Fréttablaðið - 26.06.2008, Page 78

Fréttablaðið - 26.06.2008, Page 78
50 26. júní 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. löngun, 6. klukka, 8. skjön, 9. gagn, 11. þófi, 12. snjóhrúga, 14. drabb, 16. mun, 17. beiskur, 18. skörp brún, 20. skóli, 21. pottréttur. LÓÐRÉTT 1. áfengisblanda, 3. þys, 4. milligerð, 5. blekking, 7. heimilistæki, 10. mál, 13. framkoma, 15. slabb, 16. ílát, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. lyst, 6. úr, 8. ská, 9. nyt, 11. il, 12. skafl, 14. slark, 16. ku, 17. súr, 18. egg, 20. ma, 21. ragú. LÓÐRÉTT: 1. púns, 3. ys, 4. skilrúm, 5. tál, 7. ryksuga, 10. tal, 13. fas, 15. krap, 16. ker, 19. gg. „Ég er með glútenóþol svo ég fæ mér yfirleitt glútenlaust múslí eða honey poppies úr quinoa með rísmjólk út á.“ Dina Akhmetzhanova, framkvæmdastjóri heildsölu Yggdrasils. „Er staðfest að þetta sé Dorrit? Þetta er líkt henni en ég útiloka ekki að þetta sé tvífari hennar,“ segir Vilhjálmur Örn Vilhjálms- son fornleifafræðingur. Frétt um að líklega hafi Dorrit Moussaieff forsetafrú setið nakin fyrir hjá listakonunni Natöshu Archdale fór sem eldur í sinu um Netheima í gær. Fréttin kom í kjölfar þeirra tíðinda að Dorrit hefði keypt nektarmynd eftir Natöshu til að gefa í sextugsaf- mælisgjöf. Skúbb er hugtak innan blaða- mennskunnar sem felur það í sér að vera fyrstur með fréttirnar og um hríð var á huldu hver „átti“ fréttina. Bloggskrif Andrésar Jónssonar almannatengils eru lýsandi fyrir leitina að skúbbar- anum: Vísi, Monitor og … „… svo hafði ég samband við Andrés og sagði að ég hefði fyrst séð þetta hjá Vilhjálmi,“ segir Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Monitors. „En Vilhjálmur á þetta. Algerlega. Flott hjá honum. Skemmtileg færsla og magnað skúbb,“ segir Atli Fannar. Vilhjálmur Örn er búsettur úti í Danmörku. Hann hefur verið búsettur þar helming ævi sinnar eða í 24 ár, þar sem hann hefur sinnt fræðigrein sinni. En hann er í augnablikinu atvinnulaus sem gefur honum svigrúm til að garfa á Netinu. „Nú? Ég er að frétta frá þér að þetta sé skúbb. Nei, ég hef ekki lagt mig eftir því að „skúbba“ og hef aldrei starfað sem blaðamað- ur. Ætli það sé eitthvað laust?“ spyr Vilhjálmur. En hvað kom til að Vilhjálmur rakst á þessa mynd sem finna má á netsíðu Natöshu? Hann segist garfa í ýmsu sem fornleifafræðingur. „Ég er hrif- inn af gömlum og fallegum hlut- um eins og forsetinn. Og þetta segi ég ekki niðrandi heldur þvert á móti. Íslendingar eiga eina glæsilegustu forsetafrú í heimi. En, ég er einmitt mikill stuðnings- maður Dorritar og þegar ég sá þessa frétt fékk ég þessa flugu. Hlýtur Dorrit ekki að hafa setið fyrir líka? Og ætli Ólafur hafi gleymt að ná í myndina?“ spyr Vilhjálmur og vísar til þess að fyrirmenni geri þetta gjarnan – að eiginkonurnar sitji fyrir naktar. „Ef þetta er Dorrit á evuklæðum fyrir framan Tösku- og hanska- búðina er það ekkert til að skamm- ast sín fyrir nema síður sé.“ Ekki tókst að ná í Örnólf Thors- son forsetaritara í gær til að fá staðfest að Dorrit sé módelið á myndinni. Sé vitnað í Andrés almannatengil: „Ef Örnólfur Thors vill þiggja PR-ráð frá mér, þá myndi ég bara staðfesta strax að myndin sé af Dorrit. Ekkert að þessari mynd. Óþarfi að fjölmiðl- arnir séu með getgátur um hana í allan dag.“ jakob@frettabladid.is VILHJÁLMUR ÖRN: ER MIKILL STUÐNINGSMAÐUR FORSETAFRÚARINNAR Fornleifafræðingurinn sem fann Dorrit á Evuklæðum Guðbjörg Eggertsdóttir opnaði nýverið barnafataverslunina Litlu kistuna á Laugavegi. Þar er meðal annars hægt að fá föt úr lífrænni bómull, bambus og sojabaunaefni. „Þetta hefur fengið mjög góðar viðtökur,“ segir Guðbjörg. „Ég var búin að halda úti vefverslun, á litla- kistan.is, í ár áður en ég opnaði og ég fann fyrir gífurlegum áhuga þar,“ segir hún. Guðbjörg segir þessi óvenjulegu efni afar þægileg. „Þau eru eigin- lega eins og ullin, hitastillandi og eyða lykt og eru svona líkari húð- inni en önnur efni. Þau eru miklu mýkri, eins og það sé meiri raki í þeim,“ útskýrir Guðbjrög. „Maður finnur til dæmis alveg muninn á lífrænni bómull og venjulegri. Hún andar meira og manni líður betur í henni,“ segir Guðbjörg, sem segir fólk oft ekki átta sig á því hversu mikil eiturefni eru notuð við rækt- un bómullar. „Það er rosalega mikið magn af skordýraeitri og aflaufgunarmiðlar og fleira. Svo eru oft notuð sterk efni við