Fréttablaðið - 11.07.2008, Page 23

Fréttablaðið - 11.07.2008, Page 23
[ ]Lautarferðir eru tilvaldar um helgar ef veðrið er gott. Hægt er að fara til dæmis í Öskjuhlíðina eða Heiðmörk, fjölskyldan saman, borða góðan mat og eiga skemmtilega stund. Muggur á Bíldudal MÁLVERK EFTIR MUGG VERÐA TIL SÝNIS Í GAMLA BARNASKÓLANUM Á BÍLDUDAL FRÁ OG MEÐ MORG- UNDEGINUM. Listasýning með verkum eftir Mugg verður opnuð á Bíldudal laugardaginn 12. júlí. Sýnd verða málverk eftir Guðmund Þorsteins- son, þar á meðal olíumálverk, pastel- og vatnslitamyndir, teikningar og ljósmyndir. Sýningin verður haldin í gamla barnaskól- anum á Bíldudal og er opin frá klukkan 11 til 17 alla daga. Henni lýkur sunnudaginn 27. júlí. - mþþ Hjóladagur fjölskyldunnar, Tour de Hvolsvöllur, í Rangár- þingi eystra verður endurvak- inn næstkomandi laugardag. Hjólaferðin hefst klukkan tíu við Kaffi Langbrók í Fljótshlíð og verður hjólað að félagsheimilinu Hvoli. Hjólað verður eftir götunni í fylgd lögreglunnar hluta vegar. Reiknað er með að ferðin taki um klukkutíma. „Við erum í raun og veru að end- urvekja gamla hefð,“ segir Þuríð- ur Aradóttir, markaðs- og kynn- ingarfulltrúi Rangárþings eystra. „Það var árlega hjóladagur hérna. Svo óx það og óx og þetta var orðið heilt maraþon að lokum,“ segir Þuríður og bætir við að þá hafi farið að draga úr þátttöku hins almenna borgara. Að sögn Þuríðar er með þessari hjólaferð verið að efla hreyfingu og útivist. „Við erum að reyna að hvetja til þess að fólk fari út að hjóla,“ segir hún og bætir við að hjálmanotkun sé skylda í ferð- inni. - mmf Tour de Hvolsvöllur Hjólaferðin mun efla hreyfingu og útivist. Mynd úr safni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kassagítarar verða áberandi á Húnavökunni sem haldin er á Blönduósi nú um helgina. „Við ætlum að slá Íslandsmet í kassagítarspili í brekkusöng á laugardagskvöld og æfingar standa yfir í öllum hornum. Felix Bergsson er gamall Blönduósingur og hann ætlar að halda utan um þann þátt en hátíðin byrjar í kvöld í íþróttahúsinu með úrslitum í dægurlagakeppni sem efnt var til vegna 20 ára afmælis Blönduósbæjar. Þar stíga ýmsar stjörnur á svið og geisladiskur er kominn út með úrslitalögunum. Hann nefnist Vökulögin 2008.“ Þetta segir Hulda Birna Baldursdóttir sem skipulagt hefur Húnavökuna ásamt manni sínum, Einari Erni Jónssyni. Hátíðin er haldin nú í þriðja sinn að sumri til á vegum Blönduósbæjar og þau hjón hafa haldið utan um hana frá byrjun. Á morgun verður fjölskyldu- skemmtun og meðal atriða er Idol-keppni barna sem nefnist Míkró-húnninn. Gunni og Felix og Mercedes Club leggja sitt af mörkum að sögn Huldu Birnu og hún nefnir líka þrenna tónleika í kirkjunni, Blöndu- hlaup og stuðdansleik með Sálinni hans Jóns míns. Hinn íslenska safnadag ber upp á 13. júlí og frá kl. 14 á sunnudag verður dagskrá í Heimilisiðnaðar- safninu. Þar verður kembt og spunnið, heklað, gimbað, ofið og knipplað og gestum gefst kostur á að spreyta sig við hin margvíslegu handbrögð. Félagar úr Harmonikkuklúbbnum verða í safninu og taka í nikkuna. Húnavaka á sér langa sögu á Blönduósi sem menn- ingarhátíð að vori til. Hún lagðist af fyrir um 20 árum en hefur nú verið endurvakin með þessum hætti. - gun Spilað og sungið á Húnavöku Margt er til skemmtunar á Húnavökunni fyrir alla aldurshópa. MYND/JÓN.SIG. 2360 MCP hvitt vesti stort 3x15.ai 6/24/08 2:45:37 PM Útsalan hefst í dag 30-50% afsláttur Taktu hjólið með - settu það á toppinn. www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 Allar upplýsingar um er að finna á vef Stillingar www.stilling.is THULE ProRide 591 Einfaldar og stílhreinar hjólafestingar. Auðveldar í notkun. THULE OutRide 561 Fyrir þá sem eru vanir. Hjólið fest í framgaflinum. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.