Fréttablaðið - 04.07.2008, Page 51

Fréttablaðið - 04.07.2008, Page 51
FÖSTUDAGUR 4. júlí 2008 27 Einn af virtustu organistum Dana um þessar mundir, Bine Katrine Bryndorf, prófessor í orgelleik við Konunglega Konservatoríið í Kaup- mannahöfn og organisti við Vartov- kirkju, kemur fram á tvennum tón- leikum í Hallgrímskirkju nú um helgina. Fyrst leikur hún á hádegis- tónleikum á morgun kl. 12 og síðan á kvöldtónleikum á sunnudag kl. 20. Á hádegistónleikunum leikur Bine Katrine Bryndorf verkið L’Ascension eftir Olivier Messiaen. Á þessu ári eru 100 ár síðan Messia- en fæddist og þess vegna fær orgel- tónlist eins af merkustu trúartón- skáldum 20. aldarinnar aukið rými á efnisskrám organista um allan heim. Verkið hefur undirheitið fjór- ar hugleiðingar fyrir hljómsveit þar sem að Messiaen skrifaði það fyrst sem hljómsveitarverk árið 1933 en umritaði það fyrir orgel ári síðar. Verkið fjallar um uppstign- inguna og tónskáldið valdi hverjum kafla verksins ritningartexta. Þetta verður í fyrsta skipti sem verkið er flutt í heild sinni á tónleikum í Hall- grímskirkju. Efnisskrá sunnudagstónleikanna er svo tvískipt. Í fyrri hlutanum mynda fjögur verk eftir Johann Sebastian Bach umgjörð um tvo kafla úr L’Ascension eftir Olivier Messiaen. Bach-verkin fjögur sem um ræðir eru hvítasunnusálmurinn Komm, heiliger Geist, Herre Gott, altarisgöngusálmurinn Schmücke dich, o liebe Seele og Tokkata og fúga í F-dúr. Tokkatan er sérlega áhrifamikil og einkennist af glæsi- legum fótspilseinleik. Á síðari hluta tónleikanna flytur Bryndorf Comm- otio eftir danska tónskáldið Carl Nielsen. Hann var vel að sér í verk- um Buxtehudes og Bach og endur- speglar Commotio það, því það skiptist í frjálsa kafla og fúgur eins og á dögum barokkmeistaranna. - vþ Bine Katrine leikur á orgel BINE KATRINE BRYNDORF Kemur fram á tónleikum í Hallgrímskirkju um helgina. Myndlistarsýning listamannsins Ýmis stendur nú yfir í kjallara Kaffi Hljómalindar að Laugavegi 23. Á sýningunni má sjá myndir sem unnar eru upp úr fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar Slugs. Breiðskífan inniheldur ell- efu lög og er hver mynd unnin upp úr einu lagi þannig að myndirnar eru einnig ellefu tals- ins. Myndirnar á sýningunni eru til sölu og eru verðlagðar eftir nokkuð sniðugu og rökréttu kerfi; fyrsta myndin kostar 1.000 kr. önnur 2.000 kr. og svo framvegis, þannig að síðasta myndin kostar 11.000 kr. Sýningin stendur til 12. júlí. - vþ Ýmis verk eftir Ými Gallerí Íbíza Bunker slær hvergi af í framkvæmdagleðinni. Þar verður opnuð í dag kl. 17 samsýn- ingin „aftur og aftur ... hring eftir hring ...“. Á henni eiga verk lista- mennirnir Anna Hrund Másdóttir og Bergdís Hörn Guðvarðardóttir. Þær stöllur eru nemar af öðru og þriðja ári myndlistardeildar Lista- háskóla Íslands. Anna og Bergdís vinna meðal annars með bjarta og sterka liti, form, endurtekningar, vöxt, með stærðfræðilegar og líf- rænar skírskotanir. Á sýningunni ber að líta innsetn- ingu þar sem þessir þættir taka á leik saman í rýminu. Klukkan 18.00 mun lúðrasveitin Mokkasína spila fyrir gesti. Gallerí Íbíza Bunker er til húsa í kjallaranum í Þingholtsstræti 31. Allir