn hafa talið að þar með væri hann endanlega týndur og tröllum gefinn – maður hefði haldið að þegar þokunni létti myndi nútímatækni gera mönnum kleift að finna slíkt dýr. Og loks sögðu þeir að ekki hefði verið til deyfilyf á landinu, sem reyndist að vísu ekki rétt. Þarna voru mættar allar skyttur Skagafjarðar, hver annarri skotglaðari. Ekki á hverjum degi sem maður kemst í slíka veiði. Og menn virðast hafa sannfært hver annan á augabragði um nauðsyn þess að vega dýrið – og sjálfsagt ekki verið erfitt. Umhverfisráðherra tók gott og gilt það sem þar til bært fólk á vettvangi sagði við hana: erfitt er að áfellast hana fyrir það í sjálfu sér, þó að hún hefði kannski mátt huga meira að því að hér er um að ræða dýr sem talið er í út rýmingar hættu, og hefði líka mátt taka sér tíu mínútur í að kanna áætlanir um viðbrögð við sambærilegar aðstæður á Svalbarða. Jafnvel hefði hún mátt sannreyna skortinn á deyfilyfi. Því þarna urðu Íslendingar af gullnu tækifæri. Enn er fólki hér ekki lagið að hugsa í ímyndum og táknum, eins og tíðkast annars staðar um hinn vestræna heim: ísbjörninn er tákn um ógn sem steðjar að jörðinni. Þeir sem hefðu farið af stað til að bjarga ísbirnin- um hefðu orðið að tákni fyrir þá viðleitni að bjarga jörðinni. Keikómálið var aðeins of bjána- legt á sínum tíma en hitt að koma ísbirninum heim til sín aftur hefði orðið verðugt verkefni: þar hefði bjásturshvöt íslenskra karlmanna aldeilis notið sín og þar hefði óviðjafnanleg saga um frækilega björgun fengið að breiða úr sér frammi fyrir heimspressunni. Okkur líður nefnilega betur þegar við björgum nauðstöddum en förg- um þeim – og við komum líka betur út. Bjargvættir eða fargvættir UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson skrifar um kjaramál Vefsíða Landspítalans auglýsir fundi fyrir starfsmenn Landspítalans með heilbrigðisráðherra. Ekkert nema gott um það að segja að heilbrigðisráðherra vilji sitja fyrir svörum hjá starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og eðlilegt að Landspít- alinn auglýsi þetta framtak ráðherrans. Það sem hins vegar er óvenjulegt við þetta fundarboð á vef Landspítalans er að fundarstaðurinn skuli vera Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins þar sem vertinn er Landsmálafélagið Vörður. Tilefni fundahalda Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, er ærið. Víða þarf hann að verja eigin gjörðir. Þannig hefur hann dregið úr framlagi til Landspítalans á fjárlögum að raungildi. Ítrekað hefur heilbrigðisráðherra sagt fullyrðingar í þessa veru ósannindi og horfir þá í krónufjöldann sem til sjúkrahússins rennur. Þá vill hann gleyma að hafa hliðsjón af umfangi þeirra verka sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Ríkisendurskoðun hefur sýnt fram á að jafnt og þétt hafi verið þrengt að sjúkrahúsinu á undanförnum árum. Aldrei hefur ástandið verið eins slæmt og nú. Sveltistefnan er síðan notuð til að einkavæða starfsemi LSH í bútum. Ýmsir verkþættir eru þegar komnir til verktaka og minnast margir eflaust þeirra deilna sem risu í vetur þegar hafist var handa um að bjóða út störf læknaritara. Ræstitæknarnir eru flestir komnir til verktakafyrirtækisins ISS. Þar eru kjörin rýrari en þau voru þegar þetta starfsfólk starfaði milliliðalaust hjá sjúkrahúsinu, enda leikurinn til þess gerður að spara á kostnað starfsfólksins. Um mánaðamótin var ræstitæknum á Barna- og unglingageðdeildinni sagt upp störfum. Skyldu þeir hafa mætt í Valhöll til að heyra heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins útskýra hve þjóðhagslega hagkvæmar uppsagnirnar væru? Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. Brottreknir ræstitæknar í Valhöll? GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Ísbjarnarblúsinn ÖGMUNDUR JÓNASSON Enn er fólki hér ekki lagið að hugsa í ímyndum og táknum, eins og tíðkast annars staðar um hinn vestræna heim: ísbjörninn er tákn um ógn sem steðjar að jörðinni. Aldrei hefur ástandið verið eins slæmt og nú. Sveltistefnan er síðan notuð til að einkavæða starfsemi LSH í bútum. Óskar skyggir á Dag Hallur Magnússon, ráðgjafi og framsóknar maður, bloggar um að hann hafi lent í úrtaki skoðanakönn- unar Félagsvísindastofnunar, sem Samfylk ingin hafi pantað. Í lokaspurn- ingunni var Hallur beðinn að gefa „öllum helstu“ borgarfulltrúum einkunn og vakti það athygli hans að í þann hóp vantaði Óskar Bergsson, oddvita Fram- sóknar flokksins í Reykjavík. Þetta er með ráðum gert að mati Halls og ástæðan getur aðeins verið ein: Samfylkingin er að reyna að þegja Óskar í hel, þar sem hann þykir skyggja of mikið á Dag B. Eggertsson. Yfir til Hönnu Hallur segir að Samfylkingin ætti hins vegar að hafa í huga að Óskar gæti launað henni lambið gráa með því að mynda nýjan meirihluta með Hönnu Birnu að ári. Þetta er þó háð því að Ólafur F. Magnússon „nenni ekki“ að sitja í borgarstjórn eftir að hann hættir sem borgarstjóri. Best að afskrifa ekki neitt í ljósi atburða á þessu kjörtímabili. En ef Óskar Bergsson gengi til liðs við sjálfstæðismenn til þess eins að vera getið í skoðanakönnunum er ekki víst að niður stöðurnar yrðu honum – eða Halli – að skapi. Útkall: Villi er að hætta Þór Jónsson, forstöðumaður almannatengsla Kópavogsbæjar og fyrrverandi fréttamaður á Stöð tvö, var kallaður til sögunnar af Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík á laugardag, þegar tilkynnt var um oddvitaskipti. Að sögn Þórs var hann búinn að koma sér makindalega fyrir framan sjónvarpið til að að fylgjast með EM í fótbolta þegar hann fékk óvænt símtal frá sjálfstæðismönnum og hann beðinn að aðstoða við að sjóða saman fréttatilkynningu og senda hana til fjölmiðla. Þór áréttar hins vegar að útkallið hafi aðeins verið tilfallandi verkefni, hann sé enn í fullu starfi hjá Kópavogsbæ. bergsteinn@frettabladid.is Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Þ að er dapurlegt að sjá hvernig komið er fyrir Orku- veitu Reykjavíkur. Þetta verðmætasta fyrirtæki Reykvíkinga hefur eflst og vaxið að umfangi síðustu ár, en er nú eins og frosið fast á krossgötum. Ástæð- an er einföld. Undanfarna mánuði hafa stjórnmála- mennirnir, sem eiga að marka leiðina, leyft óvissu að hríslast um fyrirtækið með tilheyrandi stöðnun. „Orkuveitan hefur verið hálfmunaðarlaus,“ var lýsingin Guðmundar Þóroddsson- ar, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar og REI, í upplýsandi viðtali í Fréttablaðinu um helgina. Allt bendir til þess að það fát og fum sem einkennir nú pólitíska leiðsögn Orkuveitunnar leiði til þess að eigendur fyrirtækisins, borgarbúar, verði af miklum verðmætum. Ef svo fer má leggja þá ábyrgð óskipta í fangið á borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Þeir, eða fulltrúi þeirra, hafa farið með stjórnarformennsku í Orkuveitunni síðastliðin tvö ár, að undan- skildum hundrað daga valdatíma Tjarnarkvartettsins. Þungamiðjan í tilvistarkreppu Sjálfstæðisflokksins í mál- efnum Orkuveitunnar er auðvitað stofnun og tilgangur REI. Hugmyndasmiðurinn að baki REI var Guðlaugur Þór Þórðar- son, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar. Þegar Guð- laugur hvarf til annarra starfa tók arftaki hans í Orkuveit- unni, Haukur Leósson, við keflinu og hélt ótrauður áfram á sömu braut. Yfirlýstur tilgangur REI var kristaltær. Það átti að hasla sér völl í útflutningi á þekkingu á sviði umhverfis- vænna orkugjafa. Og til að lágmarka áhættu Orkuveitunnar átti að fá fjárfesta úr einkageiranum að því verkefni. Um þetta var enginn ágreiningur fyrr en kom að sameiningu við Geysi Green Energy síðastliðið haust. Sú saga er vel þekkt. Ekki varð af sameiningu félaganna og framtíð REI var sett í fullkomið uppnám. Í viðtalinu við Guðmund veltir hann fyrir sér hver sé hin pólitíska sök á bak við REI-klúðrið. Var það að stofna fyrir- tækið? Var það afgreiðslan á fyrirhugaðri sameiningu REI og GGE? Eða er það að halda ekki áfram með REI eins og til var stofnað? Svörin eru þessi: Stofnun REI var skynsamleg og rökrétt. Guðlaugur Þór sýndi þar mikla framsýni. Afgreiðslan á sam- einingunni við GGE var hins vegar klárlega pólitískt klúður sjálfstæðismanna. Þar kom í ljós að engin samstaða var innan borgar stjórnarflokksins um fyrirhugaða sameiningu. Mun alvarlegra mál er þó ef sú niðurstaða verður ofan á að slá af upphaflegan tilgang REI. Guðmundur metur möguleika REI ennþá mikla og bendir á að ýmis verkefni eru í pípunum. Spurningin um hvort REI ætli sér að nýta sér þessa möguleika er lykilatriðið í stöðunni sem nú er komin upp. Og sjálfstæðismenn verða að sýna þann manndóm að fara að svara. Ef svarið verður neikvætt, nú eða áframhaldandi flótti frá ákvörðun, verða borgarbúar að sætta sig við að reynsla, þekk- ing og tengslanet, sem hefur byggst upp fyrir þeirra skattfé í áranna rás, muni renna út úr Orkuveitunni án endurgjalds. Sjálfstæðisflokkurinn verður að taka af skarið um framtíð REI. Hin pólitíska sök JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.