Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 8
 2. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR LANDSMÓT „Það sem er óvenjulegt nú er að mótið byrjaði í raun á föstudegi. Þá hópaðist fólk inn á svæðið og tjaldbúðir tóku að rísa,“ sagði Sigurður Ævarsson, mótsstjóri á Landsmóti hesta- manna á Hellu, þegar Fréttablað- ið hitti hann á mótsstað í gær. „Á sunnudeginum var miklu, miklu fleira fólk komið á staðinn en við höfðum reiknað með, enda dagskrá ekki komin af stað,“ útskýrði Sigurður. „Það má því segja að landsmótið hafi byrjað áður en það hófst! En það er nátt- úrlega ekkert nema dásamlegt ef fólk vill vera meira en viku hjá okkur.“ Sigurður sagði að mótshald hefði gengið stórvel þessa fyrstu daga landsmóts. Þó að veðurguð- irnir væru mótsgestum ekkert sérlega hliðhollir um miðjan dag í gær lét fólk það ekkert á sig fá, en mætti í brekkurnar og skaust þess á milli að fá sér eitthvað í svanginn. Það ber enda margt fyrir augu á landsmóti, því þar koma við sögu með einum eða öðrum hætti á annað þúsund hrossa. „Hvað varðar gæðingakeppnir hafa tímasetningar staðist nokkuð vel,“ sagði Sigurður enn fremur. „Þegar við erum farin að tala um það á hestamóti að farið sé þrjár mínútur fram yfir í átta tíma dag- skrá, þá er þetta orðið verulega huggulegt. Þannig var það í gær.“ Sigurður kvaðst sannfærður um að fjöldi mótsgesta færi upp í fimmtán þúsund. „Það er svo góður andi hérna og maður heyrir mikið talað um mótið út á við. Fullt af fólki sem er lítið eða ekki í hestum ætlar að koma hingað. Já, ég hef þetta bara á tilfinn- ingunni. Svo auðvitað vorkenni ég öllum sem koma ekki á lands- mót,“ sagði þessi glaðbeitti móts- stjóri og svo var hann rokinn til starfa. jss@frettabladid.is SIGURÐUR ÆVARSSON MÓTSSTJÓRI Vorkennir öllum sem koma ekki á lands- mót. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á MÓTSSTAÐ Þótt veðurguðirnir væru ekki upp á sitt blíðasta í gærdag létu móts- gestir það ekki aftra sér frá að njóta þess sem var á boðstólum á tveimur völlum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Landsmótið byrjaði áður en það hófst Landsmót hestamanna 2008 er nú komið á fullan skrið á Hellu. Mótsstjóri er ánægður með byrjunina. Hann sagði óvenjulegt að gestir hefðu byrjað að streyma inn á svæðið tveimur dögum áður en mótsdagskrá hófst. „Ég hlakka til helgarinnar. Það spáir fínu veðri og þá verður þetta stórhátíð,“ sagði Þórður Þorgeirsson, knapi með meiru. Þórður er með 24 hross á landsmótinu, einn keppn- ishest í gæðingaflokki og svo hryssur og stóðhesta í kynbótasýningum. Trúlega er þar komið eitthvað af hrossunum sem hann vakti yfir, sem þekkt er orðið, fyrstu nóttina eftir Suðurlandsskjálftann í maí. Þórður er með fjögurra manna hóp sem aðstoðar hann áður en hann fer í brautina. „Þetta hefst með góðri skipulagningu og góðu aðstoðarfólki,“ sagði hann. „Að auki hjálpa eigendur kynbótahrossanna til eftir föngum.“ Þórður segir að kynbótahrossin séu alltaf að batna. „Auðvitað eru margir einstaklingar með háan dóm, en eftir forskoðun á sex vetra hryssunum í gær er sú tíunda í röðinni með 8,30 í aðaleinkunn. Þetta segir okkur hve breiddin er orðin mikil í þessum góðu hrossum.“ - jss Þórður Þorgeirsson: Verður stórhátíð „Ég hlakka til hvers dags,“ sagði Johannes Hoyos, kom- inn frá Austurríki og að sjálfsögðu mættur á LM 2008. Fyrsta Landsmótið sem hann sótti var á Þingvöllum 1962. Síðan kvaðst hann hafa verið á flestum landsmót- um til ársins 1978. Frá og með því móti hefur hann sótt öll landsmót sem haldin hafa verið hér á landi. „Við munum sjá mörg góð hross hér,“ sagði hann. „Hrossin á Landsmóti hafa breyst mjög mikið frá því að ég kom hingað á mitt fyrsta landsmót. Þá var mjög spennandi fyrir mig, tíu ára gamlan, að sjá kappreiðar á stökki og skeiði. Nú erum við að horfa á frábæra knapa í eldri og yngri flokkum á hrossum sem eru betur byggð, skapbetri og sýna fjölþætta hæfileika. Hrossa- rækt, þjálfun þeirra og færni knapa hefur fleygt fram. Toppnum verður aldrei náð, því þetta er lífið sjálft. Það staðnar aldrei en er síbreytilegt.“ - jss Johannes Hoyos: Þetta er lífið MENNTUN Kennaraháskóli Íslands var í gær formlega sameinaður Háskóla Íslands. Nemendur skólans eru nú um 13.000, eða rúm fjögur prósent þjóðarinnar. Það gerir Háskóla Íslands að einum af fjölmennustu skólum heims miðað við höfðatölu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra afhjúpaði nýtt skilti við hátíðlega athöfn við hús Menntavísindasviðs við Háteigsveg, áður Kennarahá- skólann. Á sama tíma voru fánar Háskólans dregnir að húni bæði við Háteigsveginn og á Laugarvatni þar sem nú er útvörður Háskóla Íslands á Suðurlandi. Ólafur Proppé, fráfarandi rektor KHÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að með sameiningu skólanna myndaðist „einstakt tækifæri til að styrkja kennaramenntun hér á landi með nýjum möguleikum á þverfaglegri nálgun í kennslu og rannsóknum“. Sameiningin helst í hendur við skipulagsbreytingar innan Háskólans. Nú hefur skólanum verið skipt upp í fimm svið; félagsvísindasvið, heilbrigðisvísindasvið, hugvísindasvið og verkfræði- og raunvísindasvið auk menntavísindasviðs sem gamli Kennaraháskólinn myndar stofninn að. - hþj Kennaramenntun hérlendis styrkt enn frekar: KHÍ sameinast Háskóla Íslands MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS VIÐ STAKKAHLÍÐ Ólafur Proppé, fráfarandi rektor Kennaraháskólans, ásamt Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherrra og Kristínu Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.