vinnsl- una á bómullinni og að lokum notuð litarefni sem eru búin til úr málm- um og olíum. Þetta er alltaf að verða meira og meira,“ útskýrir hún. „Í rauninni er þetta bara blóm. Bómullin er ræktuð eins og græn- meti. Flestir vita hvað það er mikil eiturefnanoktun í grænmetisrækt- un, enda hafa margir skipt yfir í lífrænt ræktað grænmeti á síðustu árum,“ bendir Guðbjörg á. Í sama húsnæði og Litla kistan er að finna kvenfataverslunina Töru, þar sem hægt er að nálgast þýska hönnun úr afar mjúkri, tyrkneskri bómull fyrir þá sem öfunda börnin af bambusklæðunum. - sun Barnaföt úr bambus og soja ÓVENJULEG FÖT Guðbjörg Eggertsdótt- ir í Litlu kistunni selur meðal annars barnaföt úr lífrænni bómull, bambus og sojabaunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á göngu í Þingholtunum fær maður oft á tilfinninguna að maður sé staddur í litlu sjávarþorpi frekar en í miðborg Reykjavíkur. Gömlu bárujárnshúsin kúra hvert upp við annað í þröngum götum, þar er enn að finna hverfisverslun þar sem fastakúnnar eru í reikning og þar er einnig lítil fiskbúð sem selur fisk upp á gamla mátann. Þeir sem leggja leið sína í fiskbúðina við Freyjugötu reka eflaust margir hverjir upp stór augu þegar inn er komið af því að þar má oft sjá tvo ketti sem liggja í makindum sínum á gólfinu. Hjónin Þóra Egilsdóttir og Einar Steindórsson hafa rekið fiskbúðina síðustu sautján árin og segja þau læðurnar vera miklar vinkonur þeirra. „Þær búa hér í nágrenninu og eru mættar á undan okkur á morgnana. Svo eru þær hjá okkur yfir daginn og passa búðina og fá smá fiskbita að launum. Okkur finnst ósköp notalegt að hafa þær hérna,“ segir Þóra. Hún segir að í fyrrasumar hafi kettirnir meira að segja staðið vaktina þrátt fyrir að verslunin væri lokuð vegna sumarfrís þeirra hjóna. „Það vogar sér enginn annar köttur hingað inn, þær eiga staðinn alveg einar,“ segir Þóra. Það eru þó ekki aðeins kettirnir sem gera fiskbúðina einstaka því vöru- úr valið er heldur „gamaldags“ líkt og Þóra orðaði það, „Við leggjum áherslu á ferskt og ómengað hráefni og erum því ekki með mikið af tilbúnum fisk- réttum. Við bjóðum þó upp á plokkfisk, fiskibollur og alltaf einn fiskrétt í sósu.“ - sm Kettir vakta fiskbúð VILHJÁLMUR ÖRN VILHJÁLMSSON Forleifafræðingingurinn í Danmörku er „skúbbari vikunnar“ þar til annað sannara reynist. MYND NATÖSHU ARCHDALE Sé þetta Dorrit á Evuklæðum fyrir framan Tösku- og hanskabúðina er það ekkert til að skammast sín fyrir, segir Vilhjálmur. NOTALEGUR FÉLAGSSKAPUR Þóra Egilsdóttir í fiskbúðinni við Freyjugötu ásamt öðrum kattanna sem passa upp á búðina fyrir eigendurna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stjörnuparið Þóra Sigurðardóttir, úr Stundinni okkar, og Völundur Snær kokkur eign- uðust son í fyrrakvöld. Svo skemmti- lega vill til að drengurinn kom í heiminn á brúð- kaupsafmæli þeirra, en þau gengu í hjónaband fyrir tveimur árum. Fjöldapóstur frá óljósum byrjun- arreit dældist inn á rafpósthólf landsmanna í gær. Þar voru neytendur hvattir til að kaupa sér bensín alls staðar annars staðar en hjá Skeljungi og N1. Ef enginn myndi kaupa af þessum tveimur söluaðilum myndi bensínið lækka og alvöru samkeppni komast á. Olís og Atlantsolía eru eflaust him- inlifandi með framtakið. Hljómsveitin Mot- ion Boys sendir sitt fjórða lag í spilun á föstu- daginn, „Queen of Hearts“. Eldri lög sveitarinnar hafa verið vinsæl og má búast við að fyrsta stóra platan, sem Sena gefur út í haust, eigi eftir að stimpla bandið rækilega inn. Mannabreyt- ingar hafa átt sér stað hjá Motion Boys, bæði Viddi bassaleikari og Árni plús Einn hafa horfið til ann- arra starfa. Eftir eru Birgir Ísleifur, Gísli Galdur, Bjössi í Mínus og Tobbi í Dr. Spock. Þeir hamast nú við að klára plötuna í Gróðurhúsinu með Valgeiri Sigurðssyni og nota blaut handklæði á trommusettið til að ná rétta sándinu. Eyjólfur Eyvindarson, betur þekktur sem „afi rappsins“ eða Sesar A, er nú snúinn aftur á klak- ann eftir fjögurra ára nám á Spáni. Þar nam hann bæði spænska kvikmyndasögu og mið- jarðarhafseldamennsku. Sesarinn kom heim með plötuna Of gott, sem er hans þriðja plata, og miðlar nú hæfileikum sínum við pottana á Kaffi Sólon. -glh FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á blaðsíðu 8 1 315. 2 Gröfin Open. 3 6,7 milljarða.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.