eru velkomnir á opnunina. - vþ Opnun í Íbíza Bunker RAGNHEIÐUR KÁRADÓTTIR OG SIGRÍÐUR TULINIUS Þessar framtakssömu ungu konur starfa við gallerírekstur í sumar. Sumartónleikar við Mývatn hefja sitt tuttugasta og annað starfsár nú um helgina. Tónleikar verða á laugardagskvöldum í Reykja- hlíðar kirkju, en einnig verða tón- leikar á fleiri stöðum í sveitinni. Tónleikarnir standa flestir í um eina klukkustund og er aðgangur ókeypis. Nýafstaðin er Kórastefnan við Mývatn og því skyldi engan undra að kórar eru í aðalhlutverki sumar- tónleikaraðarinnar í þessari söng- elsku sveit. Kórarnir eru sannar- lega ekki af verra taginu heldur glæsilegir fulltrúar kvenna og karla; annars vegar íslenskar ung- meyjar og hins vegar rússneskir kuflsöngvarar sem munu gleðja tónleikagesti í Þingeyjarsýslu. Fyrst hljómar einn af kórum Jóns Stefánssonar við Langholtskirkju, Graduale Nobili, sem hefur hlotið mikið lof og fjölmargar viðurkenn- ingar, meðal annars tilnefningu sem Bjartasta vonin 2008 hjá Íslensku tónlistarverðlaununum. Karlakór St. Basil-dómkirkjunnar í Moskvu heimsækir Ísland í þriðja sinn í ár. Kórinn sló í gegn á Lista- hátíð 2004, og nú syngur hann í annað sinn á Reykholtshátíð og svo við Mývatn á tvennum tónleikum 26. júlí. Þessi karlakór býður jafnt upp á hæstu og lægstu tóna sem heyra má, auk óviðjafnanlegrar rússneskrar karlakóratónlistar. Fyrstu tónleikar raðarinnar fara fram í Reykjahlíðarkirkju á morg- un kl. 21. Þar mun Graduale Nobili koma fram og gleðja eyru við- staddra með fögrum söng. - vþ Sumartónar við Mývatn KARLAKÓR ST. BASIL-KIRKJUNNAR Í MOSKVU Tekur þátt í tónleikaröðinni Sumartónleikar við Mývatn. Í kvöld verður bænastund í nafni umburðarlyndis og kærleika í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Þetta er ekki hefðbundin bæna- stund heldur er þetta bænastund allra trúarbragða og er til hennar stofnað að frumkvæði Snorra Ásmundssonar myndlistarmanns. Markmiðið er að fá sem flesta ein- staklinga og hópa sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð til að taka þátt í þessari sameiginlegu bæna- stund. Bænastundin stendur yfir í klukkutíma og hver og einn notar sína aðferð við bænahaldið. Bæna- haldið er öllum opið og er fólk ein- dregið hvatt til að koma og taka þátt í þessum atburði. Snorri Ásmundsson myndlistar- maður, sem undanfarin ár hefur ferðast heimshorna á milli með kærleikspíramídann sinn og beðið fyrir ást og kærleik öllum til handa, stendur fyrir þessum heimsvið- burði. Snorri hefur undanfarin ár lagt stund á gjörninga sem hafa oftar en ekki beinst að helstu feimnismálum almennings eins og pólitík, kynlífi og trúmálum. Borgarstjórnarframboð (Vinstri hægri snú 2002), forsetaframboð (2004), tilnefningar til heiðursborg- ara og sala aflátsbréfa eru dæmi um tiltektir hans. Hann hefur feng- ist við að skoða viðbrögð umhverf- isins, þ.e. viðbrögð fólks við því þegar viðurkenndum gildum er snúið á hvolf og þegar, annars valda- laus, einstaklingur tekur sér vald sem alla jafna er úthlutað eftir fyrir fram gefnum reglum. - pbb Bænastund í kvöld MYNDLIST Snorri Ásmundsson myndlistar maður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.