Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 19
][ Tjaldútilegur eru vinsælar hjá mörgum á sumrin. Áður en haldið er af stað er nauðsynlegt að útbúa sig vel og taka góð föt með sér því veðrið getur breyst án fyrirvara.
Í nágrenni Reykjavíkur eru
mörg falleg fjöll sem skemmti-
legt er að ganga á. Að ýmsu
þarf þó að huga áður en lagt er
af stað.
Bjarki Sverrisson, kerfisstjóri og
göngugarpur, bendir mönnum á að
undirbúa sig vel fyrir fjallgöngur,
einkum og sér í lagi ef þeir eru
óreyndir. Best sé að byrja á fjöll-
um sem eru þægileg uppgöngu.
„Helgafell er mjög þægilegt;
Þarna er góður gönguslóði og
engir klettar. Fín aflíðandi brekka
og fallegt útsýni. Svo er Esjan
alveg við bæjardyrnar,“ segir
hann og bætir við að einnig sé gott
að byrja á Henglinum.
Að mati Bjarka er mikilvægt að
vera vel útbúinn, ekki síst hvað
skóm viðvíkur. „Ég er rosalega
kresinn á þetta. Fólk á að vera í
gönguskóm með ökklastuðningi,
ekki joggingskóm.“
Hann leggur líka til að fólk taki
með sér göngustafi. „Göngustafir
eru tilvaldir. Þegar gengið er upp
létta þeir álagið.“ Hann bætir við
að nauðsynlegt sé að hafa með sér
góðan hlífðarfatnað og farsíma ef
eitthvað skyldi koma upp á; láta
vandamenn síðan vita af ferðum
sínum og fara ekki einn síns liðs.
En getur fólk sem hefur litla
sem enga reynslu af fjallgöngum
ákveðið að skella sér fyrirvara-
laust upp á Helgafell? „Ég myndi
nú mæla með, ef menn eru alveg
blautir á bak við eyrun, að þeir
verði sér úti um göngukort af
svæðinu og vinni smá heimavinnu
áður en haldið er af stað,“ svarar
hann og bætir við: „Gott er að
byrja á að ganga hálfa leið upp
Esjuna. Margir ætla sér of mikið,
koma útkeyrðir til baka og missa
þar af leiðandi stóran hluta af
ánægjunni.“
Hann mælir síðan með að menn
nemi staðar þegar upp á tindinn er
komið. „Nauðsynlegt er að hafa
heitt á brúsa og eitthvað til að
narta í með þegar upp er komið.
Verðlauna sjálfan sig. Einnig er
gott að hafa vatn á brúsa því sums
staðar, eins og á Helgafelli, er ekk-
ert vatn.“ sigridurp@frettabladid.is
Mikilvægt að undirbúa sig
Bjarki Sverrisson göngugarpur segir að
góður hlífðarfatnaður og gönguskór séu
nauðsynlegir í fjallgöngu. FRETTABLAÐIÐ/ANTON
Ánægjuleg ganga í góðu veðri. MYND/BJARKI
Allra síðustu sætin!
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta
er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem
er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og
iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig
um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana
og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til
Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000
Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Veiðikortið veitir aðgang að rúmlega 30
vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins
5000 kr.–Og þú velur hvar og hvenær þú veiðir!
Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is
Fleiri veiðisvæði!
A
u
g
lý
si
n
g
as
ím
i
– Mest lesið