Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 6
6 10. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Alþjóðlega matsfyrir- tækið Standard & Poor’s óttast að FL Group geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Því hefur fyrirtækið ákveðið að setja dóttur- félagið Tryggingamiðstöðina (TM) og dótturfélag hennar, Nemi For- sikring ASA í Noregi, á athugunar- lista. Júlíus Þorfinnsson, upplýsinga- fulltrúi FL Group, segir að FL Group hafi verið í viðræðum við Standard & Poor’s um málið þar sem lögð hefur verið áhersla á sterka eiginfjár- og lausafjárstöðu félagsins þrátt fyrir mikinn taprekstur síðustu missera. Hins vegar hafi Standard & Poor’s verið bent á að eignasafn og fjárfestingar- starfsemi félagsins hafi verið endur skipulögð. „Þetta hefur skil- að sér og við sjáum ótvíræð bata- merki á öðrum ársfjórðungi.“ Í tilkynningu Standard & Poor’s, sem birt er á vef Kauphallarinnar, kemur fram að reiknað sé með því að ljúka athugun á þessum málum fyrir lok mánaðarins, þegar farið hefur verið yfir málið með stjórn- endum FL Group og Trygginga- miðstöðvarinnar. Hins vegar gæti matseinkunn TM og Nemi lækkað um eitt eða fleiri þrep. Júlíus segir að athugunin hafi ekkert með fjárhagslega stöðu TM að gera. Hún sé sterk og trygg. Athugun Standard & Poor’s sé í rauninni í samræmi við þróun á fjármálamörkuðum síðustu mán- uði. Þá sé athugun Standard & Poor’s á FL Group alls ekki eins- dæmi. - as Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s: TM sett á athugunarlista AÐALSTÖÐVAR TM Tryggingamiðstöðin hefur verið sett á athugunarlista vegna skuldastöðu dótturfélagsins, FL Group. BAUGSMÁL Ummæli dómsmálaráð- herra um Baugsmálið, löng máls- meðferð og skortur á fyrirsjáan- leika vegna endurákæru leiða til þess að brotið var á sakborningum við meðferð málsins. Þetta kemur fram í kæru Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnar- formanns Baugs Group, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðar- forstóra Baugs, til Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Þeir voru báðir sakborningar í málinu frá upphafi. Tæpt ár er síðan kæra tvímenn- inganna var lögð fram, en enn hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort dómstóllinn muni taka málið til efnismeðferðar. Í kærunni eru færð fyrir því rök í fimm liðum að brotið hafi verið á rétti þeirra við meðferð málsins. Í fyrsta lagi með því að gefa út endurákæru eftir að upprunaleg- um ákærum var vísað frá, tæpu hálfu ári eftir frávísunina. Að hafa engan tímaramma fyrir slíka endur- skoðun þýði að ekki sé farið að kröfum um fyrirsjáanlega máls- meðferð. Í öðru lagi hafi málsmeðferðin tekið of langan tíma. Þegar kæran var lögð fram var málinu ekki lokið, en því lauk í Hæstarétti síð- astliðinn fimmtudag, tæpum sex árum eftir að rannsókn hófst. Í þriðja lagi hafi verið brotið á rétti þeirra til að teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Það er meðal annars rökstutt með tilvísun í ummælum dómsmálaráðherra, sem „oft hafi látið neikvæð orð falla“ um málið á opinberum vett- vangi, eins og segir í kærunni. Einnig hafi yfirlögregluþjónn líkt sakborningum við skipulögð glæpasamtök. Þá hafi settur sak- sóknari í málinu tjáð sig með óvið- eigandi hætti um rannsókn sem hann kom hvergi nálægt. Í fjórða lagi sé ekki ljóst að rétt- að hafi verið yfir þeim af óvilhöll- um dómstólum. Settur saksóknari hafi rætt við dómstjóra Héraðs- dóms Reykjavíkur áður en endur- ákæra var gefin út, og nefnt tengsl dómara í fyrra málinu við vitni sem til stóð að kalla fyrir. Í kjölfar- ið var annar dómari skipaður til að fjalla um endurákærurnar. Í