Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 25
SMÁAUGLÝSINGAR MIÐVIKUDAGUR 2. júlí 2008 17 BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um nýtt deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýjum og breyttum deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík. Langholtsvegur/Drekavogur Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Langholtsvegi til vesturs, Drekavogi til norðurs, opnu grænu svæði til austurs og íbúðarhúsum við Sigluvog til suðurs. Tillagan gerir ráð fyrir að við Langholtsveg 109-111 megi byggja inndregna hæð ofaná núverandi byggingu og bílastæði verði áfram 79. Á lóð númer 113 við Langholtsveg verður lóð stækkuð um 40 m², leyft verður að byggja 91 m² inndregna hæð ofaná núverandi byggingu og ekki leyfð neonskilti á byggingu. Á Langholtsvegi 115 verður leyft að byggja bílageymslu á tveimur hæðum við norðurgafl hússins og að Drekavogi 4, 4A og 4B verður leyft að setja gler á svalir íbúða og kvöð verður á lóð númer 4 um aðkomu að leikvelli og að húsi númer 113 við Langholtsveg. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Árbæjarkirkja Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbæ/ Selás vegna Árbæjarkirkju. Í breytingunni felst að stækka lóð og breyta byggingarreit fyrir nýbyggingu safnaðarheimilis. Fyrirhugað safnaðarheimili verður á einni til þremur hæðum og trappast niður með landinu vestan megin við kirkju. Göngustígur við lóðarmörk færist til vesturs sem nemur stækkun lóðar. Aðkoma með aðföng veður leyfileg á stígnum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Hyrjarhöfðí 8 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ártúnshöfða vegna lóðarinnar að Hyrjarhöfða 8. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingareitur, samsíða Funahöfða, samtals 252 m², austasti hluti núverandi húss verður hækkaður. Heildarbyggingamagn á lóðinni verður 1550 m² og nýtingarhlutfall verður 0,86 eftir breytingu. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Grjótháls Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hálsahverfi vegna afmörkunar nýrrar lóðar við Grjótháls. Lóðin er vestan við lóðina Grjótháls 8 og skal hún nýtt undir bílgreinaþjónustu svo sem bílaþvottastöð. Byggingar skulu vera á einni hæð og aðkoma að lóðinni verður frá Grjóthálsi. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 2. júlí 2007 til og með 13. ágúst 2008. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 13. ágúst 2008. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 2. júlí 2008 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Fr um REYNILUNDUR Í GARÐA Höfum fengið í einkasölu 205 fm endaraðhús við Garðabæ. Húsið er teiknað af Albínu Þórðarson o vel hannað. Í því eru fjögur svefnherbergi og tvæ gólfum, arninn í stofu og glæsilegur suðurgarður. í góðu ástandi og er staðsett innst í botnlanga. B tvöfaldur og er sérlega rúmgóður. Verð 59,0 mill veitir Finnbogi Hilmarsson, lögg. fasteignasali. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.