Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 12
 2. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR Tamor + FRÉTTASKÝRING: Umferðaröryggi Rannsóknarnefnd um- ferðarslysa leggur til fjölmargar úrbætur í um- ferðarmálum í nýútkom- inni skýrslu sinni fyrir árið 2007. Meðal þeirra er að kappaksturshjólum verði komið af götunum auk þess sem hnykkt er á hættunni sem fylgir því að veikindi skerði ökuhæfni. Þrír bifhjólamenn fórust í umferðinni á síðasta ári. Alls hafa tíu bifhjólamenn farist í umferðinni síðustu tíu ár, þar af sjö á síðustu fimm árum. Þá hefur fjöldi alvarlegra bifhjóla- slysa margfaldast á sama tíma. Í skýrslunni segir að bifhjóla- slysum megi skipta í tvo flokka: annars vegar slys þar sem ekið er í veg fyrir bifhjól á gatnamót- um og hins vegar útafakstur. Í banaslysum vegna útafakst- urs síðustu tíu ár hafa svokölluð racer-hjól, eða hjól sem ætluð eru til kappaksturs, verið mjög áberandi. Nefndin telur umhugs- unarefni að slík hjól séu skráð til notkunar á vegum landsins og leggur til að hugað verði að því að koma þeim af götunum og á sérstakar keppnisbrautir. Þá er bifhjólamönnum ráðlagt að tileinka sér svokallaðan varn- arakstur, þar sem þeir fylgjast sérstaklega vel með aðsteðjandi hættum, til að koma í veg fyrir slys. Í skýrslunni er það sjónarmið áréttað sem fram kom í sams konar skýrslu í fyrra, að endur- skoða þurfi strax ákvæði um heilbrigðiskröfur sem gerðar eru til ökumanna og hvernig þeim eigi að framfylgja. Þrettán banaslys á síðustu árum megi rekja til veikinda og lyfjanotk- unar vegna þeirra. Í skýrslunni í fyrra beindi nefndin þeim til- mælum til landlæknis að skoða hvort læknum skuli gert skylt að tilkynna um vanhæfni sjúklinga til aksturs og að trúnaðarskyldu yrði jafnframt létt af læknum í slíkum málum. Kappakstur af götunum ■ Öll tengitæki og eftirvagnar verði skoðunarskyld. Nefndin skoðaði 65 vagna og gerði athugasemdir við 63. ■ Auka þarf fræðslu og áróður meðal eldri borgara um hættur í umferðinni. Af gangandi vegfar- endum sem látast í umferðinni eru 42 prósent eldri en 65 ára. ■ Reglur verði settar um viðhald hópbifreiða. ■Nauðsynlegt að aðgreina aksturs- stefnur á Suðurlandsvegi. ■ Nefndin hvetur til opinskárrar umræðu um hættur þess þegar ökumenn rjúka af stað í andlegu ójafnvægi, oft undir áhrifum áfengis. ■ Umferðarstofa fjalli um það í fræðslu og áróðri til almennings hve mikilvægt er að hafa tafar- laust samband við 112 ef einhver sest ölvaður undir stýri. ■ Fræðsla verði aukin um hættu sem skapast af lausum farangri í bílum. NOKKRAR AÐRAR ÁBENDINGAR BIFHJÓLASLYS Svokölluð racer-hjól eru sérstaklega hönnuð til hraðaksturs. Í þessu slysi, sem varð í maí í fyrra, sveigði bíll í veg fyrir hjólið á Njarðvíkurvegi. Ökumaður hjólsins slasaðist alvarlega. 210 200 180 160 140 120 100 80 60 40 21 20 18 16 14 12 10 8 6 4 168 138 184 210 21 20 10 66 ALVARLEGA SLASAÐIR EÐA LÁTNIR Í SLYSUM HEIMILD: RANNSÓKNARNEFND UMFERÐARSLYSA OG UMFERÐARSTOFA ■ Bifhjólaslys ■ Öll slys FINNLAND Rússneskir leigubíl- stjórar bjóða upp á leigubílaakst- ur frá Helsinki í Finnlandi til Sankti Pétursborgar í Rússlandi fyrir 40 evrur, sem samsvarar um 5.000 krónum, og auglýsa grimmt í finnskum fjölmiðlum. Aksturinn verður að panta með því að hringja til leigubílafyrir- tækis í Rússlandi. Leigubílaaksturinn er í trássi við finnsk lög, að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. Þar segir að það séu fyrst og fremst Rússar sem nýti sér þjónustuna. Finnsk stjórnvöld sekta alla þá leigubílstjóra sem kemst upp um. Talið er að um 500 ferðir af þessu tagi eigi sér stað á viku. - ghs Rússneskir leigubílstjórar: Aka Helsinki- Pétursborg fyr- ir 5.000 krónur STJÓRNMÁL A-listi Samstöðu fékk sex af sjö kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi Aðal- dælahrepps og Þingeyjarsveitar síðasta laugardag. A-listinn fékk tæp áttatíu prósent atkvæða en andstæðing- arnir, Gleðilistinn sem hafði listabókstaf G, tæp 18 prósent. Samhliða kosningunum var gerð skoðanakönnun um nýtt nafn á sameinaða sveitarfélagið en nafnið verður kunngjört eftir fyrsta sveitarstjórnarfundinn þann 12. júlí næstkomandi. - ges Kosningar í nýju sveitarfélagi: Samstaða bar sigur af hólmi FRÉTTASKÝRING STÍGUR HELGASON stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.