Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 4. júlí 2008 27 Einn af virtustu organistum Dana um þessar mundir, Bine Katrine Bryndorf, prófessor í orgelleik við Konunglega Konservatoríið í Kaup- mannahöfn og organisti við Vartov- kirkju, kemur fram á tvennum tón- leikum í Hallgrímskirkju nú um helgina. Fyrst leikur hún á hádegis- tónleikum á morgun kl. 12 og síðan á kvöldtónleikum á sunnudag kl. 20. Á hádegistónleikunum leikur Bine Katrine Bryndorf verkið L’Ascension eftir Olivier Messiaen. Á þessu ári eru 100 ár síðan Messia- en fæddist og þess vegna fær orgel- tónlist eins af merkustu trúartón- skáldum 20. aldarinnar aukið rými á efnisskrám organista um allan heim. Verkið hefur undirheitið fjór- ar hugleiðingar fyrir hljómsveit þar sem að Messiaen skrifaði það fyrst sem hljómsveitarverk árið 1933 en umritaði það fyrir orgel ári síðar. Verkið fjallar um uppstign- inguna og tónskáldið valdi hverjum kafla verksins ritningartexta. Þetta verður í fyrsta skipti sem verkið er flutt í heild sinni á tónleikum í Hall- grímskirkju. Efnisskrá sunnudagstónleikanna er svo tvískipt. Í fyrri hlutanum mynda fjögur verk eftir Johann Sebastian Bach umgjörð um tvo kafla úr L’Ascension eftir Olivier Messiaen. Bach-verkin fjögur sem um ræðir eru hvítasunnusálmurinn Komm, heiliger Geist, Herre Gott, altarisgöngusálmurinn Schmücke dich, o liebe Seele og Tokkata og fúga í F-dúr. Tokkatan er sérlega áhrifamikil og einkennist af glæsi- legum fótspilseinleik. Á síðari hluta tónleikanna flytur Bryndorf Comm- otio eftir danska tónskáldið Carl Nielsen. Hann var vel að sér í verk- um Buxtehudes og Bach og endur- speglar Commotio það, því það skiptist í frjálsa kafla og fúgur eins og á dögum barokkmeistaranna. - vþ Bine Katrine leikur á orgel BINE KATRINE BRYNDORF Kemur fram á tónleikum í Hallgrímskirkju um helgina. Myndlistarsýning listamannsins Ýmis stendur nú yfir í kjallara Kaffi Hljómalindar að Laugavegi 23. Á sýningunni má sjá myndir sem unnar eru upp úr fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar Slugs. Breiðskífan inniheldur ell- efu lög og er hver mynd unnin upp úr einu lagi þannig að myndirnar eru einnig ellefu tals- ins. Myndirnar á sýningunni eru til sölu og eru verðlagðar eftir nokkuð sniðugu og rökréttu kerfi; fyrsta myndin kostar 1.000 kr. önnur 2.000 kr. og svo framvegis, þannig að síðasta myndin kostar 11.000 kr. Sýningin stendur til 12. júlí. - vþ Ýmis verk eftir Ými Gallerí Íbíza Bunker slær hvergi af í framkvæmdagleðinni. Þar verður opnuð í dag kl. 17 samsýn- ingin „aftur og aftur ... hring eftir hring ...“. Á henni eiga verk lista- mennirnir Anna Hrund Másdóttir og Bergdís Hörn Guðvarðardóttir. Þær stöllur eru nemar af öðru og þriðja ári myndlistardeildar Lista- háskóla Íslands. Anna og Bergdís vinna meðal annars með bjarta og sterka liti, form, endurtekningar, vöxt, með stærðfræðilegar og líf- rænar skírskotanir. Á sýningunni ber að líta innsetn- ingu þar sem þessir þættir taka á leik saman í rýminu. Klukkan 18.00 mun lúðrasveitin Mokkasína spila fyrir gesti. Gallerí Íbíza Bunker er til húsa í kjallaranum í Þingholtsstræti 31. Allir eru velkomnir