Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 38
30 2. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR „Þetta lag varð örugglega eftir- lætislag allra leikskólabarna þegar það var flutt. Stuðlag og auðvelt að muna textann,“ segir Björg Jónsdóttir, leikskólastjóri á Vallarseli á Akranesi. Leikskólakrakkar á Vallarseli gerðu sér lítið fyrir þegar þau kvöddu leikskólann sinn og gerðu „Hó, hó, hó, we say hey, hey, hey“ eftir Barða Jóhannsson sem Merz- edes Club flutti í forkeppni Söngvakeppni Evrópskra sjón- varpsstöðva, að sérlegum kveðju- söng skólans. Og fluttu með til- þrifum við nýjan íslenskan texta eftir Steinunni Svanborgu Gísla- dóttur leikskólakennara. Lagið heitir nú „Bæ, bæ, bæ kveðjum Vallarsel!“ „Lagið er sungið í öllum leik- skólum landsins en Steinunn samdi texta og sneri upp á okkar leikskóla. Þetta er ekki síður hug- mynd barnanna en okkar. Þau eru svo frjó börnin og grípa lög um leið,“ segir Björg. Vallarskóli er tónlistarleikskóli, þar hefur verið rekið öflugt tónlistarlíf nú í tíu ár og býr skólinn yfir góðu safni hljóðfæra sem börnin spila á. Er þar um að ræða allskyns ásláttar- hljóðfæri: Klukkuspil og bongót- rommur. „Þetta var rosalega skemmti- legt. Þau fluttu lagið svo í lok maí á útskriftardegi deildarinnar. Þetta eru börn sem fædd eru 2002 og okkur langar nú til að gera þetta að sérlegu kveðjulagi skól- ans. Svo ánægð erum við með þetta,“ segir Björg. Aðspurð segir hún gömlu leikskólalögin ekki vera að hverfa en nú, á undanförn- um árum, hafa nýrri lög fundið sér leið inn í skólana sem er hið besta mál. Valgeir Magnússon, umboðs- maður Merzedes Club, er að vonum ánægður með þennan óvænta heiður og sendi krökkun- um upptökur af undirleiknum án radda. „Já, þetta er bara það sama og var notað í Eurovision.“ jakob@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN LÁRÉTT 2. ómskoðun, 6. þys, 8. forsögn, 9. lærdómur, 11. fyrir hönd, 12. rusl, 14. viðburður, 16. málmur, 17. skamm- stöfun, 18. lyftist, 20. samtök, 21. snöggur. LÓÐRÉTT 1. lögun, 3. sjúkdómur, 4. skynja, 5. lík, 7. sárabindi, 10. gilding, 13. því næst, 15. útungun eggja, 16. tímabils, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. ómun, 6. ys, 8. spá, 9. nám, 11. pr, 12. drasl, 14. atvik, 16. ál, 17. ofl, 18. rís, 20. aa, 21. snar. LÓÐRÉTT: 1. mynd, 3. ms, 4. upplifa, 5. nár, 7. sáralín, 10. mat, 13. svo, 15. klak, 16. árs, 19. sa. BJÖRG JÓNSDÓTTIR: LAG VÖÐVATRÖLLA ORÐIÐ LEIKSKÓLALAG Hó, hó, hó verður bæ, bæ, bæ EFNILEGIR KRAKKAR Tóku Eurovision-slagara Barða og gerðu að sínum við íslenskan texta. VÖÐVATRÖLLIN Í MERZEDES CLUB Bjuggust væntanlega ekki við því að „Júró-teknó“ lagið sitt yrði að leikskóla- söng. „Ég man vel eftir þessari mynd því ég var akkúrat að keppa á Landsmóti hestamanna á Hellu á laugardeginum þegar myndin birtist í Vísi. Það endaði reyndar með ósköpum því ég datt af baki þegar ég var að keppa í 800 metra stökki og fleytti kerlingar á þúfunum. Ég slapp þó furðu vel en eftir það hætti ég að keppa.“ Harpa Karlsdóttir læknaritari. Myndin var tekin þegar Harpa var sumarstúlka Vísis í júlí 1981. Sjá, við syngjum öll í kór. Vá, hvað við erum orðin stór. Já, Vallarsel. Það er búið að vera gaman að vera hér, hjá ykkur en núna, við höldum öll á braut. Bæ, bæ, bæ, kveðjum Vallarsel, allir fara í skóla og allir læra að lesa. Bæ, bæ, bæ, kveðjum Vallarsel, allir fara í skóla og allir læra að lesa. Bæ, bæ, bæ, kveðjum Vallarsel. Við getum ekki stoppað. Bæ, bæ, bæ, kveðjum Vallarsel. Við getum ekki stoppað. Sjá í skólann förum hress, já, við segjum núna bless. Já, Vallarsel. Það er búið að vera gaman að vera hér hjá ykkur en núna við höldum öll á braut. BÆ, BÆ, BÆ, KVEÐJUM VALLARSEL Höf.: Steinunn Svanborg Gísladóttir „Þetta leggst mjög vel í mig. Skemmtilegt að fara úr fiski í landbúnaðinn,“ segir Grímur Atla- son sem í gær var ráðinn sveitar- stjóri Dalabyggðar. Hann leggur nú drög að því að flytja með sitt og sína í Búðardal. Í vor var Grími óvænt sagt upp störfum sem sveitarstjóri í Bol- ungarvík í kjölfar umskipta í sveitarstjórninni. Urðu nokkur læti í kringum brotthvarf hins vel liðna sveitarstjóra. Grímur neitar því enda að hafa verið óþekkur eða hann hafi þurft frá að hverfa vegna yfirlýsinga sinna um óvel- komna olíuhreinsistöð á Vest- fjarðakjálkanum. „Nei, ég var ekki óþekkur í Bol- ungarvík. Það er ákveðin stjórn- sýsla í sveitarstjórnum, ég er framkvæmdastjóri og er í umboði sveitarstjórnarinn- ar – sem er svo í umboði fólksins. Það er ekki flókn- ara en svo,“ segir Grímur. Fyrsta verkefni Gríms verður að kynnast sveitar- félaginu, hvernig það virkar og hvernig hver og einn virkar innan þess. „Kynnast þessari sveit og því sem máli skiptir: Fólkinu. Fá virkni í þetta. Þetta er eins og að stjórna fót- boltaliði: Ná upp gæðum, tengslum og stemmningu.