fimmta lagi með handahófs- kenndri málsmeðferð þar sem verjendur gátu ekki áfrýjað þegar beiðni um frávísun var hafnað. Mannréttindadómstóllinn getur ekki ógilt niðurstöðu íslenskra dómstóla. Hann getur hins vegar dæmt sakborningum táknrænar miska bætur, falli dómur þeim í hag. Þriðji sakborningurinn í síðari hluta Baugsmálsins, Jón Gerald Sullenberger, hefur einnig boðað kæru til Mannréttindadómstólsins. brjann@frettabladid.is Kæra ummæli ráðherra til Mannréttindadómstólsins Tveir sakborninga hafa kært meðferð Baugsmálsins til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þeir telja brotið á rétti sínum til að teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Sá þriðji boðar kæru til dómstólsins á næstunni. KÆRA Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson telja að brotið hafi verið á þeim við meðferð Baugsmálsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GRIKKLAND, AP Jarðskjálftafræð- ingar hafa varað við sterkum eftirskjálftum eftir jarðskjálft- ann í Grikklandi á sunnudag. Tveir fórust í skjálftanum og um 150 slösuðust. Þá jöfnuðust um 70 hús við jörðu og 30 skemmdust mikið í héruðunum Ahaia og Ilia. Um 230 hús skemmdust lítillega, sem og flugturn á herflugvelli í nágrenni við upptök skjálftans. Mikil skjálftavirkni hefur verið eftir stóra skjálftann, sem mældist 6,5 á Richter. Búist er við eftirskjálfta upp á 5 til 5,5 á næstu dögum eða vikum. - þeb Tveir látnir í Grikklandi: Búist við stór- um eftirskjálfta JAPAN, AP Maðurinn sem stakk 17 manns í Japan á sunnudag hafði sagt frá fyrirætlunum sínum á spjallsvæði á internetinu. Maðurinn hafði sent fjölda skilaboða úr farsíma sínum mörgum klukkustundum fyrir árásina þar sem hann lýsti fyrirætlunum sínum nákvæm- lega. Síðustu skilaboðin bárust á spjallsvæðið aðeins tuttugu mínútum áður en árásin hófst. Í þeim stóð „tíminn er kominn“. Maðurinn, sem er 25 ára gamall, er sagður hafa unnið í verk- smiðju í héraði nálægt Tókýó. Hann sagði leiða á lífinu vera ástæðu þess að hann framdi ódæðisverkið. - þeb Stunguárásin í Japan: Boðaði árás á spjallsvæði BEÐIÐ FYRIR FÓRNARLÖMBUM Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Akiha- bara-hverfið og beðið fyrir fórnarlömb- um stunguárásarinnar á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Mótmæli hafa víðtæk áhrif Mótmæli vörubílstjóra gegn háu eldsneytisverði á Spáni hafa meðal annars valdið því að bensínstöðvar hafa orðið uppiskroppa með bensín. Mótmælin munu halda áfram næstu daga og munu því líklega hafa víð- tækari áhrif. SPÁNN ■ „Hvers vegna allt þetta fjaðrafok um mál sem er nú til meðferðar í dómstólakerfinu? Er hugsanlegt að einhverjir viðskiptajöfrar á Íslandi telji sig hafna yfir lögin?“ BJÖRN BJARNASON BJORN.IS 27. ÁGÚST 2005. ■ „Stórfrétt dagsins er að sjálfsögðu niðurstaða Hæstaréttar í kærumálinu vegna Baugs. Réttar- kerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu.“ BJÖRN BJARNASON BJORN.IS 15. OKTÓBER 2005. ■ „Vara þig á fimmtánda mars, sagði spámaðurinn við Júlíus Sesar [...] Síðar þennan dag var Sesar myrtur, árið 44 fyrir Krist. Þótt sjálfur Sesar félli fyrir morðingjahendi þennan dag, lauk ekki sögu Rómarveldis, hún hélt áfram. Um héraðsdóm í Baugsmáli í dag ætla ég ekki að ræða – jafnvel lýsing mín á staðreyndum, getur valdið uppnámi.“ BJÖRN BJARNASON BJORN.IS 15. MARS 2006. UMMÆLI RÁÐHERRA Ert þú sátt(ur) við að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur? Já 49,2% Nei 50,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að íslenska lögreglan beiti harðræði? Segðu skoðun þína á vísir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.