Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 26
18 2. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR LINDSAY LOHAN ER 22 ÁRA „Fegurð er þokki og öryggi. Ég hef lært að sætta mig við og meta það sem náttúran gaf mér.“ Lindsay Lohan er fjölhæf ung kona. Hún byrjaði feril sinn sem fyrirsæta hjá Ford aðeins þriggja ára gömul og á næstu árum lék hún í fjölda sjónvarpsauglýsinga. Í dag starfar hún bæði sem leikkona og söngkona. „Ég hef alltaf verið í því að fá brjálaðar hugmyndir og Act Alone er ein þeirra. Aðdragandinn var stuttur, ég fékk hug- myndina í maí 2004 og hátíðin var framkvæmd mánuði síðar,“ segir leikarinn Elfar Logi Hannesson, sem árið 1997 stofnaði Kómedíuleikhúsið á Ísafirði, en það stendur fyrir leiklistar- hátíðinni Act Alone sem hefst í dag og stendur til sunnudags- ins 6. júlí. „Ég nam leiklist í Kaupmannahöfn og bjó nokkur ár í Reykjavík en borgin var ekki að fíla mig né ég hana, enda Vestfirðingur í húð og hár og vestrið kallaði. Hér er afskap- lega gott að skapa því náttúra og friður örva sköpunargáfuna og allir eru tilbúnir að rétta fram hjálparhönd og vera með,“ segir Elfar Logi, eini atvinnuleikarinn vestra. „Ég veit ekki hvort einleikurinn valdi mig eða ég hann, en ég er sáttur við valið. Munur á einleik og fjölmennari leikverkum er enginn, en einleikur er gífurleg áskorun fyrir og formið svo heillandi að mann langar alltaf að rannsaka það betur. Það er vitaskuld brjálæði að standa einn á sviði í langan tíma og hafa ekki upp á aðra að hlaupa ef texti gleymist, en æ fleiri hafa fengið löngun til að kljást við þetta erfiða form og er mikil gróska í einleikjaforminu hérlendis,“ segir Elfar Logi. „Saga hátíðarinnar hefur verið einstök. Hún hófst með þremur sýningum og einum fyrirlestri, en nú verða í boði 25 sýningar auk leiklistarnámskeiðs. Nú hefur fólk víðs vegar að samband að fyrra bragði,“ segir Elfar Logi, en þrjár sýn- ingar koma frá Austur-Evrópu, sem er mekka einleiksins. „Við verðum með margverðlaunaða einleiki frá Tékklandi, Búlgaríu og Rússlandi, en sá rússneski er tromp hátíðarinn- ar þar sem þarlend leikkona flytur Völuspá og eru margir spenntir að sjá hvernig útlendingar vinna með okkar dýr- mæta sagnaarf,“ segir Elfar Logi, en uppistaða hátíðarinnar verður nítján íslenskir einleikir. „Við höfum smátt og smátt verið að taka inn nýjungar og nú verða tveir tvíleikir á hátíðinni, eins manns tónleikar og þrjár einleiknar danssýningar. Í fyrsta sinn verður dómnefnd að störfum, skipuð almenningi, sem verðlaunar bestu sýning- una og besta leikarann á sunnudag. Á Act Alone er alltaf vel mætt og setið á gólfum þegar fyllist. Það er því mikið kikk fyrir einleikara að leika frammi fyrir 200 manns í stað sex,“ segir Elfar Logi fullur tilhlökkunar. thordis@frettabladid.is ACT ALONE: HEFST Á ÍSAFIRÐI Í DAG Ekki einleikin einleikjahátíð timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hanna Andrea Þórðardóttir áður til heimilis að Kleppsvegi 46, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 30. júní. Þórður G. Sigurjónsson Berglind Oddgeirsdóttir Guðlaugur Reynir Jóhannsson Rut Rebekka Sigurjónsdóttir Hörður Kristinsson Hanna G. Sigurðardóttir ömmubörn og langömmubörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Helga Þorleifsdóttir frá Uppsölum, Svarfaðardal, lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. júní síðastliðinn. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 3. júlí kl. 15.00. Jón Leifur Óskarsson Lára Valgerður Ingólfsdóttir Selma Jónsdóttir Hildur Jónsdóttir Sigmundur Karl Ríkarðsson Magnea Björg Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, Arndís Árnadóttir frá Ísafirði, til heimilis að Kleppsvegi 62, Reykjavík, andaðist í Reykjavík miðvikudaginn 25. