Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 10
2. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR
Ármúla 23 • Reykjavík
Sími: 510 0000
Mi›ási 7 • Egilsstö›um
Sími: 470 0000
Brekkustíg 39 • Njar›vík
Sími: 420 0000
Grundargötu 61 • Grundarfir›i
Sími: 430 0000
- hrein fagmennska!
HREINIR OG
FÍNIR BÍLAR
Xtreme BÍLASÁPA
Framúrskarandi sápa fyrir
bílinn.
GLERÚ‹I
Frábær glerú›i sem má
einnig nota á mælabor›.
20% afsláttur
af toppgræjum í bílafl
vottinn
FELGUBURSTI
Sérstaklega hentugur til a› fjarlægja
erfi›u óhreinindin af álfelgunum.
MÆLABOR‹SBURSTI
Mjúkur bursti til a› fjarlægja ryk og óhreinindi
af mælabor›um, tökkum, skífum og mi›stö›var-
opum. fiennan fjölhæfa bursta má einnig nota
á skrifstofunni e›a á heimilinu til fless a›
hreinsa lyklabor› og a›ra fleti sem erfitt er
a› fjarlægja ryk af.
BÍLAfiVARA
Til a› skafa bleytuna af bílnum
eftir flvott. Mjúkt gúmmíi› fer vel
me› málningu og glugga. fivöruna
má festa á Vikan skaft sem er
fáanlegt í ‡msum stær›um.
BÍLAKÚSTUR
Vikan bílakústur. Sveig› lögun
tryggir stö›uga snertingu vi› hvern
flöt á bílnum. Kústurinn er me› gúmmíbrún
og öflugu og endurbættu vatnsflæ›i.
Kústinn má festa á Vikan skaft sem er
fáanlegt í ‡msum stær›um.
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
28
42
6
Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is
Þar sem tryggingar
snúast um fólk
VERTU MEÐ ALLAR
TENGINGAR Í LAGI
HÚSVAGNATRYGGING VÍS
Húsvagnatrygging VÍS er alhliða trygging fyrir tjaldvagna, fellihýsi
og hjólhýsi, sem tekur m.a. til áreksturs, veltu, útafaksturs, eldsvoða,
skriðufalls og innbús svo eitthvað sé nefnt.
Hafðu samband við þjónustuver VÍS í síma 560 5000 eða komdu
við á næstu þjónustuskrifstofu og fáðu nánari upplýsingar.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
PARÍS, AP Formennskumisseri
Frakka í Evrópusambandinu hófst
í gær með frekar skrykkjóttum
hætti; forseti Frakklands og við-
skiptamálastjóri sambandsins áttu
í orðahnippingum og Póllands-
forseti sá til þess að sú áætlun, að
halda áfram fullgildingarferli
Lissabonsáttmála ESB þrátt fyrir
að Írar hefðu hafnað honum í þjóð-
aratkvæðagreiðslu í júní, næði
ekki fram að ganga.
Í tilefni formennskuskiptanna
frá Slóveníu til Frakklands um
mánaðamótin var Eiffelturninn
uppljómaður í bláum og gullstjörn-
óttum fánalitum Evrópusambands-
ins. Opinberlega var þetta fagnað-
arefni, en í skugga hátíðarhaldanna
og handahristinga ráðamanna
krauma óleyst og erfið vandamál.
Haft var eftir Lech Kaczynski
Póllandsforseta í blaðaviðtali í gær
að það væri tilgangslaust að halda
áfram fullgildingu umbótasátt-
mála ESB eftir höfnun Íra. Pólska
þingið hefur þegar samþykkt sátt-
málann fyrir sitt leyti, en til að
ljúka fullgildingunni fyrir Pól-
lands hönd þarf forsetinn líka að
staðfesta hann með undirskrift
sinni.
Þrátt fyrir allt þetta fullyrti
franski forsætisráðherrann
Francois Fillon í gær að sáttmál-
inn væri enn lífs en ekki liðinn.
Fullgildingarferlið myndi halda
áfram. Hann sagði að „stöðug sam-
ræða“ myndi eiga sér stað næstu
mánuði við Íra til að finna leið út
úr klípunni. „Á meðan verður Evr-
ópa [les: Evrópusambandið] að
hreyfast áfram,“ sagði Fillon.
Sem leiðtogi eins af stórþjóðun-
um í sambandinu verður Sarkozy
að gæta sín á því að minni aðildar-
þjóðirnar fái ekki á tilfinninguna
að reynt sé að valta yfir þær og
hagsmuni þeirra. Formennskuhlut-
verkið krefst þess enn fremur af
honum að hann setji heildarhags-
muni ESB ofar sérhagsmunum
Frakklands. Talsmenn Sarkozys
segja enda að „hæverska“ og „eng-
inn hroki“ verði einkunnarorð
franska formennskumisserisins.
En hamsleysislegur stjórnmála-
stíll Sarkozys varð strax á fyrsta
degi til að skapa ergelsi. Í sjón-
varpsviðtali á mánudagskvöld
úthúðaði Sarkozy Peter Mandel-
son, sem fer með viðskiptamál í
framkvæmdastjórn ESB, og yfir-
manni Alþjóða viðskiptamála-
stofnunarinnar, WTO, fyrir að vilja
„standa að tilslökunum sem eyði-
leggja störf“ í alþjóðlegum við-
skiptaviðræðum, eins og hann orð-
aði það.
Mandelson svaraði fullum hálsi í
gær í gegnum talsmann sinn Peter
Power. Hann sagði ummæli
Sarkozys fáheyrð og þau græfu
undan samningsstöðu ESB í vænt-
anlegri lotu alþjóðlegra viðskipta-
viðræðna í Genf. audunn@frettabladid.is
TEKIÐ VIÐ KEFLINU Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands (t.h.), tekur við
„formennskukefli“ Evrópusambandsins af slóvenskum starfsbróður sínum Dmitri Rupel
í París á mánudagskvöld, með Eiffelturninn í baksýn uppljómaðan í fánalitum ESB.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Skrykkjótt byrjun á
formennsku Frakka
Frakklandsforseti og viðskiptamálastjóri Evrópusambandsins skiptust á hvössum
orðum hvor í annars garð við upphaf formennskumisseris Frakka í sambandinu.
Frakkar leggja áherslu á fullgildingu Lissabonsáttmálans þrátt fyrir írska „nei-ið“.