Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Andri Rafn Ingason flytur ásamt fjölskyldunni til Danmerkur í haust og byrjar þá í grunnskóla. Andri Rafn Ingason er fjörugur og skem i sex ára strákur sem áÍ h „Ég ætla kannski að fara að læra fótbolta í Dan mörku; mig langar það rosalegsvo gama í f Hlakkar til að læra dönsku og spila fótbolta Andri Rafn hlakkar mikið til að flytja til Danmerkur í haust þar sem hann sest á skólabekk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GAMAN Á ÁSTJÖRNFjöldi barna sækir sumar-búðirnar á Ástjörn heim á hverju sumri. BÖRN 2 FJALLGANGA FYRIR BYRJENDUR Bjarki Sverrisson, göngu-garpur gefur góð ráð. FERÐIR 3 HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA BÖRN GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 2. júlí 2008 — 178. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG 26 79 / IG 07 Þú færð IG-veiðivörur á næstu Þjónustustöð ANDRI RAFN INGASON Hlakkar til að setjast á skólabekk í Danmörku • börn • ferðir ALLT Í MIÐJU BLAÐSINS NEYTENDAMÁL Aukin umfjöllun verður um neytendamál í Frétta- blaðinu frá og með deginum í dag. Á tímum þegar kreppir að er nauðsynlegt að almenningur sé meðvitaður um útgjöld heim- ilisins. Gunnar Lárus Hjálmars- son, eða Dr. Gunni eins og hann er ætíð kallaður, hefur látið sig þessi mál mjög varða. Dr. Gunni hefur nú tekið að sér hlutverk Umboðsmanns neytenda í Fréttablaðinu. Hann hefur und- anfarið haldið úti vinsælli okur- síðu þar sem lesendur hafa sent inn ábendingar um okur í samfé- laginu. Dr. Gunni hlaut á dögun- um Íslensku neytendaverðlaun- in fyrir framtak sitt. Umboðsmaður neytenda í Fréttablaðinu lætur sér ekkert óviðkomandi og leggur ríka áherslu á að halda góðu sam- bandi við lesendur blaðsins. Fólk er sérstaklega hvatt til að senda Dr. Gunna ábendingar á net- fangið neytendur@frettabladid. is. Öllum ábendingum er fagnað, hvort sem um er að ræða ábend- ingar um okur, góða eða slæma þjónustu eða hvaðeina. Umboðs- maður neytenda reynir eftir fremsta megni að greiða úr vandamálum lesenda blaðsins. Dr. Gunni ríður á vaðið með umfjöllun um verð á prentara- hylkjum. Sjá síðu 6 Fréttablaðið eykur umfjöllun um neytendamál: Nýr umboðsmaður neytenda UMBOÐSMAÐUR NEYTENDA Dr. Gunni, handhafi Íslensku neytendaverðlaun- anna, er Umboðsmaður neytenda í Fréttablaðinu. FÓTBOLTI Garðar Örn Hinriksson gaf leikmanni sitt níunda rauða spjald í sumar í leik KR og ÍA á mánudag. Með því setti hann nýtt Íslandsmet því áður hafði dómari mest gefið leikmönnum sjö rauð spjöld á einu sumri. Garðar náði þessum áfanga í aðeins níu leikjum en það eru enn þrettán umferðir eftir af Íslands- mótinu. Garðar hefur þess utan gefið þjálfurum og forráðamönn- um þrjú rauð spjöld í sumar. Garðar hefur sérstaklega staðið í ströngu í leikjum ÍA þar sem hann hefur gefið tuttugu spjöld í heildina og þar af átján á Skaga- menn. - hbg / sjá síðu 26 Garðar setti nýtt Íslandsmet: Met í rauðum spjöldum Kóraninn í hvítu bandi Einar Már Jónsson skrifar um vörusvik í franskri hjónasæng. Í DAG 16 Vinsæll á leikskólum Egill „Gillzenegger“ og Merzedes Club njóta mikilla vin- sælda á leikskól- um landsins. FÓLK 30 PÁLL STEFÁNSSON Fórnarlamb bíræfinna dekkjaþjófa Felgum og dekkjum fyrir 600 þúsund stolið FÓLK 23 EFNAHAGSMÁL Skuggabankastjórn Markaðarins vill lækka stýrivexti Seðlabankans um 25 punkta, eða niður í 15,25 prósent. Seðlabankinn kynnir ákvörðun um stýrivexti á morgun og gefur um leið út ritið Peningamál. „Stefnan í peningamálum hefur reynst gagnslaus, jafnvel verri en engin og tímabært að horfast í augu við það,“ segir Ólafur Ísleifs- son, lektor við Háskólann í Reykja- vík. Ingólfur Bender, forstöðu- maður greiningar Glitnis, bendir á að verðbólgan nú sé fyrst og fremst tilkomin vegna alþjóð- legrar lánsfjárkrísu