Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 2. júlí 2008 21
Fyrsta bindi Fræðirita Gunnars-stofnunar er komið út. Greina-
safnið ber heitið Skriðuklaustur
– evrópskt miðaldaklaustur í
Fljótsdal.
Þrettán
íslenskir
fræðimenn
skrifa í ritið
og eru grein-
arnar flestar
byggðar á
erindum sem
flutt voru á
málþingi um
Skriðuklaust-
ur í nóvem-
ber 2006 og
febrúar 2007.
Umfjöllunarefnið er bakgrunnur og
starfsemi klaustra á Íslandi með
áherslu á Ágústínusar klaustrið sem
starfrækt var á Skriðu í Fljótsdal
frá 1493 til siðaskipta. Rýnt er í
fornar heimildir og þær upplýsingar
og minjar sem fornleifarannsókn
á Skriðuklaustri hefur leitt í ljós.
Útgáfa þessa greinasafns er liður í
verkefninu Íslensk miðaldaklaustur
sem Gunnarsstofnun hefur unnið
að síðustu ár með tilstyrk Kristni-
hátíðarsjóðs. Verkefnið snýst um
að draga saman þekkingu og miðla
sögu íslenskra miðaldaklaustra með
aðstoð margmiðlunartækni. Grein-
arnar í riti þessu mynda grunninn
fyrir gerð margmiðlunarefnis um
Skriðuklaustur og klausturhald
á Íslandi. Ritstjórar eru Hrafnkell
Lárusson sagnfræðingur og Steinunn
Kristjánsdóttir fornleifafræðingur.
Mál og menning sendir nú frá sér nýja og endurbætta útgáfu
af Sögustöðum Íslands eftir Örn
Sigurðsson. Bókin er nýstárleg og
handhæg
þar sem
greint er frá
öllum helstu
sögustöðum
landsins, frá
landnámsöld
til vorra daga.
Bent er á
staði þar sem
atburðir úr
Íslendinga-
sögum eða
þjóðsögum
gerðust, sem og atvik úr Íslandssög-
unni. Auk þess er staldrað við staði
þar sem voveiflegir atburðir eða
sögulegir hafa átt sér stað og þjóð-
kunnir menn vaxið úr grasi. Sögu-
staðirnir eru rúmlega 280 talsins
og er vísað til þeirra á kortum. Texti
bókarinnar er á íslensku, ensku og
þýsku og hún er skreytt fjölda teikn-
inga og ljósmynda. Örn Sigurðsson
var sölustjóri Landmælinga Íslands
frá 1989–1998 og yfirmaður korta-
deildar Máls og menningar frá 1998,
Eddu útgáfu frá 2001, og Forlagsins
frá 2007. Hann hefur ritstýrt öllum
útgáfum deildarinnar og er höfundur
margra korta.
Hjá Máli og menningu er komin út bókin 101 Ísland: Áfanga-
staðir í alfaraleið er í senn nýstárleg
og stórfróðleg vegahandbók fyrir
ferðalanga
nútímans
sem komin
er út. Hér er
vísað til vegar
á 101 stað
í alfaraleið
við þjóðvegi
landsins.
Ýmist er les-
andinn leidd-
ur á staði
sem fram
að þessu
hafa verið á fárra vitorði eða að
sýndar eru nýjar hliðar á vinsælum
áfangastöðum. Bókin á eftir að opna
lesandanum nýja sýn á náttúru
landsins og furður hennar og bregð-
ur ekki síður ljósi þjóðarsöguna og
sérkenni þjóðarsálarinnar. Bókin er
prýdd fjölda litmynda og kort vísa til
vegar á alla áfangastaðina. Þá setja
fjölskrúðugir topp tíu-listar ferðir um
landið í nýtt og spennandi samhengi.
Páll Ásgeir Ásgeirsson er landskunnur
útivistarmaður og ferðabókahöf-
undur. Eftir hann eru m.a. bækurnar
Hálendishandbókin, Gönguleiðir,
Útivistarbókin, Bíll og bakpoki og
Hornstrandir. 101 Ísland er 232 bls.,
kilja með plasthlífðarkápu.
NÝJAR BÆKUR
Tónlistarkonan knáa Ólöf Arnalds kemur fram
á tónleikum í Sólheimakirkju á laugardag kl.
14. Tónleikarnir eru liður í Menningarveislu
Sólheima sem stendur nú yfir.
Ólöf mætir frísk til leiks eftir vel heppnaða
Náttúrutónleikana í Laugardalnum um síðustu
helgi, en talið er að allt að 30.000 manns hafi
þar séð hana og heyrt flytja tónlist eftir sig og
aðra. Í tilefni stórtónleikanna samdi Ólöf
meðal annars sérstakt baráttulag sem var
sniðið til þess að vekja fólk til vitundar um
náttúruvernd og skynsamlega auðlindanýt-
ingu og er aldrei að vita nema lagið fái að óma
í Sólheimakirkju á laugardag. Ólöf sló annars í
gegn á síðasta ári þegar hún gaf út sína fyrstu
sólóplötu, Við og við. Skemmst er frá því að
segja að platan hlaut frábærar viðtökur
almennings og einróma lof gagnrýnenda. Við
og við var meðal annars valin plata ársins á
Íslensku tónlistarverðlaununum í mars
síðastliðnum ásamt því að vera valin plata
ársins 2007 á þeim ágæta miðli Morgunblað-
inu. Það má því búast við vönduðum og
skemmtilegum tónleikum á laugardaginn
kemur. Ljóst er að Ólöf á sér fjöldann allan af
aðdáendum og kætast þeir víst flestir við þá
fregn að ókeypis er inn á tónleika hennar á
laugardag. Á tímum hækkandi bensín- og
matvælaverðs eru ókeypis tónleikar með
framúrskarandi tónlistarmönnum ávallt vel
þegnir.
Tónleikar Ólafar eru þó ekki það eina
fréttnæma sem á sér stað á Sólheimum á
laugardag. Í tilefni af 78 ára afmæli Sólheima
verður opnað nýtt þjónustuhús sem hefur
hlotið nafnið Vigdísarhús í höfuðið á frú
Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta
Íslands. Húsið verður formlega opnað kl.
15.30 á laugardag og eru allir velkomnir. - vþ
Ólöf syngur á Sólheimum
ÓLÖF ARNALDS Kemur fram á síðdegistónleikum
í Sólheimakirkju á laugardag.
ráðgjöf & málflutningur