Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 40
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
Eftir einangrun á ísaköldu landi í þúsund ár eru núna næstum
öll heimsins gæði innan seilingar.
Loks getum við úðað í okkur alls
kyns croissant og latte, parmesan
og sushi. Verið viðstöðulaust móð-
ins með hjálp Zöru og Vero Moda
án þess að fara á hausinn. Eitt
höfuð vígi tískuneyslunnar er þó
óunnið en þar koma flugfélögin til
bjargar því án verslana H&M
væru margir naktir alla daga.
SÍÐAR á ævinni verða sumarfríin
aftur slökunarferðir þar sem ég
dóla í tímaleysi á hælaháum sandöl-
um, með eina dúllulega ferðatösku
og handsnyrtingu á heimsmæli-
kvarða. Akkúrat núna gætu fríin
hins vegar verið liður í þjálfunar-
búðum fyrir lífverði drottningar.
Áfangastaðurinn þarf umfram allt
að vera barnvænn og mikilvægt að
hafa greiðan aðgang að þvottavél.
VERKEFNIÐ krefst handstyrks
og geðprýði. Auk þess hæfni
tveggja til að höndla fjórar ferða-
töskur, tvær kerrur og bakpoka,
bras og stúss, sífelldar nestis-
smurningar, snýtingar og klósett-
ferðir lítilla grísa þegar síst skyldi.
Hafa líka ætíð til reiðu aukapeys-
ur, aukasokka og aukasnuddur.
Djúpar samræður á veitingahús-
um fá að bíða því nú er aðalatriðið
að koma í veg fyrir að verða vísað
af staðnum vegna óspekta. Dag-
skráin fer annars eftir veðri og
stemningu: Tívolí, dýragarðurinn
og svo auðvitað H&M sem hefur
árum saman séð um uppistöðuna í
fataskápum heimilisins.
ÞENNAN árlega innkaupadag
uppgötvaði ég þar sem við stóðum í
anddyri verslunarinnar að með
stöku undantekningum var öll fjöl-
skyldan einmitt dressuð upp í
H&M-tískunni frá í fyrra. Í einni
svipan var ljóst að við verslum
ævinlega í sömu búð, árviss eins og
bóndi í kaupstað fyrir jólin. Í ofaná-
lag kom í ljós að pilsið mitt fékkst
nú með 50% afslætti, jakkinn 70%.
NÚ VAR samt að duga eða drep-
ast, loks kom sér vel sú þjálfun að
geta samtímis ýtt kerru og ferða-
tösku, borgað strætófargjald og
matað jógúrt með plastskeið á hjör-
um. Með augu eins og kamelljón
skutumst við á milli rekkanna,
hrifsuðum, mátum og mátuðum. Á
mettíma voru innkaupin í höfn,
pokafólkið rogaðist klyfjað út,
lukkulegt með uppgripin. Þegar
M&M og Toblerone fór að fást í
öllum sjoppum en ekki bara í frí-
höfninni missti það sjarmann
umsvifalaust. Doldið gott að hafa
ennþá H&M bara í útlöndum.
Bændur í
kaupstaðarferð
BAKÞANKAR
Þórhildar Elínar
Elínardóttur
Í dag er miðvikudagurinn 2. júlí,
185. dagur ársins.
3.08 13.32 23.53
2.04 13.16 0.26
www.toyota.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
T
O
Y
4
27
01
0
7/
08
Hilux Adventure
Toyota Kópavogi
Nýbýlavegi 4
Kópavogur
Sími: 570-5070
Toyota Akureyri
Baldursnesi 1
Akureyri
Sími: 460-4300
Toyota Reykjanesbæ
Njarðarbraut 19
Reykjanesbær
Sími: 420-6600
Toyota Selfossi
Fossnesi 14
Selfoss
Sími: 480-8000
Toyota Austurlandi
Miðási 2
Egilsstaðir
Sími: 470-5070
* Í blönduðum akstri.
Viðmiðunartölur framleiðanda miðað við óbreyttan Hilux DC.
Nú færðu Hilux Adventure með veglegum aukahlutapakka. Hilux Adventure kemur
með 33" breytingu, losanlegu prófíl dráttarbeisli og filmum í rúðum.
Jafnt sem fjallkóngur, vinnuþjarkur og borgarbarn hefur Hilux sannað gildi sitt við
íslenskar aðstæður.
Láttu reyna á'ann.
285/75/16 Mastercraft Courser heilsárs-
dekk. 16" álfelgur, 8" breiðar. Klippt inn í
boddí, úr brettum og gangbretti að
framan. Nýjar aurhlífar að framan.
Hækkun um 4 cm að framan.
33" breyting
Fyrir dráttarkúlu, spilfestingu,
drullutjakk og fleira. Hægt að kaupa
beisli til að síkka kúlu. Dráttargeta
2.250 kíló. Viðurkennt og staðlað
beisli. Skráning fylgir.
Losanlegt prófíl dráttarbeisli
Skyggðar filmur í
afturrúður gefur
Hilux sportlegt útlit.
Filmur
Double Cab
3.0 lítra vél 4.060.000 kr. bsk. 4.310.000 kr. sjsk.
HILUX
8.3 l Á HUNDRAÐI*
Láttu reyna á’ann
...ég sá það á visir.is
Segir grafhýsi Kleópötru fundið
Myndir berast frá Mars
Tilfærsla yfir á hægri akrein sviðsett
Býst við minni verðbólgu
MEST LESIÐ: