Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 10
10 10. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Vistvænar samgöngur FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Mannréttindadómstóll Evrópu er dómstóll á vegum Evrópuráðsins sem stofn- aður var 1950 til að fylgja eftir Mannréttindasáttmála Evrópu. Evrópuráðið er alþjóðasamtök 46 Evrópuríkja sem ætlað er að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið. Mannréttindasáttmáli Evrópu er mikilvægasti mannrétt- indasamningur sem gerður hefur verið á vettvangi Evrópuráðsins. Hann hefur haft mikil áhrif hérlendis. Meðal annars var mannréttindakafla stjórnarskrár- innar gjörbreytt 1995, að miklu leyti til að vernda betur þau réttindi sem kveðið er á um í sáttmálanum. Fáum árum áður höfðu verið gerðar grundvall- arbreytingar á íslenska dómskerfinu til að bregðast við dómi Mannréttinda- dómstólsins þar sem talið var að kerfið samræmdist ekki ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð og sjálfstæði dómstóla. Hvernig er dómurinn samsettur? Dóminn skipa 47 dómarar, einn fyrir hönd hvers aðildarríkis. Davíð Þór Björg- vinsson, prófessor í lögfræði, situr í dóminum fyrir hönd Íslands. Dóminum er skipt í fimm deildir. Hvernig er málsmeðferð fyrir dóminum háttað? Bæði einstaklingar og önnur ríki geta lagt fram kæru fyrir dómstólnum telji þeir að ríki hafi brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt Mannréttinda- sáttmálanum. Nefnd þriggja dómara tekur þá afstöðu til þess hvort kæran verði tekin til efnislegrar meðferðar af dómstólnum. Dómstóllinn getur svo kveðið upp dóma sem eru bindandi fyrir aðildarríkin. Ráðherraráði Evrópu- ráðsins er ætlað að fylgja dómum réttarins eftir. Kærum til dómstólsins hefur fjölgað mjög samfara aukinni vitund fólks um réttindi sín samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Er svo komið að töluverð bið er eftir því að fá mál tekin til meðferðar hjá réttinum. Um áttatíu þúsund mál biðu meðferðar dómstólsins í lok síðasta árs, þar af sextán frá Íslandi. Af tæplega 29.000 málum sem dómstóllinn afgreiddi á síðasta ári var rúmlega 27.000 vísað frá, eða um níutíu prósent. Nýjum viðauka við Mannréttindasátt- mála Evrópu, sem enn hefur ekki gengið í gildi, er ætlað að auka skilvirkni í meðferð mála. Hvaða áhrif hafa dómar Mannréttindadómstólsins? Til að geta leitað til Mannréttindadómstólsins verða einstaklingar að hafa tæmt réttarúrræði innanlands, það er að hafa leitast eftir því sem frekast er unnt að fá viðunandi lausn á málum sínum fyrir réttarkerfinu innanlands. Þegar niðurstaða íslenskra dómstóla er kærð til dómstólsins er ekki form- lega um áfrýjun að ræða, enda getur hann ekki breytt niðurstöðu íslenskra dómstóla. Hann getur þó dæmt ríkið til að greiða einstaklingi bætur telji hann að brotið hafi verið á réttindum einstaklings samkvæmt Mannréttindasáttmál- anum. FBL-GREINING: MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL EVRÓPU Önnum kafinn mann- réttindadómstóll RAFMAGN Á BÍLINN Nýja kerfið myndi ýta undir innflutning og notkun vistvænni valkosta í landsamgöngum. NORDICPHOTOS/AFP Mikilvægum áfanga að því marki að gera Ísland minna háð jarðefnaelds- neyti var náð nú í byrjun mánaðarins, er 111 síðna skýrsla starfshóps um „heildarstefnumótun um skattlagningu ökutækja og eldsneytis“ var birt. Starfshópurinn var skipaður full- trúum ráðuneyta fjármála, um- hverfis- og samgöngumála og sat að tillögugerðinni í meira en ár. Við vinnslu skýrslu sinnar ráð- færði starfshópurinn sig við 29 hagsmunaaðila, en samkvæmt skipunarbréfi hafði hann það hlut- verk að gera tillögur um sam- ræmda skattlagningu ökutækja og eldsneytis sem hefðu þau mark- mið að leiðarljósi að hvetja til notkunar vistvænna ökutækja, orkusparnaðar, minni losun gróð- urhúsalofttegunda, aukinnar notk- unar innlendra orkugjafa, fjár- magna uppbyggingu og viðhald vegakerfisins og þjóna áfram sem almenn tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Grunnur að lagasetningu Tillögurnar sem reifaðar eru í skýrslunni eru hugsaðar sem grunnur fyrir frekari ákvarðana- töku, svo að á grunni þeirra verði unnt að vinna frumvörp til laga. Bent er á að ýmsar tímabundnar reglugerðir um afslátt af gjöldum á vistvæn ökutæki og orkugjafa renna út um næstu áramót. Í samantekt skýrslunnar er minnt á að almennt sé litið svo á að árið 2007 hafi sögulegu hámarki verið náð í olíuframleiðslu í heim- inum. Hún fari á næstu árum minnkandi vegna takmarkaðra auðlinda. Að sama skapi hefur eftir spurn eftir olíu aukizt jafnt og þétt, ekki sízt vegna iðnvæðing- ar og hagvaxtar í Kína og á Ind- landi, og mun að óbreyttu halda