Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 40
Árni Johnsen er fæddur 01.03
1944. Þegar fæðingardagur-
inn er lagður saman kemur
út talan 22. „Þetta er alger
verðlaunatala en fólk sem
hefur hana í fæðingardegi
sínum hefur mikla krafta og
er andlega þenkjandi. Hann fær örugglega
fyrirboða í draumi og hefur mikið innsæi
fyrir hlutunum. Í kringum Árna er mikil álfa-
orka og þar af leiðandi þrífst hann best í sveit,
stórborgarlíf á ekki við hann. Síðastliðin fjög-
ur ár voru ætluð til að breyta lífi hans og nú
byrjar hann að uppskera. Ef fólki finnst hann
vera mikið í fjölmiðlum núna þá er þetta bara
rétt að byrja. Hann á eftir að hjálpa lítil-
magnanum og standa keikur sama hvað
hver segir. Hann var trúlega dálítið of-
virkur peyi og þar af leiðandi er hann
mjög fljótfær. Hann þyrfti að hugsa sig
um þrisvar áður en hann segir eitt-
hvað. Hann er hins vegar „origin-
al“ og skammast sín ekki fyrir
sjálfan sig. Ég get séð Árna
fyrir mér sem bæjarstjóra
í Vestmannaeyjum. Árni er
að fara yfir á töluna fimm
sem er hress og skemmti-
leg tala. Þessi tala teng-
ir hann við útlönd. Í fram-
tíðinni verður hann sterklega tengd-
ur Færeyjum.“ Þegar ástarmálin
ber á góma segir Sigríður að hann
sé búinn að finna þá einu réttu og
þau muni standa saman hvað
sem á muni dynja. „Í fram-
tíðinni á hann eftir að
fá miklu meiri stuðning
en hann grunar. Hann á
eftir að koma miklu í
verk. Til hamingju, Árni,
þú ert Vestmannaeyingur
númer 1.“
www.klingenberg.is
SIGRÍÐUR KLINGENBERG spáir fyrir Árna Johnsen
Hann á eftir að fá mikinn stuðning
FÖSTU
DAGUR
LEIÐIR TIL
AÐ GERA
FÖSTUDAG
ÓGLEYM-
ANLEGAN5
Jón Jósep
Snæbjörnsson
söngvari
Mér finnst ógeðs-
lega gaman að
spila á balli eða
vera með gigg í
heimahúsum á
föstudögum. Yfir-
leitt er ég spenntur
alla vikuna og svo
leysist spenningur-
inn úr læðingi.
Mér finnst gaman að fara í bíó, það
getur verið ótrúlega góð afslöppun.
Ef ég er laus seinni partinn sæki ég
strákana mína fyrr í leikskólann og fer
með þá í Húsdýragarðinn eða eitthvað
álíka skemmtilegt.
Svo finnst mér gaman að hitta vini
mína í kaffi á Kaffitári. Mér finnst kaffið
þar svo ótrúlega gott.
Á föstudög-
um finnst
mér dás-
amlegt að
eiga gæða-
tíma með
Rósu, kon-
unni minni.
Þá setjum
við börnin í
pössun og
förum út að
borða.