Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 6
6 2. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUMÁL Fólk frá Austur-Evr- ópu er „flutt inn“ til Íslands af skipulögðum glæpahópum gagn- gert til þess að fremja hér afbrot. Vísbendingar eru um að slíkt sé mun algengara en áður var talið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í hættumati Ríkislögreglu- stjóra á hryðjuverkum og skipu- lagðri glæpastarfsemi. Í skýrslunni segir að hnattvæð- ing, Evrópusamruni og stækkun Schengen-svæðisins hafi skapað nýja möguleika fyrir erlenda glæpahópa að hasla sér völl hér- lendis. Helsti vandi löggæslu snúi að fíkniefnasmygli, en því fylgi jafnan annars konar glæpastarf- semi á borð við peningaþvætti og vændi. Innan slíkra skipulagðra glæpa- hópa segir að finna megi harðs- víraða glæpamenn. „Full ástæða er til að óttast að enn aukin harka, þar með talinn vopnaburður, verði viðtekin í íslenskum undirheim- um.“ Fram kemur að íslenskir glæpamenn eigi oft í samstarfi við erlend glæpagengi, en jafn- framt sé stundum um samkeppni að ræða. „Ekki verður fram hjá þeirri hættu horft, að til átaka komi á milli glæpahópa á Íslandi.“ Talin er hætta á að þróunin geti af sér öfgahópa sem ali á andúð og hatri í garð útlendinga, einkum Austur-Evrópubúa, þó að því fari víðsfjarri að útlendingar séu ábyrgir fyrir allri skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Slíkra öfgahópa hafi þegar orðið vart. Þá eru vísbendingar um að útlendingar komi að skipulögðu vændi á Íslandi, og að starfsemin tengist mansalshringjum, einkum í Austur-Evrópu. Víst þykir að Íslendingar starfi með útlending- um á þessu sviði og segir í skýrsl- unni að ætla megi að umfang slíkrar starfsemi muni aukast. Niðurstaða ógnarmats vegna hryðjuverka er að hættustig sé með lægsta móti, það er að ekki séu fyrirliggjandi upplýsingar um hættu á hryðjuverkum, né talin ástæða til að auka viðbúnað lög- reglu vegna þeirra. Sá varnagli er þó sleginn að íslensk lögregluyfirvöld hafi tak- markaða möguleika til að afla sér upplýsinga um hugsanleg afbrot þar sem þau hafi ekki forvirkar rannsóknarheimildir. Þetta gildir jafnt um rannsóknir á hryðju- verkaógn sem skipulagðri glæpa- starfsemi. stigur@frettabladid.is Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI Umboðsmaður neytenda Ég á ágætis bleksprautuprentara, Canon PIXMA iP4000. Það eru komnar nýrri týpur, en allar eiga þær það sameiginlegt að nota blekhylki í 6- línunni. Hylkin í svona græjur eru rándýr og mér finnst ég alltaf þurfa að skipta um þau. Prentarinn þarf fimm hylki, fjögur lítil (gult, rautt, blátt og svart) og eitt stórt svart. Ég hringdi á fimm staði og fékk uppgefið verð. Eins og sést er mikill munur á verðinu. Allir nema ódýrasti aðilinn voru að selja sömu vöruna, hylki frá Canon. Griffill kom best út en Office 1 verst. Ég fór samt auðvitað og keypti mér hylki í Blek.is. Það er lítil búð í Ármúla 32 sem selur líka fæðubótarefni (vitamin.is). Afgreiðslu- maðurinn sagði að þessi kínversku hylki sem hann seldi („Longgo“) stæðust samanburð í allri almennri prentun en væru „kannski ekki mjög góð ef þú ert að prenta mikið út af ljósmyndum“. Í gegnum tíðina hef ég bæði keypt Canon-hylki og ódýrari tegundir eins og Dateline, sem fást stundum í Europris eða Griffli. Ég hef satt að segja ekki fundið mikinn mun á dýrum og ódýrum blekhylkjum, hvorki í endingu né gæðum. Nú er bara að sjá hvernig þessi ódýru hylki frá Blek.is gera sig. Það borgar sig að tékka á því hvað hlutirnir kosta: Misdýr blekhylki BLEKHYLKI Blek.is: 3.690 kr (738 stk.) Griffill: 5.750 kr (litlu: 1190 / stóra: 990) Elko: 6.275 kr (litlu: 1195 / stóra: 1495) Eymundsson: 8.200 kr (litlu: 1580 / stóra: 1880) Office 1: 8.750 kr (litlu í lit: 1690, litla svarta: 1790, stóra: 1890) Verðkönnun Dr. Gunna PRENTARINN MINN Blekhylkin eru rándýr. Fólk flutt inn til þess eins að fremja afbrot Skipulögð og harðsvíruð glæpagengi, erlend sem innlend, eru að ná styrkri fótfestu hér. Þeim fylgir vændi og útlendingahatur. Þetta segir í nýju hættumati lögreglu. Yfirvöld skortir forvirkar rannsóknarheimildir til að taka á vandanum. Sérstaklega er vikið að vélhjólaklúbbum í skýrslunni og þeirri hættu sem talin er af þeim stafa. Segir í skýrslunni að klúbburinn Fafner MC-Iceland, betur þekktur sem Fáfnir, hafi hlotið viðurkenningu sem stuðningsklúbbur Hells Angels. Þannig hafi hópur Íslendinga sem ítrekað hafi komist í kast við lögin stofnað til formlegra tengsla við skipulögð alþjóðleg glæpasamtök, sem löngum hafi verið umsvifamikil á sviði fjárkúg- ana, ofbeldis og fíkniefna- viðskipta, og tengist einnig vopnasmygli, skipulagningu vændis og mansali. FÁFNIR FÆR SÉRKAFLA Í HÆTTUMATINU JÓN TRAUSTI LÚTH- ERSSON Marg- dæmdur Fáfnisliði. LÖGREGLUMÁL Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild eftir árekstur á Vesturlandsvegi laust eftir klukkan hálftvö í gær. Ökumaður hafði stöðvað bifreið sína til að hleypa spóafjölskyldu yfir veginn þegar önnur bifreið kom aðvífandi og hafnaði á þeirri kyrrstæðu. Ökumaður og farþegi slösuðust og voru fluttir á slysadeild. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar kvartaði um eymsli og hugðist leita sjálfur læknis að sögn lögreglu. - ht Árekstur á Vesturlandsvegi: Stoppaði fyrir spóafjölskyldu MENNTAMÁL Fjöltækniskóli Íslands og Iðnskólinn í Reykjavík voru sameinaðir við formlega athöfn á Skólavörðuholti í gær. Skólinn heit- ir nú: Tækniskólinn - skóli atvinnu- lífsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra dró fána nýja skólans að húni ásamt Baldri Gísla- syni, skólameistara Iðnskólans í Reykjavík, og Jóni B. Stefánssyni, skólameistara Fjöltækniskóla Íslands. Tækniskólinn - skóli atvinnulífs- ins verður stærsti framhaldsskóli landsins en gert er ráð fyrir um 1.800 nemendum í dagskóla á kom- andi haustönn. Skólinn er einkarekinn og er rekstrarfélag hans í eigu Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, Samtaka iðnaðarins, Samorku, Samtaka íslenskra kaupskipaút- gerða og Iðnaðarmannafélags Íslands. Tækniskólinn verður rekinn með nýrri hugmyndafræði en stofnaðir hafa verið ellefu undirskólar, hver með sinn skólastjóra. Við þá starfa sérstök fagráð samansett úr full- trúum atvinnurekenda, launþega og fagkennara í hverri grein um sig. Jón Jósep Snæbjörnsson hefur verið ráðinn sérstakur félagsmála- frömuður skólans. - hþj Iðnskólinn í Reykjavík og Fjöltækniskóli Íslands sameinaðir Stærsti framhaldsskóli landsins IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK OG FJÖL- TÆKNISKÓLI ÍSLANDS SAMEINAÐIR Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækn- iskólans, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra og Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans, við sameininguna í gær. KÓPAVOGUR Fimmtíu lóðum hefur verið skilað í Vatnsendahlíð og Rjúpnahæð í Kópavogi. Nokkrar lóðir voru nýlega auglýstar í bænum og umsóknir sem um þær bárust voru nánast jafnmargar lóðunum. Bæjarfulltrúar Samfylkingar- innar segja þetta talsverð umskipti og telja að breytingarn- ar gætu haft slæm áhrif á fjárhag bæjarins næstu misseri. Sama er uppi á teningnum í Reykjavík þar sem á þriðja tug lóða við Úlfarsfell hefur verið skilað að sögn Ágústs Jónssonar, skrifstofustjóra á framkvæmda- sviði Reykjavíkurborgar. - ht Færri sækja um í Kópavogi: Umsóknir jafn- margar lóðum KÝPUR, AP Leiðtogar Kýpur- Grikkja og Kýpur-Tyrkja áttu fund í Nikosíu í gær til að leggja grunninn að sögulegum samn- ingaviðræðum um endursamein- ingu eyjarinnar. Þjóðabrotin tvö hafa lifað algerlega aðskilin síðan tyrk- neski herinn gerði innrás árið 1974. Tilefni innrásarinnar voru meint áform þáverandi ráða- manna á eynni að sameina hana Grikklandi. Fyrir nýjustu atlögunni að endursameiningu fara Dimitris Christofias, forseti gríska hlutans sem jafnframt er eina alþjóðlega viðurkennda ríkið á eynni, og Mehmet Ali Talat, leiðtogi lýðveldis Kýpur-Tyrkja sem Tyrkland viðurkennir eitt ríkja. - aa Viðræður á Kýpur: Stefnt að end- ursameiningu VON Mehmet Ali Talat, leiðtogi Kýpur- Tyrkja, Taye-Brook Zerihoun, erindreki SÞ, og Dmitris Christofias, forseti Kýpur- Grikkja, takast í hendur í Nikosíu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Landhelgisgæslan þurfti þegar í gær að hafa afskipti af skipi sem fara ætlaði ranga leið til hafnar við Faxaflóa. Nýjar reglur um siglingaleiðir við suður- og suðvesturströnd landsins tóku gildi í gær og fela í sér að stór skip og skip með hættulegan farm sigli eftir ytri siglingaleið til og frá Faxaflóa yfir Reykjaneshrygg. „Það er æskilegt að stór skip sigli hvert á móti öðru og ekki um svæði þar sem umferð annarra skipa er mikil,“ segir Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri hjá Landhelgisgæslunni. -ht Nýjar siglingaleiðir taka gildi: Ætlaði ranga leið til hafnar Eiga ljósmæður rétt á leiðrétt- ingu launa sinna? Já 88% Nei 12% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú farið í útilegu í sumar? Segðu skoðun þína á vísir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.