Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 10. júní 2008 25 Nýlega kom út fyrsta túristabókin um Ísland á finnsku. Bókina skrifaði Björgvin Hilmarsson með Satu Rämö, finnskri unn- ustu sinni. „Finnar eru mjög áhugasam- ir um Ísland,“ segir Björgvin Hilmarsson um nýja túristabók sína. Bókin er á finnsku og fjallar um Ísland. Björgvin skrifaði bókina með finnskri unnustu sinni. „Það birtast sífellt fleiri greinar um landið, menning- una og afþreyinguna. Að mínu mati eru Finnar líka langlíkastir okkur af öllum Norðurlandaþjóðunum. Finnar eru svona hálf utanveltu meðal þeirra eins og við. Ég held að áhuginn á Íslandi eigi bara eftir að aukast á næstu árum og bókin mun án efa gegna hlutverki þar og vera góð landkynning.“ Bókin er í gefin út af Image Publishing Ltd. í Helsinki sem hefur áður gefið út fjölda ferðabóka. Bækurnar þykja þær bestu þar í landi í þessum flokki og eru afar vinsælar. Bækurnar eru óvenjulegar að því leyti að þær eru ekki bara þurr upptalning á gistimöguleikum og stöðum til að skoða, heldur er einnig fjallað um menningu landins og reynt er að kafa í þjóðarsálina. Af þessum sökum eru þeir margir sem vilja lesa þær án þess að vera endilega á leið til viðkomandi lands. „Við ferðuðumst um landið í um fjóra mánuði síðasta sumar auk þess að vera um tvo mánuði í kringum jólin,“ segir Björgvin. „Fórum um landið þvert og endilangt, ókum um 14.000 kílómetra og gengum heilmikið um hálendi sem láglendi. Styrkur bókarinnar er sá að við sjáum hlutina bæði frá sjónarhóli útlendingsins og heimamannsins og náum þannig meiri dýpt. Ég gat útskýrt hluti sem margir útlendir ferðabókahöfundar misskilja eða ná aldrei að fjalla um og Satu gat bent mér á hluti sem ég sá ekki vegna þess hversu náinn ég er eigin samfélagi. En í stuttu máli þá eru flestar upplýsingar í bókinni frá fyrstu hendi, efnis aflað af okkur á ferð um landið í samtölum við fólk. Í bókinni eru líka viðtöl við ýmsa Íslendinga og má þar sem dæmi nefna Vigdísi Finnbogadóttur, Andra Snæ og Vigdísi Grímsdóttur.“ Björgvin vonar að Finnarnir fjölmenni til Íslands í sumar. „Ég held að bókin sé kærkomin og ég veit að eftir henni hefur verið beðið. Svo er evran svo stöndug miðað við krónuna að næsta sumar verður líklega ódýrasta sumarið í langan tíma á Íslandi fyrir fólk sem hefur evrur á milli handanna.“ gunnarh@frettabladid.is Finnar líkastir okkur af Norðurlandaþjóðunum ÍSLAND FRÁ SJÓNARHÓLI HEIMAMANNS OG GESTS Björgvin Hilmarsson og Satu Rämö ferðuðust vítt og breitt í efnisöflun. MONDO MATKAOPAS ISLANTI Allt sem þú vilt vita um Ísland á finnsku. NÝR RITSTJÓRI Erlingur Grétar Einarsson tók sér leyfi frá Listaháskólanum til að ritstýra Myndum mánaðarins. Hann ætlar að hafa meira af viðtölum en slúðri í blaðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég tók við starfinu um miðjan maí eftir að fyrri ritstjóri tímaritsins flutti til útlanda,“ segir nýr ritstjóri Mynda mánað- arins, Erlingur Grétar Einarsson. Líkt og glöggir lesendur hafa tekið eftir hefur tímaritið Myndbönd mánaðarins tekið nokkrum breytingum og fengið bæði nýtt útlit