Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 2. júlí 2008 27 FÓTBOLTI „Það var uppálagt hjá okkur fyrir leik að láta dómarann eiga sig og vera ekki í neinum orðaskiptum við þá,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, við Frétta- blaðið eftir 2-0 tapið gegn KR á mánudag. Þau tilmæli virðast ekki hafa skilað sér. Skagamenn fengu þrjú rauð spjöld í leiknum. Eitt þeirra var beint rautt spjald fyrir orðbragð, það fékk Guðjón sjálfur. „Ég var bara að kalla Stefán í burtu,“ sagði Guðjón. „Stefán, það þýðir ekkert að tala við þessi fífl, komdu þér í burtu,“ viðurkenndi Guðjón svo að hafa sagt í hálfleiknum í viðtali á RÚV. Vjekoslav Svadumovic fékk gult spjald fyrir brot á Stefáni Loga markmanni og annað gult og þar með rautt fyrir mótmæli í kjöl- farið. Guðjón sagði að eftir því sem honum hefði verið sagt hefði leikmaðurinn ekki farið í Stefán Loga og að hann hefði svo alls ekki verið að tala við dómarann þegar hann blótaði og fékk þar með rautt spjald. „Garðar túlkaði þetta sem svo að hann hefði verið að tala við sig. Vjeko er varla talandi á ensku þannig að ég veit ekki hvað fór þarna á milli,“ sagði Guðjón. Um fyrra gula spjaldið á Bjarna sagði Guðjón þetta: „Þá vildi hann að dæmt yrði leikbrot á Pétur þegar hann fór í hnakkann á Heimi Einarssyni. Hann spurði dómar- ann af hverju hann dæmdi ekki á það. Þar fékk hann gult spjald,“ sagði Guðjón. Skagamenn hafa nú fengið sjö rauð spjöld í níu leikjum í deild- inni í sumar. - hþh Skagamenn fengu þrjú rauð spjöld gegn KR, öll þeirra tengd kjaftbrúki við dómarann Garðar Örn: Skagamenn ætluðu að láta dómarann eiga sig FYRSTUR AF VELLI Logi Ólafsson á hér orðaskipti við Vjeko- slav Svadumovic eftir að Skagamaðurinn fékk fyrstur þriggja Skagamanna að líta rauða spjaldið í leiknum gegn KR. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI FH og ÍA voru í pottinum þegar dregið var í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarsins í gærdag. FH mætir Grevenmacher frá Lúxemborg og leikur fyrri leikinn í Kaplakrika 17. júlí og seinni leikinn ytra 31. júlí. KR mætti einmitt Grevenmacher í for- keppni UEFA-bikarsins árið 1995. KR tapaði þá fyrri leiknum ytra 3-2 en vann seinni leikinn á KR- vellinum 2-0 og komst áfram og mætti Everton í framhaldinu. ÍA mætir finnska liðinu FC Honka og fer fyrri leikurinn fram í Finnlandi 17. júlí en sá síðari á Skipaskaga 31. júlí. Skagamenn hefðu getað lent á móti Manchest- er City en það kom þess í stað í hlut færeyska liðsins EB/ Streymur. - óþ Forkeppni UEFA-bikarsins: FH og ÍA geta vel við unað FÍNN DRÁTTUR Bæði FH og ÍA ættu að eiga góða möguleika. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NM 16 ára landsliða kvenna: Ísland-Danmörk 2-6 Freyja Viðarsdóttir og Silvía Rán Sigurðardóttir skoruðu mörk Íslands. Stelpurnar spila við Þjóð- verja í lokaleik riðilsins á morgun. Landsbankadeild kvenna: Valur-Fylkir 4-1 1-0 Katrín Jónsdóttir (20.), 1-1 Lizzy Karoly (56.), 2-1 Dóra María Lárusdóttir (59.), 3-1 Dóra María Lárusdóttir (63.), 4-1 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (79.). HK/Víkingur-Breiðablik 2-5 0-1 Greta Mjöll Samúelsdóttir (32.), 0-2 Fanndís Friðriksdóttir (64.), 0-3 Harpa Þorsteinsdóttir (67.), 0-4 Fanndís Friðriksdóttir (70.), 1-4 Berglind Bjarnadóttir (79.), 2-4 Lidija Stojkanovic (82.), 2-5 Sigríður Björk Þorláksdóttir (85.). Fjölnir-KR 0-5 0-1 Hólmfríður Magnúsdóttir , 0-2 Hólmfríð- ur Magnúsdóttir, 0-3 Olga Færseth, 0-4 Hrefna Huld Jóhannesdóttir, 0-5 Hrefna Huld Jóhann- esdóttir. Afturelding-Keflavík 1-0 1-0 Elín Svavarsdóttir. STAÐAN Í DEILDINNI: Valur 8 8 0 0 33-6 24 KR 8 7 0 1 25-6 21 Stjarnan 7 4 2 1 15-6 14 Afturelding 8 3 2 3 5-6 11 Breiðablik 8 3 1 4 16-13 10 Keflavík 8 2 2 4 10-20 8 Þór/KA 7 2 1 4 10-14 7 Fylkir 8 2 0 6 6-21 6 HK/Víkingur 8 1 2 5 7-17 5 Fjölnir 8 1 2 5 5-23 5 ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Haukar mæta liði frá Kýpur í undankeppni Meistara- deildar Evrópu. Liðið heitir Cyprus College en Aron Kristj- ánsson, þjálfari Íslandsmeistar- anna, veit ekkert um andstæðing- inn. „Ég veit bara að landslið Kýpur er ekki sterkt. Þetta er góður dráttur og við eigum mjög góða möguleika á að komast áfram,“ sagði Aron. Fyrri leikurinn fer fram fyrstu helgina í september en Haukar ætla að skoða fljótlega hvort hagkvæmt er að selja heimaleik sinn og spila báða leikina ytra. - hþh Haukar fara til Kýpur: „Góður dráttur“ ARON Er ánægður með dráttinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.