Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 24
 10. JÚNÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● norðurland Háskólabúðir þar sem áhersla er lögð á íslenska menningu og náttúru verða starfræktar í Svartárkoti í Bárðardal. Ætlunin er að reisa í Svartárkoti alþjóðlegt rannsókna- og kennslu- setur. Hugmyndin að háskólabúð- unum kviknaði árið 2005 hjá Við- ari Hreinssyni, framkvæmda- stjóra ReykjavíkurAkademíunnar, og var félagið – Svartárkot, menn- ing náttúra – stofnað utan um hug- myndina. Bærin Svartárkot er efsti byggði bær í Bárðardal og á „mörkum menningar og óbyggða“ eins og verkefnisstjórar kom- ast að orði, en þar sem ræktuðum túnum sleppir taka Ódáðahraun og miðhálendi Íslands við. Staður- inn þótti því forvitnilegt viðfangs- efni í nútíma menningarfræðum. Komið var á vinnuhóp heima- manna og aðila frá Reykjavíkur- Akademíunni, Þekkingarsetri Þingeyinga og Ferðamálasetri Ís- lands til að þróa verkefnið í sam- vinnu við fleiri. Sigurlína Tryggvadóttir ólst upp í Svartárkoti og er ein þeirra sem hafa umsjón með verkefninu. „Markhópurinn er fyrst og fremst erlendir háskólar og síðasta sumar buðum við hóp af háskólakenn- urum frá ýmsum löndum á kynn- ingarnámskeið. Það tókst vonum framar og nú er fyrsti nemenda- hópurinn kominn í hús,“ segir Sigur lína. Hún segir töluverðar kröfur gerðar til þess efnis sem þau bjóða upp á en nemendurnir fá námskeiðin metin til eininga. „Námskeiðin hjá okkur verða bæði á fyrirlestraformi og einnig verður farið í skoðunarferðir. Þarna er ætlunin að skoða menn- ingarlega sögu, bæði bárðdælska menningu og svo íslenska menn- ingu í alþjóðlegu samhengi í tengslum við náttúruna.“ Hópurinn á fyrsta námskeið- inu kemur frá Edinborg og stund- ar nám í mannvistarlandfræði. Kennarar á námskeiðinu eru meðal annarra Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, Edward H. Huijbens frá Ferða- málasetri Íslands og Viðar Hreins- son frá ReykjavíkurAkademíunni. Fleiri aðilar munu einnig kynna svæðið og starfsemi stofnana á svæðinu. Að sögn Sigurlínu verð- ur meðal annars farið með hópinn í skoðanaferðir í Jökulsárgljúfur og í hvalaskoðun. Í framtíðinni er ætlunin að bjóða upp á fleiri nám- skeið, meðal annars landbúnaðar- kúrsa, og fara þá með hópana í göngur og réttir. „Við munum bjóða upp á sam- setta pakka en svo höfum við ákveðinn sveigjanleika ef um- sækjandann langar að gera eitt- hvað sérstakt. Svo munum við opna sögusýninguna „Útilegu- menn í Ódáðahrauni“ á Kiðagili, 17. júní klukkan 14, sem lið í að gera staðarmenninguna enn sýni- legri.“ - rat Á Gamla-Bauk á Húsavík verður boðið upp á fönk-pönk-jazz um helgina en ástralska hljómsveitin Hoodangers mun spila þar á föstu- dagskvöld 13. júní. Hljómsveitin er á tónleikaferð um Evrópu og mun meðal annars koma fram á Jazzhátíðinni í Kaupmannahöfn síðar í sumar. Veitingastaðurinn Gamli- Baukur er þekktur fyrir hressilega stemningu en húsið stendur niðri við höfn á Húsavík. Það var reist sem sýslumannsbústaður árið 1843 en veitingarekstur hófst þar árið 1883 og fékk húsið þá nafnið Bauk- urinn. Árið 1904 lagðist veitinga- rekstur þar af. Veitingahús var opnað aftur í Gamla-Bauk fyrir tíu árum og byggt við húsið. Til stendur að halda ýmsa tón- leika í húsinu í sumar. Þannig mun dúettinn Kling og Bang koma þar fram 12. júní, The Hoodangers spila hinn 13. júní eins og fyrr sagði og kvöldið eftir leikur hljóm- sveitin Vítamín á balli. Nánari upplýsingar um dagskrá staðarins má finna á síðunni www. gamlibaukur.is. - rat Fönk-jazz á Bauknum Veitingastaðurinn Gamli-Baukur á Húsavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nemendurnir eru við nám í mannvistarlandfræði í Edinborg og munu kynnast íslenskri náttúru á námskeiðinu. MYND/MAGNÚS SKARPHÉÐINSSON Háskólanám í Svartárkoti Fyrstu stóru ferðahópar sumars- ins koma að Fosshóli í Þingeyjar- sýslu í dag 10. júní, því hand- verksmarkaðurinn þar er einn af föstum viðkomustöðum farþega- hópa af skemmtiferðarskipum sem leggjast að bryggju á Akur- eyri. „Þetta eru Englendingar og Þjóðverjar af skipunum Monu Lisu og Oriönu. Það eru 1900 hundruð manns á öðru skipinu og 750 á hinu svo þetta verður líf- legt,“ segir Guðrún Petrea Gunn- arsdóttir, afgreiðslustúlka á Foss- hóli. Hún segir þingeyskar konur vinna vel að vetrinum til að hafa nóg að selja á sumrin enda veiti ekki af. „Lopapeysur og vesti eru það vinsælasta, líka húfur og vettlingar, einkum þegar kalt er,“ upplýsir hún og segir allt upp í 3.000 manns vera væntanlega af skemmtiferðaskipum á einum degi í sumar, fyrir utan lausa- traffíkina sem oft er drjúg. - gun Fyrstu hóparnir mæta Á Fosshóli er handverksmarkaður, greiðasala og gistiþjónusta. Brúin frá 1930 hefur verið gerð að göngubrú. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Margt er á döfinni á Norðvestur- landi í sumar. Má þar nefna Húna- vöku, sem stendur yfir á Blöndu- ósi helgina 11. til 13. júlí. Fjöl- skylduskemmtun, kvöldvaka og dansleikur eru meðal þess sem er í boði. Þá verður Landbúnaðarsýningin og bændahátíðin Sveitasæla haldin helgina 15. til 17 ágúst. Þemað þetta árið er íslenski hest- urinn. Sýningin er haldin í reið- höllinni Svalastöðum við Sauð- árkrók. Stefnt verður að því að kynna allt mögulegt sem tengist hestamennsku og landbúnaði. Kántrýdagar verða haldnir 15. til 17. ágúst á Skagaströnd. Kántrý- hátíðin hefur færst úr verslunar- mannahátíð yfir í bæjarhátíð þar sem bærinn er skreyttur, aðflutt- ir koma heim og eiga góðan tíma saman. Allir eru velkomnir. Nánar á www.northwest.is - stp Kvöldvökur og kántrýdagar Það er alltaf mikið fjör á Kántrýdögum. MYND/FEYKIR Flugsafn Íslands, Akureyrarflugvelli • flugsafn@flugsafn.is • 600 Akureyri • Sími: 461 4400 www.flugsafn.is Flugsafn Íslands verður opið í júní, júlí og ágúst, alla daga vikunnar frá kl. 13 til 17 og eftir samkomulagi. Hópar velkomnir. Hin árlega Flughelgi Flugsafnsins verður á Akureyrarflugvelli helgina 21. og 22. júní.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.