Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 4
4 2. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR KJARAMÁL Fátt var um svör við spurningum um kjaramál heilbrigðisstétta, og sérstaklega samn- inga ljósmæðra, hjá ráðherrum eftir ríkisstjórnar- fund í gær. Að loknum ríkisstjórnarfundi var Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra spurð um efndir á stjórnarsáttmálanum, í ljósi kjaradeilna og uppsagna um helmings ljósmæðra á landinu. Sáttmálinn kveður á um að laun hefðbundinna kvennastétta verði „endurmetin“ sérstaklega með tilliti til þess að minnka óútskýrðan kynbundinn launamun. Vísaði Jóhanna til nefnda sem ættu að skila niðurstöðum í haust. Þegar hún var spurð hvers vegna ekki væri farið í þetta strax sagði hún: „Við þurfum bara meiri tíma.“ Annars vildi hún ekki svara spurningum um kjaraviðræðurnar. Þetta væri á könnu heilbrigðisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir hins vegar að kjaramál séu á hendi fjármála- ráðherra. „En auðvitað vildi maður sjá niðurstöðu í þessi mál sem fyrst.“ Geir Haarde forsætisráðherra upplýsti að ríkisstjórn hefði ekki rætt kjaradeilur á fundinum. „En við treystum því að það verði hægt að ná skynsamlegum og ábyrgum samningum við alla,“ sagði hann. Um hvort ekki væri kjörið tækifæri að standa við stjórnarsáttmálann með því að gera vel við ljósmæður sagði Geir: „Svona spurningum verður að svara við samningaborðið og ég er ekki í samninganefndinni.“ Um hvort skilaboðum um sérstakar bætur til ljósmæðra hefði verið komið til samninganefndar ríkisins, benti Geir á fjármálaráðherra. Hann sæi um þau samskipti. Geir vildi svo ekki ræða meira um þetta. Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði að lokum að kjarasamningar væru „ekki til umræðu“ milli hans og fjölmiðla. Hann benti á orð félagsmálaráðherra, sem hefðu sagt allt sem segja þyrfti. Jóhanna Sigurðardóttir hefur helst sagt að í haust verði lögð fram áætlun um að bæta kjör kvennastétta. klemens@frettabladid.is SIMBABVE, AP Talsmenn stjórnar- andstöðunnar í Simbabve tóku í gær harða afstöðu til hugsanlegra viðræðna við ríkisstjórn Roberts Mugabe um einhvers konar sam- komulag um að deila völdum. Sögðu þeir Mugabe sjálfan hafa lokað fyrir þann möguleika með því að halda því til streitu að láta fara fram marklausa úrslitaumferð for- setakosninga. Talsmenn hjálparsamtaka vör- uðu við því í gær að milljónir Simbabvebúa ættu á hættu að svelta heilu hungri ef stjórnvöld afléttu ekki banni við starfsemi hjálparstofnana í landinu. Stjórnar- liðar hafa sakað starfsmenn sjálf- stæðra hjálparsamtaka um stuðn- ing við stjórnarandstöðuna, en þeim ásökunum hafa hjálpar- samtökin vísað á bug. Tendai Biti, einn fremsti leiðtogi stjórnarand- stöðuflokksins MDC sem stjórn- völd hafa reynt að „taka úr umferð“ með því að birta honum landráða- ákæru, sagði í yfirlýsingu frá Harare í gær að ekkert væri hæft í vangaveltum um að flokkur hans og stjórnarflokkurinn ZANU-PF væru í þann mund að hefja viðræð- ur um stjórnarsamstarf. „Ekkert gæti verið fjær sanni,“ sagði Biti. Talsmaður Mugabes sagði í gær að maðurinn sem farið hefur fyrir landinu í 28 ár myndi ekki víkja og sagði að vestrænir gagnrýnendur sem slægju rýrð á endurkjör hans gætu farið og „hengt sig“. - aa HVIKAR HVERGI Robert Mugabe á leiðtogafundi Afríkuríkja sem lauk í Egyptalandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vangaveltur um viðræður milli stjórnar og stjórnarandstöðu í Simbabve: Mugabe lokaði á viðræður SJÁVARÚTVEGUR Það er auðvitað hneyksli hvernig sjávarútvegsráð- herra sker niður,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar- flokksins. „Þetta er enn ein harkaleg árás á sjómenn, fiskverkafólk og sjávarbyggðir sem mun hafa enn meiri áhrif en í fyrra. Það er kreppa af manna- völdum í sjávar- byggðum.