og nafn og heitir nú Myndir mánaðarins. Hinn nýi ritstjóri tímaritsins, Erlingur Grétar, segir að það eigi eftir að koma betur í ljós hvort blaðið taki frekari breytingum. Hann telur þó að kvikmyndahluti blaðsins bjóði upp á ýmsa möguleika og það stendur til að gera hann að öflugu kvikmyndablaði þar sem áherslan verði á skemmtileg viðtöl en ekki á slúður. ,,Þetta verður almennt kvikmyndablað fullt af viðtölum og fréttum úr kvikmyndaheiminum. Þetta verður jafnframt fyrsta kvik- myndablaðið á Íslandi,“ segir Erlingur um hið nýja tímarit. Myndir mánaðarins hefur verið gefið út mánaðarlega síðastliðin þrettán ár og fæst ókeypis á öllum myndbandaleigum. Á meðan Erlingur gegnir ritstjórastarfinu hefur hann ákveðið að taka sér námsleyfi frá Listaháskóla Íslands þar sem hann stundaði nám. Erlingur hefur einnig stundað nám í ensku og kvikmyndafræði við Háskóla Íslands og skrifar kvikmynda- gagnrýni fyrir tímaritið Mónitor. - sm Fleiri viðtöl og minna slúður Götublaðið Grapevine heldur upp á fimm ára afmæli sitt á föstu- daginn með því að gefa út sérstakt afmælisblað. „Þema blaðsins er talan fimm og því fengum við fimm gestaritstjóra,“ segir Sveinn Birkir Björnsson, ritstjóri Grapevine. „Þeir ritstýra fimm blaðsíðum hver og fjalla um töluna fimm út frá ýmsum sjónarhornum.“ Gestaritstjórarnir eru Pétur Blöndal, blaðamaður á Moggan- um, myndlistarkonan Sara Riel, ljósmyndarinn Silja Magg, Bergur Ebbi Benediktsson úr Sprengjuhöllinni og Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang. Á afmælinu verður einnig kynnt til sögunnar nýtt útlit á blaðinu, ný heimasíða og nýtt lógó. Sveinn Birkir er þriðji ritstjóri Grapevine, tók við af Bart Cameron fyrir tveimur árum. Rithöfundurinn Valur Gunnarsson var fyrsti ritstjórinn. „Mesta breytingin er að fólk þekkir blaðið núna,“ segir Sveinn Birkir. „Þegar ég hringdi í fólk fyrir tveimur árum þurfti ég alltaf að nota fyrstu fimm mínútur samtalsins í að útskýra fyrir því hvað Grapevine væri.“ - glh Fimm rit- stjórar á Grapevine FIMM ÁRA AFMÆLI Í NÆSTU VIKU Sveinn Birkir Björnsson, ritstjóri Grape- vine. TOPP FIMM Á ÍSLANDI AÐ MATI BJÖRGVINS OG SATU 1. Taka sundprett eða liggja bara í leti í náttúrulegri heitri laug. 2. Gönguferð um hálendið, Laugavegurinn er heims- klassagönguleið og svæðið í kringum Borgarfjörð eystri er frábært til gönguferða. 3. Kíkja á nokkur af hinum afar sérstæðu söfnum sem finna má á Íslandi. Galdrasafnið á Hólmavík kemur fyrst upp í hugann. 4. Við mælum sérstaklega með því að fólk kíki á ein- hverja smábæjarhátíð úti á landi og get ég nefnt Aldrei fór ég suður á Ísafirði sem gott dæmi. 5. Í Reykjavík mælum við með Kaffibarnum ef fólk vill út á lífið og svo má ekki klikka á að fá sér eina með öllu! Borgarbúar og bæjargestir! og allir í fjölskyldunni fá ókeypis dagpassa í hverri heimsókn í heilt ár. Góða skemmtun! Nú kostar fjölskylduárskortið bara12.500 krónur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hafrafelli v/Engjaveg 104 Reykjavík Sími: 5757 800 Opið alla daga 10.00 – 18.00 www.mu.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.