Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 17
Andri Rafn Ingason flytur ásamt fjölskyldunni til Danmerkur í haust og byrjar þá í grunnskóla. Andri Rafn Ingason er fjörugur og skemmtilegur sex ára strákur sem er á leikskólanum Mánagarði. Í haust flytur hann ásamt fjölskyldunni til Dan- merkur þar sem hann hefur grunnskólanám. „Ég hlakka mjög mikið til að byrja í skólanum. Við erum að fara að flytja til Danmerkur þannig að ég er að fara í skóla þar,“ segir Andri Rafn spennt- ur og hlakkar mikið til að flytja. „Ég er meira að segja farinn að læra smá dönsku; ég kann að segja pabbi, maður segir far,“ segir hann ánægður með kunnáttuna. Andri Rafn ætlar að eignast fullt af vinum í Dan- mörku og læra dönsku. „Ég passa mig samt að gleyma ekki íslenskunni,“ segir hann og hlær og bætir við að hann ætli sjálfsagt líka að æfa fót- bolta. „Ég ætla kannski að fara að læra fótbolta í Dan- mörku; mig langar það rosalega mikið, mér finnst svo gaman í fótbolta,“ segir hann, en honum finnst skemmtilegt að leika sér með vinum sínum og þá ekki síður í handbolta en fótbolta. „Einn vinur minn er meira að segja líka að flytja til Danmerk- ur. Hann heitir Logi og við erum góðir vinir.“ Andri Rafn er hins vegar ekki búinn að gera upp við sig hvað hann ætlar að hafa fyrir stafni á næst- unni. „Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera í sumar. Ég ætla að gera eittvað skemmtilegt með með mömmu minni og síðan flyt ég til Danmerkur 11. ágúst.“ Þegar hann er inntur eftir því hvað hann langi að verða þegar hann verður stór kemur hik á hann. „Ég er bara ekki alveg búinn að hugsa hvað mig langar að verða.“ sigridurp@frettabladid.is Hlakkar til að læra dönsku og spila fótbolta Andri Rafn hlakkar mikið til að flytja til Danmerkur í haust þar sem hann sest á skólabekk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GAMAN Á ÁSTJÖRN Fjöldi barna sækir sumar- búðirnar á Ástjörn heim á hverju sumri. BÖRN 2 Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · Egg · Búsáhöld Kringlunni Útilegumaðurinn · Motor Max · Everest · Seglagerðin Ægir · www.weber.is X E IN N J G 5 x1 0 W eb er Q – gasgrill í úti-leguna! Bjóddu henniút að borða) FJALLGANGA FYRIR BYRJENDUR Bjarki Sverrisson, göngu- garpur gefur góð ráð. FERÐIR 3 HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA BÖRN GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.