“ Guðni segir Framsóknarflokkinn hafa talið að þorskaflinn ætti að vera 150 þúsund tonn. „Sjávarútvegsráð- herra og ríkisstjórnin tóku ranga ákvörðun í fyrra með því að draga þorksaflann niður,“ segir hann. - vsp / gh Guðni Ágústsson: Aðför að sjávar- byggðum FRAKKLAND, AP Yfirmaður franska hersins hefur sagt af sér í kjölfar hörmulegs atviks sem varð við heræfingarsýningu í Suður- Frakklandi um helgina. Á æfingunni var skotið alvöruskot- um í stað púðurskota með þeim afleiðingum að 17 manns hlutu skotsár, þar á meðal þrjú ung börn. Nicolas Sarkozy Frakklandsfor- seti hefur fallist á afsögn Brunos Cuche hershöfðingja, að því er segir í tilkynningu frá forseta- embættinu. Sjúkrahúsyfirvöld sögðu ekkert fórnarlambanna vera lengur í lífshættu. - aa Eftirmál skotæfingarslyss: Hershöfðingi segir af sér SJÁVARÚTVEGUR „Þó ég hafi samúð með því sjónarmiði að vera í efri mörkum annars staðar en í þorski þá er talsvert umhugsunarefni að veiðin í velflestum nytjastofnum er nokkuð umfram tillögur Hafrann- sóknastofnunar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna. Hann segir sérstaklega gengið hart að ýsunni vegna ástandsins í þorskinum og í það heila sé ekki bjart yfir þessu. „Þetta minnir okkur alltaf á að við vitum ekki nóg. Það vantar fjármuni í rannsóknir og sérstak- lega í að rannsaka samspil umhverfisþátta. Okkur vantar traustari vísindalegan grunn.“ -vsp Steingrímur J. Sigfússon: Vantar peninga í rannsóknir SJÁVARÚTVEGUR „Þessar niðurstöður gefa okkur tilefni til að stórauka þorskeldi,“ segir Karl V. Matthías- son, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd- ar Alþingis. Karl telur að eldisþorskur sé miklu betri en enginn þorskur eins og virðist stefna í. Stórauka þurfi allar rannsóknir innan Hafrann- sóknastofnunar. Hann segir niðurstöðurnar stundum virka á sig eins og fálm. „Ég spyr mig, hvað veldur? Það sem mér finnst vera skrýtið er ósamræmið milli langflestra sjómanna sem ég tala við sem tala um gnægð af fisk á meðan allt annað kemur frá Hafrannsóknastofnun.“ -vsp Karl V. Matthíasson: Tilefni til að auka fiskeldi SJÁVARÚTVEGUR „Ég er algjörlega ósammála stefnu sjávarútvegsráð- herra,“ segir Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins. Guðjón segist ósammála því hvernig Hafrann- sóknastofnun hefur unnið úr þessu síðustu tvö til þrjú árin og segist hafa viljað töluvert meiri þorskveiði. „Við hefðum átt að keyra á 220.000 tonna jafnstöðu- afla til þriggja ára,“ segir Guðjón. Hann segir Íslendinga vera í 25 ára fari sem er algjörlega ómögulegt. „Allir fiskimenn eru sammála um að það sé miklu meiri fiskur en menn hafi séð í langan tíma áður,“ segir Guðjón. -vsp Guðjón A. Kristjánsson: Vill 220.000 tonna afla VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 26° 23° 21° 22° 19° 21° 33° 29° 31° 31° 31° 31° 30° 23° 30° 31° 20° Á MORGUN Suðaustlæg, 5-10 m/s. FÖSTUDAGUR Hæg breytileg átt. 12 18 15 14 13 12 12 15 16 17 15 20 8 6 5 7 6 8 10 13 8 6 7 16 17 16 13 16 1417 15 17 1220 20 BATNANDI VEÐUR Það verður heldur skaplegra veður víðast hvar á land- inu í dag en var í gær. Það lægir talsvert næstu daga og einnig má búast við háum hitatölum víða um landið. Horfur eru á að hitinn fari enn hækkandi með föstudeginum. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður Ekki benda á mig, segja ráðherrar Ráðherrar bentu hver á annan í gær, spurðir um kjaramál, ljósmæður og aðrar heilbrigðisstéttir og stjórnarsáttmálann. Fjármálaráðherra vísaði þó til orða fé- lagsmálaráðherra þar sem hann sagði laun kvenna ekki skoðuð fyrr en í haust. AÐ LOKNUM RÍKISSTJÓRNARFUNDI Félagsmálaráðherra segir heilbrigðisráðherra sjá um heilbrigðismálin. Heilbrigðisráð- herra bendir á fjármálaráðherra og sá síðastnefndi vísar til orða félagsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KJARADEILUR Í HEILBRIGÐISGEIRA ■ Um hundrað af um 200 starfandi ljósmæðrum hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að um hundrað ljósmæður hafi mætt á félagsfundi á mánudag. „Það var mikill hiti og fyrst og fremst vonbrigði í ljósmæðrum með að hafa ekki fengið leiðréttingu núna,“ segir Guðlaug. ■ Læknar eiga í viðræðum við samninganefnd ríkisins. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að læknum hafi verið boðin 20.300 krónu hækkun. Það hafi verið kynnt á félagsfundi á mánudagskvöld en fellt með öllum greiddum atkvæðum. Þetta hafi verið kynnt samninganefnd ríkisins í gærmorgun. „Það er ekki komið neitt annað tilboð,“ segir hún. ■ Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist hafa átt fundi með hjúkrun- arfræðingum víða um land. Þar hafi það verið kynnt hvað yfirvinnubann feli nákvæmlega í sér sem skellur á eftir rúma viku. Engan bilbug sé að finna á hjúkrun- arfræðingum. ■ Þá eiga skurðlæknar í viðræðum við ríkið. - ghs GENGIÐ 01.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 160,9275 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 79,33 79,71 158,62 159,4 126,01 125,66 16,801 16,899 15,661 15,753 13,24 13,318 0,7515 0,7559 130,39 130 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.