Fréttablaðið - 11.07.2008, Síða 30

Fréttablaðið - 11.07.2008, Síða 30
fatastíllinn Margrét Rós Sigurjónsdóttir háskólanemi Margrét Rós hefur kvenlegan og elegant fatastíl hvort sem hún er í skvísufötum eða í flís- peysu. Hún á ekki langt að sækja það því móðir hennar er Björg Ingadóttir, fatahönnuð- ur í Spaksmannsspjörum. Fyrir hverju fellur þú alltaf? „Fötunum í Spaksmannsspjör- um sem ég hef notað síðan ég var 11 ára. Ég er enn þá að blanda elstu flíkunum saman við það nýjasta.“ Af hverju áttu mest í fataskápn- um? „90% af fötunum mínum eru úr Spaksmannsspjörum og eru fylgihlutir nokkuð áber- andi, enda getur góður fylgi- hlutur gert kraftaverk.“ Hvað eyðir þú miklum pen- ingum í föt á mánuði? „No comment!“ Hefur þú alltaf haft gaman af fötum? „Já, mamma leyfði mér að ráða hvernig ég setti fötin mín saman þegar ég var krakki og var ég oft mjög skrautleg. Ég kláraði þetta tímabil um 10 ára aldurinn og hef upp frá því verið frekar smart til fara.“ Áttu einhverja tísku- fyrirmynd? „Maður lítur auðvitað upp til flottra kvenna eins og Madonnu og mömmu. Konur sem kunna að endurnýja stíl- inn sinn en samt er alltaf ein- hver rauður þráður í gegn- um allt sem gerir þær að þeim sem þær eru – svalar og þær sjálfar.“ Uppáhaldsefn- ið? „Öll ekta efni hvort sem þau eru ný eða slitin.“ Uppáhaldsverslun- in? „Spaksmanns- spjarir.“ Uppáhaldshönnuðurinn? „Björg og Vala í Spaksmanns- spjörum, Stella McCartney og Balenciaga.“ Hvernig er uppáhaldslitapall- ettan þín? „Þegar ég ætla að vera töff og sexí klæðist ég svörtu með rauðum varalit. Þegar ég ætla að vera klár og elegant fer ég í náttúruliti og þegar ég er sjúskuð og þreytt heima fer ég í skæra liti svo ég týnist ekki.“ Þegar þú horfir til baka, hvaða tískutímabil myndir þú ekki vilja ganga í gegnum aftur? „Aldrei aftur tark-buxur!“ Hvernig er heimadress- ið þitt? „Joe Boxer-náttbux- ur og skærlitir hlýrabolir sem hressa mig við þegar ég er ómáluð.“ Hvað dreymir þig um að eign- ast núna? „Mig vantar flott útivistarföt.“ Hvaða flík gerir öll föt að skvísufötum? „Engin sérstök flík heldur nóg af sjálfsör- yggi.“ martamaria@365.is 1. Í kjól úr H&M, skóm frá Dr. Martins með kraga, grifflur, vesti og blóm frá Spaksmanns- spjörum. 2. Í samfestingi frá Spaksmannsspjörum. 3. Taska frá Sonia Rykel sem Margrét Rós keypti í París. 4. Belti og hálsfestar frá Spaksmannsspjörum. 5. Trefill með kristöllum frá Spaksmannsspjörum. 6. Vesti og buxur úr Spaksmannsspjörum. Skór úr Zöru. 7. Það er nauðsynlegt fyrir allar prinsessur að eiga svefngrímur. Þessi er úr smiðju Spaksmanns- spjara. 8. Skór frá Sport Max úr Max Mara-versluninni. 9. Þessi jakki er úr Spaksmanns- spjörum. 10. Bolur frá Spaksmannsspjörum. 11. Ullarvesti úr Spaksmannsspjörum. 1 6 Nóg sjálfsöryggi gerir öll föt að skvísufötum 10 11 9 2 8 5 7 4 3 F Ö S T U D A G U R /V A L L I 6 • FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.