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. júlí kl. 13.00. Birgir Finnsson Auður Birgisdóttir Páll Skúlason Finnur Birgisson Sigurbjörg Pálsdóttir Arndís Birgisdóttir Sigmundur Sigurðsson Björn Birgisson Ingibjörg Gunnlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar sambýliskonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sólveigar Jóhannesdóttur frá Flatey á Skjálfanda, Berjavöllum 4, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar, deildar 21 A og líknardeildar LHS. Sveinberg Hannesson Sigurhanna Björgvinsdóttir Friðbjörn Björnsson Anna Björg Björgvinsdóttir Magnús Magnússon Þóra H. Björgvinsdóttir Sæmundur Vilhjálmsson Sóley Björgvinsdóttir Sigmar Halldórsson Fjóla Björgvinsdóttir Ásgeir Ingi Jónsson Páll L. Björgvinsson Ásta Sigurðardóttir ömmubörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Bjarnason bifvélavirki, er lést þann 24. júní á hjúkrunardeild Dvalarheimilisins Höfða, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 3. júlí kl. 14. Blóm og kransar afþakk- aðir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Hjörtur Gunnarsson Lilja Guðlaugsdóttir Atli Gunnarsson Sigrún Þórarinsdóttir Ásdís Gunnarsdóttir Pétur Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Elskulegur bróðir okkar og frændi, Ásgeir Þór Vilhjálmsson Hlíf II, Ísafirði, sem lést miðvikudaginn 25. júní, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 5. júlí næstkomandi klukkan 14.00. Guðmundína Vilhjálmsdóttir Hansína Vilhjálmsdóttir Ólafur Sveinbjörn Vilhjálmsson Sumarliði Páll Vilhjálmsson Jason Jóhann Vilhjálmsson og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, Sigríður Theódóra Jónsdóttir frá Lunansholti, Frostafold 85, Reykjavík, lést fimmtudaginn 26. júní á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 3. júlí kl. 11.00. Jarðsett verður í Skarðskirkjugarði, Landsveit, sama dag kl. 15.30. Jóna Guðrún Ólafsdóttir Óttar Guðmundsson Sigríður Theodóra Egilsdóttir Hörður Guðmundsson Snorri Freyr Harðarson Oddný Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Þuríður Jónsdóttir Björgvin Kjartansson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, Guðfinnu Jónsdóttur frá Völlum Garði, Vesturbergi 191, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Marta Guðmundsdóttir Kjartan Steinbach Ingibjörg J. Guðmundsdóttir Ólafur Örn Ingólfsson Jón Guðmundsson Kolbrún Baldursdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Einar Ingi Magnússon Þorleifur St. Guðmundsson Ingibjörg Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhannes Þorberg Kristinsson Víðihvammi 15, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt þriðjudagsins 1. júlí. Útför hans verður auglýst síðar. Anna Jóhannsdóttir Jóhann Þ. Jóhannesson Svanhildur I. Jóhannesdóttir Guðmundur G. Kristinsson Kristinn Jóhannesson Guðrún F. Guðmundsdóttir Ólafur Jóhannesson Ingibjörg G. Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg frænka okkar, Ragnhildur Þorvarðardóttir frá Dalshöfða, Vallarbraut 2, Reykjanesbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 27. júní sl. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 4. júlí kl. 11.00. Ragnar Hauksson Eygló Alexandersdóttir Sigríður Hauksdóttir Pálína Hauksdóttir Grétar Ævarsson og aðrir vandamenn. EINLEIKARI AÐ VESTAN Elfar Logi Hannesson er eini atvinnuleikar- inn á Vestfjörðum. M YN D /H A LL D Ó R S VE IN B JÖ R N SS O N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.