áfram að vaxa. Því er spáð að þetta ójafnvægi framboðs og eftir- spurnar muni hafa í för með sér að áfram muni olíuverð hækka. „Þjóðir heimsins eru farnar að bregðast við þessum aðstæðum með ýmsum hætti og einn ríkur þáttur í því er endurskipulagning skattlagningar á ökutæki og elds- neyti með það fyrir augum að vera ekki jafn háðar jarðefnaeldsneyti og verið hefur,“ segir í samantekt- inni. Að sama skapi sé með þess- um breytingum verið að bregðast við áhrifum af völdum gróður- húsalofttegunda og reyna að draga úr losun þeirra. Mest mengandi bílafloti Evrópu Fyrir þá sem fylgzt hafa með bíla- innflutningi hingað til lands á síð- ustu árum kemur það lítið á óvart að Ísland er með langhæstu með- altalslosun koltvísýrings á hvern skráðan bíl af öllum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Þrátt fyrir að meðaltalslosunin hafi minnkað lítið eitt á síðustu árum hefur heildarlosun aukizt hér. Að óbreyttu er Ísland „afar langt frá að geta uppfyllt þau langtímamarkmið sem sett hafa verið um losun gróðurhúsaloft- tegunda frá samgöngum,“ eins og bent er á í skýrslunni. Losun grunnur skattlagningar Til að bregðast við þessari þróun ber að mati starfshópsins að grípa til ráðstafana sem eru í samræmi við alvöru málsins. Lagt er til að tengja skattlagningu í öllum fjór- um núgildandi stoðum skattlagn- ingar ökutækja og eldsneytis – stofngjalds (vörugjalds af ökutækjum), árgjalds (bifreiða- gjalds), eldsneytisgjalds (vöru- gjalda af eldsneyti og olíugjalds) og notkunargjalds (kílómetra- gjalds) – við losun á koltvísýringi (CO2). Það sé í takt við þá þróun sem nú þegar hefur átt sér stað í nágrannalöndunum. Nánar tiltekið ganga tillögurnar út á eftirfarandi: ■ Stofngjald Í stað vörugjalda á ökutæki komi losunargjald sem miðist við skráða CO2-losun í grömmum á ekinn kílómetra (sjá töflu). Undanþágur frá vörugjaldi, sem nú eru alls 35, verði einfald- aðar og þeim fækkað. ■ Árgjald CO2-losun verði lögð til grundvallar bifreiðagjaldi í stað þyngdar ökutækis. ■ Kolefnisskattur Nýr skattur, kolefnisskattur, verði lagður á jarðefnaeldsneyti og miðist hann við markaðsverð fyrir losun á tonn af koltvísýringi. Þessi skattur myndi að óbreyttu hækka verð bensínlítrans um 5 kr. og díselolíu- lítrans um 6 kr. ■ Notkunargjald Kílómetragjald á ökutæki yfir 10 tonn verði óbreytt. Í heild gera tillögurnar ráð fyrir tekjutilfærslu í skattlagningu af ökutækjum yfir á eldsneyti. Gengið er út frá því að heildar- skatttekjur ríkissjóðs verði því sem næst óbreyttar við kerfis- breytinguna, en þegar um fimm ára reynsla verði komin á hið nýja kerfi verði það endurskoðað og stillt af. Samkvæmt tillögunum er grunnur skattlagningarinnar með sameiginlega þræði þvert í gegn um allt skattkerfið, ólíkt því sem verið hefur. Að auki gera tillög- urnar ekki upp á milli ólíkra tækni- lausna vistvænna ökutækja eða vistvænna orkugjafa, en það út af fyrir sig væri mikilvæg framför frá núgildandi tímabundnu reglu- gerðum um gjaldaafslátt af til- teknum vistvænni lausnum. Ýtir undir vistvæna valkosti Þar sem þessar tímabundnu reglugerðir renna út um næstu áramót er eðlilegt að vænta þess að ný löggjöf byggð á tillögum starfshópsins geti gengið í gildi strax þá. Það vill svo til, að brátt koma á markað fyrstu fjöldaframleiddu tengil-tvinnbílarnir, það er bílar sem eru bæði knúnir með raf- magni og hefðbundnum bruna- hreyfli en bjóða upp á að rafgeym- arnir séu hlaðnir úr innstungu. Þannig útbúnir bílar gæfu fólki færi á að aka bíl sínum að stærst- um hluta á innlendu vistvænu raf- magni. Slíkir bílar myndu lenda í lægsta gjaldflokki í nýja gjaldheimtu- kerfinu og vera þannig sérlega eftirsóknarverðir, ásamt hrein- ræktuðum rafbílum, metangasbíl- um og fleiri vistvænum valkost- um. Þessi skattkerfisbreyting gæti þannig orðið upphafið að vist- vænni orkubyltingu í landsam- göngum hérlendis. Áfangi að orkubyltingu Flokkur Bil losunar CO2 (g/km) Vörugjald nú (%) Nýtt gjald (%) Hið nýja kerfi gjaldheimtu af nýjum bílum myndi valda u.þ.b. eftirfarandi verðbreytingum á mest seldu bílunum hérlendis í flokki smábíla, jepplinga og lúxusjeppa. DÆMI UM ÁHRIF NÝJA KERFISINS A 0-100 30 0 B 100-120 30 5 C 121-140 30 10 D 141-160 30 15 E 161-180 30 20 F 181-200 30/45 30 G 201-220 30/45 40 H 221-250 45 50 I Yfir 250 45 60 TILLAGA AÐ NÝJU KERFI AÐFLUTNINGSGJALDA Bifreið Verð er Verð yrði (u.þ.b.) Toyota Yaris 1,0 (beinsk. bensín) 1.980.000 kr 1.600.000 kr. Toyota Rav4 2,2 D-4D dísel 4.990.000 kr 4.000.000 kr Toyota Rav4 2,0 bensín 4.260.000 kr 4.650.000 kr Toyota Land Cruiser 200 V8 13.140.000 kr 15.000.000 kr Tamor +

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.