á opnunina. - vþ Opnun í Íbíza Bunker RAGNHEIÐUR KÁRADÓTTIR OG SIGRÍÐUR TULINIUS Þessar framtakssömu ungu konur starfa við gallerírekstur í sumar. Sumartónleikar við Mývatn hefja sitt tuttugasta og annað starfsár nú um helgina. Tónleikar verða á laugardagskvöldum í Reykja- hlíðar kirkju, en einnig verða tón- leikar á fleiri stöðum í sveitinni. Tónleikarnir standa flestir í um eina klukkustund og er aðgangur ókeypis. Nýafstaðin er Kórastefnan við Mývatn og því skyldi engan undra að kórar eru í aðalhlutverki sumar- tónleikaraðarinnar í þessari söng- elsku sveit. Kórarnir eru sannar- lega ekki af verra taginu heldur glæsilegir fulltrúar kvenna og karla; annars vegar íslenskar ung- meyjar og hins vegar rússneskir kuflsöngvarar sem munu gleðja tónleikagesti í Þingeyjarsýslu. Fyrst hljómar einn af kórum Jóns Stefánssonar við Langholtskirkju, Graduale Nobili, sem hefur hlotið mikið lof og fjölmargar viðurkenn- ingar, meðal annars tilnefningu sem Bjartasta vonin 2008 hjá Íslensku tónlistarverðlaununum. Karlakór St. Basil-dómkirkjunnar í Moskvu heimsækir Ísland í þriðja sinn í ár. Kórinn sló í gegn á Lista- hátíð 2004, og nú syngur hann í annað sinn á Reykholtshátíð og svo við Mývatn á tvennum tónleikum 26. júlí. Þessi karlakór býður jafnt upp á hæstu og lægstu tóna sem heyra má, auk óviðjafnanlegrar rússneskrar karlakóratónlistar. Fyrstu tónleikar raðarinnar fara fram í Reykjahlíðarkirkju á morg- un kl. 21. Þar mun Graduale Nobili koma fram og gleðja eyru við- staddra með fögrum söng. - vþ Sumartónar við Mývatn KARLAKÓR ST. BASIL-KIRKJUNNAR Í MOSKVU Tekur þátt í tónleikaröðinni Sumartónleikar við Mývatn. Í kvöld verður bænastund í nafni umburðarlyndis og kærleika í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Þetta er ekki hefðbundin bæna- stund heldur er þetta bænastund allra trúarbragða og er til hennar stofnað að frumkvæði Snorra Ásmundssonar myndlistarmanns. Markmiðið er að fá sem flesta ein- staklinga og hópa sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð til að taka þátt í þessari sameiginlegu bæna- stund. Bænastundin stendur yfir í klukkutíma og hver og einn notar sína aðferð við bænahaldið. Bæna- haldið er öllum opið og er fólk ein- dregið hvatt til að koma og taka þátt í þessum atburði. Snorri Ásmundsson myndlistar- maður, sem undanfarin ár hefur ferðast heimshorna á milli með kærleikspíramídann sinn og beðið fyrir ást og kærleik öllum til handa, stendur fyrir þessum heimsvið- burði. Snorri hefur undanfarin ár lagt stund á gjörninga sem hafa oftar en ekki beinst að helstu feimnismálum almennings eins og pólitík, kynlífi og trúmálum. Borgarstjórnarframboð (Vinstri hægri snú 2002), forsetaframboð (2004), tilnefningar til heiðursborg- ara og sala aflátsbréfa eru dæmi um tiltektir hans. Hann hefur feng- ist við að skoða viðbrögð umhverf- isins, þ.e. viðbrögð fólks við því þegar viðurkenndum gildum er snúið á hvolf og þegar, annars valda- laus, einstaklingur tekur sér vald sem alla jafna er úthlutað eftir fyrir fram gefnum reglum. - pbb Bænastund í kvöld MYNDLIST Snorri Ásmundsson myndlistar maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.