Fréttablaðið - 26.06.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 26.06.2008, Síða 36
 26. JÚNÍ 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Skagfirðingurinn Sesselja Tryggvadóttir hefur unnið á virkjunarsvæðinu fyrir austan í fimm ár, lengst af sem starfs- maður Arnarfells en nú hjá Ístaki. „Ég byrjaði uppi í Kárahnjúkum 2003. Var að keyra trukk til að byrja með. Fór svo á vinnuvélanámskeið og síðan hef ég gripið í þau tæki sem þörf er á hverju sinni. Það er ekki hægt annað í jarðgangagerð.“ Hvað varstu að vinna áður? „Ég var tólf ár samfellt í fiski en er búfræðingur að mennt og byrj- aði búskap á Hofsvöllum í Lýtings- staðahreppi. Sem betur fer hætti ég, því það er ekki bjart hjá sauð- fjárbændum í dag.“ Ég geri ráð fyrir að þú hafir kunn- að á dráttarvélarnar. Varstu líka á tækjum í frystihúsinu? „Já, ég vann nánast öll störf þar. Það er ljósi punkturinn í þeirri vinnu að geta aðeins skipt um handtök.“ Það eru ekki margar stúlkur sem endast eins lengi og þú í svona fjallavinnuflokki. „Nei, ég veit ekki um neina. En þær hafa nokkrar komið og farið. Eink- um til að keyra bíla og búkollur.“ Er það léttast? „Ég veit það nú ekki. Það er kannski bara eðlilegt framhald af því að flestir eru með bílpróf. Ég veit satt að segja ekki af hverju konur eru ekki meira í þessum störfum.“ Eru engin átök við þetta? „Nei, ekki á vélarnar. En jarðganga- gerðin getur verið bölvað puð.“ Þú hefur manninn með þér. „Já, ég fann hann hér á fjöllum. Hann er frá Ólafsfirði og heitir Stefán Marinósson. Er gott fyrir sambandið að vera saman allan sólarhringinn? „Ja, það hentar okkur vel og við höfum þá frí saman líka.“ Áttu einhver börn? „Ég á tvær stálpaðar stelpur frá fyrra hjónabandi. Sú yngri var hér á valtara í fyrrasumar. Hún er bæði komin með vinnuvélaréttindi og meirapróf.“ Svo áhuginn leggst í ættir? „Ég segi að þetta sé sjálfsbjargar- viðleitni. Stelpur eiga ekkert að vera að hanga inni í sjoppum fyrir skítalaun þegar annað betra er í boði.“ Færð þú sömu laun og karlarn- ir? „Já, já, og er þokkalega sátt við þau. Við vinnum í tíu daga, 12 tíma á sólarhring frá sjö til sjö og skipt- umst á að taka dagvaktir og næt- urvaktir. Svo fáum við frí í fimm daga. Þá förum við norður.“ Nú sér fyrir endann á þessu verki. Veistu hvað tekur þá við hjá þér? „Nei, og hef engar áhyggjur af því. Ég verð kannski bara fín frú með naglalakk og fer að afgreiða í búð.“ - gun Verð kannski bara fín frú með naglalakk Sesselja Tryggvadóttir grípur í þau tæki sem þarf á Kárahnjúkum. Hún segir jarðgangagerðina geta verið bölvað puð. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNÞÓRA Vörumiðlun á Sauðárkróki var að fá tvo nýja vagna í tækjaflot- ann sinn. „Annar er vagn frá Ekeri. Þetta er fyrsti kælivagninn okkar frá því fyrirtæki. Hann er tíu metra langur og 2,6 metrar á breiddina. Vagninn er með heilhliðaopnun og fullkomnustu kæli- og frystivél sem völ er á í dag,“ segir Baldur Ingi Baldurs- son, verkstjóri hjá Vörumiðlun, sem er framarlega í þessum tækjabún- aði á Íslandi. „Það er mögulega eitt annað fyrirtæki á Íslandi með svona vagn. Við getum flutt allt milli him- ins og jarðar í þessu og erum til dæmis mikið að flytja matvæli í vagninum.“ Vagn- inn frá Ekeri er með mjög góðan búnað og er afar vönduð smíði. „Þetta er bara hrein aukning hjá okkur, við áttum þrjá vagna af þessari stærð fyrir.“ Vagninn má vera 24 tonn í heildarþunga þó að hann sé skráður á þrjátíu tonn hjá verksmiðjunni. „Það nýtist okkur ekki hér því vagninn má aðeins flytja þrettán tonn samkvæmt íslenskum reglugerðum.“ Hinn vagninn er þriggja öxla beislisvagn frá Fliegl. „Beislis- grindin er fyrir fjörutíu feta gáma eða tvo tuttugu feta. Burð- argeta er 32.500 kíló þó að heildarvigtin sé 40.000 kíló. Þetta er þriðja gámagrindin sem Vörumiðlun fær frá Fliegl. Nýtt er vissulega alltaf betra.“ - mþþ Nýtt er alltaf betra Vörumiðlun var að fá 3 öxla beyslivagn frá Fliegl. MYND/ÞORSTEINN F. GUÐMUNDSSON Fyrsti kælivagninn sem Vörumiðlun fær frá Ekeri.MYND/ÞORSTEINN F. GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.