“ Þegar Grímur var á Bol- ungarvík stofnaði hann, ásamt Lýði Árnasyni lækni, hljómsveitina Grjóthrun. Grímur segir þá hljómsveit ekki hætta nema síður sé. Og vel megi vera að hann gangist í að hljóm- sveit verði stofnuð í Búðar- dal. „Þannig gerir maður þetta. Spilar fótbolta og stofnar hljómsveitir hvar sem maður fer. Það er teng- ing góð.“ Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að slagurinn um stöð- una hafi staðið milli Gríms og Tryggva Harðarsonar. Aðspurð- ur hvort fleiri hafi verið um hit- una segir Grímur hins vegar að eftir því sem hann best viti þá hafi verið 16 aðrir hæfir umsækj- endur sem allir voru líklegir til að gera góða hluti fyrir Dala- byggð. - jbg Grímur lukkunnar pamfíll í Búðardal GRÍMUR ATLASON Gæti vel farið svo að hann stofni hljómsveit í Búðardal rétt eins og hann gerði í Bolungarvík. „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og það var annaðhvort þetta eða að opna fatabúð,“ segir athafnamaðurinn Jón Hilmar Hallgrímson, sem opnaði nýja sólbaðstofu á Grensásveginum síðastliðinn föstudag í 17 stiga hita. Þó svo að sólbaðsstofum hafi fækkað umtalsvert síðastliðin ár segist Jón Hilmar ekki óttast að reksturinn muni ekki standa undir sér. „Mér bauðst að kaupa einar sjö sólbaðsstofur svo ég vissi að staðan á markaðnum væri ekki góð. Fólk á engan pening í dag því bankarnir eru ekki að lána, en eitthvað verður maður samt að gera og ef sólbaðsstofa virkar einhvers staðar þá er það á Grensásvegi,“ útskýrir Jón, en skáhallt á móti stofunni hans er sólbaðsstofan Smart sem hefur lengi verið vinsæl meðal ljósabekkjaunnenda. „Við vorum fyrst að hugsa um að láta stofuna okkar heita „Smarter“ en fannst það svo fullgróft svo við kusum frekar Sohosól,“ segir Jón og kveðst ekki óttast samkeppni milli sólbaðstofanna. „Það er náttúrlega hálfgalið að opna sólbaðsstofu í svona góðu veðri, en ég hef samt engar áhyggjur því bráðum kemur rigningartímabil og þá fer fólk í ljós,“ bætir hann við. - ag Opnaði sólbaðsstofu í 17 stiga hita BAUÐST AÐ KAUPA SJÖ SÓLBAÐSSTOFUR Jón Hilmar segist ekki óttast að reksturinn muni ekki standa undir sér, þó svo að hann hafi nýverið opnað nýja stofu í næsta nágrenni við eina vinsælustu sólbaðsstofu bæjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eftir gífurlega dýfu hlutabréfa- markaðarins hafa margir brostið í grát og syrgt þær fúlgur sem þeir töpuðu á hinum og þessum fyrir- tækjum. Hugsa menn með hryllingi til þeirra fyrirtækja sem féllu hvað mest. Öðru máli gegnir hins vegar um Garðar Thor Cortes. Á nýrri plötu hans, When You Say You Love Me, er FL-Group ofarlega á þakkarlista hans. Þá fær Hannes Smárason sérstaklega góðar þakkir. Þykir ólíklegt að Garðar hafi verið hluthafi í fyrirtækinu. Gunnar Hansson, leikarinn geðþekki og umboðsmaður Vespa- mótorhjóla, svífur nú um göturnar og menn svífa á hann og heilsa fagnandi. Vespur hafa gersam- lega slegið í gegn hér á landi og Gunnar er einn þeirra sem öðrum þræði eru þakklátir fyrir hækkandi olíuverð því Vespurnar eyða sára- litlu sem engu og því málið. Nú þegar hefur Gunnar selt rétt tæplega fimmtíu hjól og er kominn í vandræði með pant- anir því svo mikil er ásóknin. Fjölmargir koma við sögu Krist jáns Hreinssonar Skerja- fjarðarskálds í nýrri golfbók hans svo sem þeir Stebbi og Eyfi auk þess sem sagt er af séra Erni Bárði og Björgólfi Guðmundssyni. Þá er ónefndur Ellert B. Schram sem gerir gott betur en koma við sögu því hann skrifar eftirmála bókar- innar þar sem hann segir meðal annars ekki ætla að láta þennan „karlpung” hafa sig undir í golfinu. „Ég bíð spenntur eftir vorinu. Þá duga engir kviðlingar, Kristján minn. Þá verða það höggin sem telja.” -shs/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.