Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 26.06.2008, Qupperneq 18
18 26. júní 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 466 1997 2000 2004 2008 Útgjöldin > Kílóverð á ýsuflökum 796 855 1094 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Kaffibollinn á Te og kaffi er næstum fjórðungi dýrari en á Prikinu og Café Konditori Copenhagen. Á Prikinu og Café Konditori kostar bollinn 250 krónur en hjá Te og kaffi í versluninni Eymundsson í Austurstræti er verðið 320 krónur. Munurinn á kaffi latte er svipaður en ódýrasti bollinn, af þeim stöðum sem verðið var skoðað hjá, er hjá Café Konditori á 300 krónur á meðan Kaffitár verðleggur hann á 380 krónur. Gosið er þó ódýrast hjá Te og kaffi en þar er flaskan á 170 krónur en á Café París kostar gosið næstum því helmingi meira; þar er dýrasta flaskan á 300 krónur. Verðmunur á meðlæti er einnig nokkuð mikill. Vafflan á Hressó kostar 650 krónur en á Café París er hún tvö hundruð krónum ódýrari, á 450 krónur. Það skal þó tekið fram að vafflan á Hressó er sögð belgísk. Á Café París má fá tvær gerðir af súkkulaðikök- um sem hvor um sig kostar 690 krónur. Á Prikinu kosta þær hins vegar 550 krónur. Það er því úr vöndu að ráða þegar velja á kaffihús í veðurblíðunni í Reykjavík. - hþj Verð á kaffi og kökum á kaffihúsum í Reykjavík skoðað: Kaffið dýrast hjá Te og kaffi VINSÆL KAFFI Það er ekki bara kaffi sem fæst á kaffihúsum. Gosið er ódýrast hjá Te og Kaffi, en dýrast á Café París af þeim kaffihúsum sem verðið var skoðað hjá. ■ Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona þvær grænmeti og ávexti upp úr mat- arsóda áður en þeirra er neytt. „Ég hef áhyggjur af mikilli eiturefnanotkun við ræktun á ávöxtum og grænmeti og reyni því að þvo vel það sem ekki er lífrænt ræktað,“ segir Ragnheiður. „Ég legg grænmetið og ávextina í bleyti með matarsóda í dágóða stund og þurrka síðan með góðu handklæði,“ segir Ragnheiður. „Samviskan er betri þegar ég borða eftir að þetta hefur verið gert.“ Ragn- heiður reynir að koma þessu við með ávexti og grænmeti sem ekki er hægt að flysja, svo sem epli, ber og paprikur. GÓÐ HÚSRÁÐ ÞVÆR MEÐ MATARSÓDA „Bestu kaup sem ég hef gert voru jakkaföt sem ég keypti þegar ég var aðeins sextán ára,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. Þau voru sérsaumuð af Andrési klæðskera og eru að sögn Geirs bestu og fallegustu föt sem hann hefur eignast. Hann bætir við að hann klæðist yfirleitt jakkafötum frá degi til dags og hafi gert frá unga aldri. „Ég stækkaði nú fljótt eftir kaupin en þau stækkuðu með mér í örlítinn tíma. Ég hef aldrei fengið eins góð föt.“ Þau voru svo góð að Geir náði að selja fötin til góðs manns að hans sögn eftir nokk- urra ára notkun á ágætis verði. Bæði bestu og verstu kaup Geirs Jóns eru jakkaföt enda er hann mikill jakkafatamaður. „Jakkföt koma einnig upp í hugann þegar ég hugsa um verstu kaup sem ég hef gert en þau keypti ég í sér- stakri verslun fyrir stóra menn.“ Hann segir fötin hafa passað vel en byrjuðu þó fljótt að krumpast mikið. „Rassinn á buxunum rifnaði eftir mjög litla notkun og voru ónothæf eftir það. Kannski eru efnin lélegri í dag en þau voru hér áður fyrr þegar ég keypti góðu jakkafötin,“ bætir Geir Jón við að lokum. NEYTANDINN: GEIR JÓN ÞÓRISSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN Botninn rifnaði eftir litla notkun Það er óþægileg tilfinning að koma að sumarhúsi sínu eftir veturinn og sjá að þar hefur verið brotist inn. Það þekkja margir sumarhúsa- eigendur af eigin raun. Þó er hægt að sporna við óöld- inni með því að verja bústað sinn vandlega. Reglulega heyrast fregnir af inn- brotum í sumarbústaði. Innbúi er þá oftast stolið en einnig hefur fólk orðið fyrir því að misyndis- mennirnir hafi notað húsið yfir lengri tíma sér til skemmtunar. Bæði Securitas og Öryggismið- stöðin bjóða sumarhúsaeigendum upp á þjónustu sem á að tryggja öryggi bústaðanna. Ómar Örn Jónsson, markaðs- stjóri Öryggismiðstöðvarinnar, segir það nánast óþekkt að brotist sé inn í bústaði með þjófavarnar- kerfi. „Um leið og skynjarinn fer í gang tengist hann stjórnstöðinni og þá vitum við strax að farið hefur verið inn í bústaðinn. Þá er stutt í að einhver komi á vett- fang.“ Öryggismiðstöðin býður upp á þjónustuna Sumarhúsaöryggi og er grunnpakkinn fyrir meðalstærð af bústað á 2.980 krónur. Í pakkan- um eru límmiðar og hreyfi-, vatns- og reykskynjarar sem tengdir eru við stjórnstöð Öryggismiðstöðvar- innar í gegnum boðsendi. Hægt er að bæta skynjurum við en þá bæt- ast 250 krónur fyrir hvern auka- skynjara við mánaðargjaldið. Mánaðargjald á Sumarhúsavörn Securitas er 3.500 krónur. Boðið er upp á innbrots- og brunaviðvör- unarkerfi sem byggist einnig á boðflutningi. Þá geta eigendur valið hvort þeir fara sjálfir á vett- fang eða senda Securitas fyrir sig en það kostar 4.500 krónur. Staðalbúnaður er reykskynjari, hurðanemi, hreyfiskynjari, lykla- borð, stjórnstöð og límmiðar. Þor- steinn G. Hilmarsson, markaðs- stjóri Securitas, segir mikilvægt að minnast þess að sumarhús hafa mikið gildi. „Þessi hús eru annað heimili margra og fólki finnst aðkoman oft mjög erfið eftir inn- brot. Þetta er aðför að einkalífi þess og skiljanlegt að það hugsi um að verja sig betur.“ Auðvelt er að setja kerfin frá báðum fyrirtækjum upp sjálfur, en einnig er hægt að fá uppsetn- ingu gegn gjaldi. helgath@frettabladid.is Færri innbrot í sumarbústaði með þjófavörn ANNAÐ HEIMILI Sumabú- staðir eru oft notaðir allt árið. Sumarvörn Securitas Grunnpakki: 3.500 krónur Viðbætur: 3.500-5.000 krónur fyrir hvern skynjara Vitjun við innbrot: 4.500 krónur Aðstoð við uppsetningu: Samn- ingsatriði Sumarhúsaöryggi Öryggismiðstöðvarinnar Grunnpakki: 2.980 krónur Viðbætur: 300 króna leiga á hvern skynjara Vitjun við innbrot: 20.000 krónur Aðstoð við uppsetningu: Samn- ingsatriði KOSTNAÐUR VIÐ ÖRYGGISPAKKA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.