og hrávöru- verðshækkana. - bih / sjá Markaðinn Skuggabankastjórn Markaðarins: Vill lækkun stýrivaxta Ekki einleikin einleikjahátíð Á Act Alone er alltaf vel mætt og setið á gólfum þegar fyllist, segir Elfar Logi Hannesson TÍMAMÓT 18 13 15 12 17 15 20 VOTT EN HLÝTT Í dag verður víða 5-10 m/s. Dálítil úrkoma sunnan og vestan til fyrri part dags en fer að rigna austan til síðdegis. Hitinn verður á bilinu 12-20 stig, hlýjast til landsins norðvestan- og vestan til. VEÐUR 4 SJÁVARÚTVEGUR Forsvarsmenn samtaka í sjávarútvegi telja erfitt ár framundan. Sjávarútvegsráð- herra, Einar K. Guðfinnsson, til- kynnti í gær að ýsu- og ufsaafli yrði skorinn niður á næsta fisk- veiðiári og að þorskafli yrði áfram 130 þúsund tonn. „Það er ljóst að þetta verður mjög erfitt ár fyrir mjög marga með svona lítinn þorsk,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). LÍÚ telur að þorskaflinn hafi átt að vera að minnsta kosti 150 til 160 þúsund tonn. „Það er of langt farið niður með tilliti til afkomu fólks og fyrirtækja þó engin áhætta sé tekin með þorskstofni með 150 til 160 þúsund tonn,“ segir Friðrik. Arnar Sigmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, hefur svipaða sögu að segja. „Við höfum þá skoðun að niðurskurðurinn á síðasta ári á þorski hafi verið full- mikill og ítrekuðum þá skoðun okkar núna og töldum eðlilegt að aflinn yrði meiri,“ segir hann. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, er svart- sýnn. „Þetta verður hörmungaár. Bullandi samdráttur í tekjum sjó- manna og útgerðarmanna. Það er ekki bjart yfir þessu,“ segir hann. Niðurskurðurinn er þó ekki jafn mikill og Hafrannsóknastofnun hafði lagt til. „Ég tók þá ákvörðun eins og í fyrra að nýta sterka stöðu stofna þar sem aðstæður leyfðu,“ segir Einar. „Það að hafa mikinn ýsu- kvóta hjálpaði útgerðunum mikið að komast í gegnum erfiðleika- tímabilið sem niðurskurðurinn hafði í för með sér í fyrra.“ Gunnlaugur Júlíusson, hag- fræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að aflasam- drátturinn í fyrra hafi haft mikil áhrif á fyrirtæki og sveitarfélög. Hugsanlega geti veiking krónunn- ar undanfarið þó aðstoðað sjávar- útvegsfyrirtæki nú, en með því fá þau hærra verð fyrir útflutnings- afurðir. Það sé þó tvíeggjað sverð, enda sjávarútvegsfyrirtæki mörg með erlend lán sem vaxi þegar krónan lækkar. - gh, vsp / sjá síðu 4 Svartsýni í sjávarútvegi Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að skera niður ýsu- og ufsaafla. Þorskafli verður sami og áður. Tals- menn LÍÚ og sjómanna telja komandi ár verða erfitt. VOLDUG ÞYRLA Á ÞINGVÖLLUM Í gegnum mistrið á Þingvöllum í gær mátti sjá þessa þyrlu sem var að flytja steypu á svæðið. Erfitt er að flytja byggingarefni á Þingvelli með öðrum leiðum án þess að raska umhverfi svæðisins sem er á heimsminjaskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Gríðarleg olíuverðshækkun | Hráolíuverð hefur ekki hækkað meira á einum ársfjórðungi í rúm níu ár eða síðan á fyrsta ársfjórð-ungi árið 1999. Frá byrjun apríl hefur olíuverð hækkað um 34 pró-sent, segir greining Kaupþings.Júní sá versti í 80 ár | Júnímán-uður var sá versti í Bandaríkjun-um frá því í kreppunni miklu árið 1930. Áhættufælni fjárfesta hefur farið vaxandi sem helst í hendur við slæmar fréttir af gangi efna-hagsmála á Vesturlöndum, aukn-ar afskriftir innan fjármálageir-ans og síhækkandi olíuverð, segir greining Kaupþings. Bandarísku hlutabréfavísitölurnar hafa ekki verið lægri síðan á haustdögum 2006. Metverðbólga á evrusvæði | Verðbólga á evrusvæðinu mæld-ist fjögur prósent á ársgrundvelli í júní samkvæmt bráðabirgðamati Eurostat, evrópsku hagstofunn-ar. Fram kemur í Morg kgrei i 14 13 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 2. júlí 2008 – 27. tölublað – 4. árgangur 2 Veffang: H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Stjórn Persónuverndar hefur ákveðið að framvegis verði fyrir-tækjum óheimilt að útbúa svo-nefnda „svarta lista“ án leyf-is stofnunar-innar. Sigrún Jó-hannesdóttir, forstjóri Per-sónuverndar, segir að nokk-uð um að gerð-ar séu ýmsar vanskilaskrár, þar sem bent er á tiltekna einstaklinga sem fyrirtæki skuli vara sig á. „Nú er búið að ákveða að svona sé háð leyfi,“ segir Sig-rún. Hún tekur fram að þetta eigi ekki við vanskilaskrá Láns-trausts, enda hafi hún þegar starfsleyfi frá stofnuninni.Sigrún segir að ýmsir hafi hald-ið slíka svarta lista. „Til dæmis er algengt innan bankakerfisins að svona skrár séu búnar til.“Sigrún segir að enginn hafi enn sem komið er sótt um að vinna svartan lista, enda séu þessi tíð-indi nýskeð. - ikh Svartir listar leyfisskyldir SIGRÚN JÓHANNES-DÓTTIR Forstjóri Persónuverndar. Björn Ingi Hrafnssonviðskiptaritstjóri Alvarlegur eiginfjárbruni vegna falls krónunnar og ofurvaxta ógna atvinnufyrirtækjum og heimil- um,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, á fundi Skuggabankastjórnar Markað- arins. „Stefnan í peningamálum hefur reynst gagns- laus, jafnvel verri en engin og tímabært að horfast í augu við það. Háir vextir hafa ekki megnað að koma í veg fyrir fall krónunnar, einhver önnur öfl virðast vera þar að verki.“Skuggabankastjórnin vill lækka stýrivexti um 25 punkta, eða niður í 15,25 prósent. Seðlabankinn kynnir ný Peningamál og ákvörðun um stýrivexti á morgun. Ingólfur Bender hjá greiningu Glitnis segir verð- bólguna komna til af erlendum þáttum, það er láns- fjárkreppunni og hækkun hrávöruverðs. „Seðla- bankinn hefur engin áhrif á þessa tvo þætti. Það er beinlínis skaðlegt fyrir hagkerfið að hann berjist á móti þeim með háu vaxtastigi,“ segir hann. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir verulega hættu á mjög harð i l mikilvægt sé ð „Jafnframt verðum við að búa þannig í haginn að hagvöxtur geti aukist sem fyrst á ný,“ segir hann. „Við þessar aðstæður teldi ég ekki heppilegt og jafnvel skaðlegt að halda vöxtum óbreyttum, ég tala nú ekki um að hækka þá. Það væri eins og að sparka í liggjandi mann,“ bætir hann við. Þórður telur að skýra þurfi betur peninga- og efnahagsstefnuna. Hvernig við ætlum að fara gegn- um þessa hagsveiflu og hvað eigi svo að taka við. Bæði heimamenn og útlendingar séu áttavilltir í þeim efnum og viti ekki hvert förinni er heitið. Edda Rós Karlsdóttir tekur undir þau sjónarmið að komin séu fram skýr merki um viðsnúning. Hún segir raunar að hin alþjóðlega kreppa magni upp hraða þessa viðsnúnings. Þess vegna sé þess ekki langt að bíða að lækka megi vexti. Enn sé verð- bólga þó á uppleið og því þurfi að stíga afar var- lega til jarðar. „Ég vonast til þess að hægt verði að lækka vexti nokkuð hratt, jafnvel frá og með septembermán- uði,“ segir hún. „Það er þess vegna of snemmt að lækka vexti strax, betra að bíða aðeins og hafa varann á. Alþjóðleg matsf imeð h j Skuggabankastjórnin vill 25 punkta lækkunÓlafur Ísleifsson segir peningamálastefnuna gagnslausa. Edda Rós Karlsdóttir vill bíða með vaxtalækkun, en Þórður Friðjónsson og Ingólfur Bender hafa áhyggjur af áhrifum hárra vaxta. ÍbúðalánasjóðurBankarnir gætu átt rétt á skaðabótum Upptaka evrunnarKostir og gallar Sjóðsstjórinn Hljóp rúma 500 km í maí ...viðprentum!MARKAÐURINN Ríkið mögulega bótaskylt vegna Íbúðalánasjóðs FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Það er ljóst að þetta verður mjög erfitt ár fyrir mjög marga með svona lítinn þorsk. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI LÍÚ KSÍ ætlar ekkert að gera Ummæli Guðjóns Þórð- arsonar, þjálfara ÍA eftir KR-leikinn verða ekki tekin frekar fyrir af KSÍ. ÍÞRÓTTIR 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.