Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2008, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 11.07.2008, Qupperneq 33
borgin mín ÓSLÓ KJARTAN HENRY FINNBOGASON knattspyrnumaður MORGUNMATURINN: Ég fæ mér alltaf kanilbollur á Statoil-bensín- stöðvunum. Þær eru alltaf heitar og fínar og mjög góðar með kókómjólk. Statoil er líka stærsta bensínstöðvakeðjan hérna svo það er alltaf auðvelt að nálgast bollurnar. SKYNDIBITINN: Það er virkilega góður hamborgarastaður hér sem er svolítið eins og Hamborgarabúllan á Íslandi. Ég man nú ekki alveg hvað hann heitir, en hann er á götu sem heitir Bogstad- veien og er svolítið eins og Skólavörðustíg- urinn. Gatan liggur niður að Karl Jóhann-göt- unni, sem er nokkurs konar Laugavegur. Á Bogstadveien eru langflottustu búðirnar og kaffihúsin svo búllan er á góðum stað. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Það er staður sem við fórum á í fyrsta skipti nýlega sem var bara nokkuð rómó. Hann heitir Liborus, og var alveg rosalega góður. Þriggja rétta máltíð með góðri steik virkaði vel. Þarna er samt ekkert sérstakt matar- þema og hægt að fá alls konar mat. LÍKAMSRÆKTIN: Ósló er ekkert svo ósvipuð Kaupmannahöfn, það eru hjólaleigur hér og þar og mjög gott að hjóla um. Maður kynnist líka borgum á annan hátt þegar maður hjólar um þær. Annars er ég ekkert mikið í líkamsrækt fyrir utan æfingar. UPPÁHALDSVERSLUNIN: Það eru tvær búðir sem berjast um það, og þær eru báðar á Bogstadveien. Sú fyrri heitir Volt, hún er reyndar líka á Karl Jóhann-göt- unni, og svo er rosalega flott Tiger of Swed- en-búð neðst á Bogstadveien. BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ: Ég myndi segja Frognerparken. Það er svona eins og Hljómskálagarðurinn sinnum fimmt- án. Þar erum við búin að vera mikið í góða veðrinu, kaupum einnota grill og pulsur og svona og liggjum á teppum í steikjandi hita. Þar er fullt af fólki og við erum búin að eyða mjög miklum tíma þar. BEST VIÐ BORGINA: Mér líður alltaf rosalega vel í þessari borg og finnst hún mjög notaleg. Fyrir mig er það besta að hafa fullt af Íslendingum og góðum vinum í borginni. Það skiptir öllu máli. sneri að sviðsframkomunni svo þetta var frekar mikið stress,“ segir Rebekka og minnist þess að hafa fengið hálfgert veruleika- sjokk áður en hún steig fyrst á svið með hljómsveitinni. „Þegar ég var baksviðs, rétt áður en ég fór á svið í Laugar- dagslögunum í fyrsta skipti hugs- aði ég bara hvað ég væri komin út í. Ég sem hafði bara verið að syngja á Grandrokk stuttu áður var allt í einu að fara að koma fram fyrir alþjóð í sjónvarpinu,” segir Rebekka og hlær við, en er sannfærð um að stífar æfingar og mikil þjálfun hafi skilað sér á sviðinu. Ánægð með annað sætið Annað sætið í undankeppni Evróvisjón virðist hafa komið sér vel fyrir Merzedes Club því eftir keppnina hefur hljómsveit- in haft nóg að gera. Þau hafa leik- ið í auglýsingum fyrir Símann og komið fram á ótal skemmtun- um víðs vegar um landið. Fyrsta plata bandsins, I wanna touch you, kemur út í dag og fram undan er ferð til Portúgal þar sem hljóm- sveitin mun troða upp ásamt nýrri bakraddasöngkonu á Club Kiss í lok mánaðarins. En var allt- af ákveðið að hljómsveitin myndi halda áfram eftir þátttökuna í for- keppninni? „Þetta átti náttúrlega bara að vera eitt lag í upphafi. Það varð miklu vinsælla en við höfðum ímyndað okkur og fyrir úrslita- kvöldið var búið að bjóða okkur plötusamning hjá Senu. Stuttu eftir keppnina var því farið að ræða framhaldið,“ útskýrir Re- bekka og segir hópinn ná mjög vel saman. „Egill, Hans og Gassi koma úr sama vinahópnum en við Hlynur komum svolítið úr öðrum áttum. Þetta eru alveg frábærir strák- ar og við hittumst náttúrulega oft í kringum æfingar og heyr- umst í síma varðandi það sem við erum að gera,“ segir Rebekka sem sækir reglulega tíma í raddþjálf- un hjá Hildi Guðnýju Þórhalls- dóttur, kennara hjá FÍH, auk þess að æfa með hljómsveitinni. Aðspurð hvort hún stundi lík- amsrækt af krafti með hljóm- sveitarmeðlimum sínum, segir Re- bekka svo ekki vera. „Ég má varla hnerra án þess að missa tvö kíló og ef ég verð lasin og missi mat- arlystina í smá tíma hrynja kílóin af mér. Mér finnst það alveg óþol- andi og fer í ræktina til að bæta á mig og stækka vöðvana. Fita virð- ist bara ekki setjast utan á mig og fáir átta sig kannski á því að það er alveg jafnleiðinlegt og að eiga erfitt með að grenna sig. Ég hef alltof oft fengið að heyra „óskap- lega ertu horuð“ en ég passa mig að sleppa ekki úr máltíð og drekka prótínsjeik til að verða ekki of grönn,“ segir Rebekka. Framtíðin óráðin Með nýútkomna plötu og utan- landsferð í spilunum leikur for- vitni á að vita hver framtíðaráform Merzedes Club eru, en Rebekka vill lítið sem ekkert gefa upp um framhaldið. „Valli Sport og Barði sjá algjörlega um þetta, en það er aldrei að vita hvort við förum eitt- hvað meira út fyrir landssteinana. Það eru ýmsar hugmyndir í loft- inu en hvað verður kemur bara í ljós,“ segir Rebekka sposk á svip. „Þetta hefur allt gerst svo hratt að ég hef varla náð að átta mig, en ég er samt búin að njóta hverrar mínútu til hins ítrasta. Draumur- inn er náttúrlega að lifa á tónlist- inni,“ segir Rebekka að lokum. 11. JÚLÍ 2008 FÖSTUDAGUR • 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.