Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2008, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 11.07.2008, Qupperneq 52
28 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR Snillingurinn Beck er búinn að senda frá sér sína átt- undu breiðskífu. Gripurinn nefnist Modern Guilt og til liðs við sig hefur hann feng- ið enga aðra en Cat Power og Danger Mouse. Steinþór Helgi Arnsteinsson at- hugaði hvort Beck sé enn eini maðurinn með viti í Vísindakirkjunni. Óhætt er að fullyrða að Beck David Campbell, sem flestir þekkja sem Beck Hansen, sé með áhrifamestu og farsælustu tónlistarmönnum síð- ustu fimmtán ára. Allt frá því að Loser skaut honum upp á stjörnu- himininn árið 1994 hefur Beck sann- að að hann er einmitt andstæðan. Mellow Gold, Odelay og Sea Change eru allt plötur sem geta haldið nafni skapara síns á lofti um ókomna tíð. Hinar fimm plötur Becks hafa líka margt gott til brunns að bera þó svo að þær séu ekki eins mikil meistaraverk og fyrrnefndar þrjár plötur. Síðustu verk drullugóð Næstnýjasta breiðskífa Becks, á eftir Modern Guilt auðvitað, nefnd- ist The Information og leit dagsins ljós á seinni hluta ársins 2006. Plat- an var tekin upp af samferðarmanni Becks til margra ára, Nigel Godrich, og þrátt fyrir að hafa ekki verið alveg nógu sterk þegar á heildina var litið innihélt hún mörg fantafín lög. Best þeirra var ofurslagarinn Nausea sem verður að teljast með betri lögum Becks frá upphafi. Annað lag sem má setja í hillu með hinum frábæru lögum Becks er Timebomb sem kom út sem stök smáskífa í fyrra. Lagið inniheldur dynjandi harðan takt og na-na-na- na viðlag og endaði á því að færa Beck eitt stykki Grammy-tilnefn- ingu, takk fyrir. Bomba eða helíumblaðra? Timebomb og Nausea eru samt ekk- ert í líkingu við lögin á nýju plöt- unni. Hljómurinn er miklu tærari og lífrænni en samt mjög Beck- legur. Handbragð mannsins á tökk- unum, Danger Mouse, er nokkuð auðþekkjanlegt og saman fara hann og Beck í „nostalgíuferð“ til „sæka- delíu“ sjöunda áratugarins. Samt fær maður það alltaf meira og meira á tilfinninguna að snilli- gáfa Danger Mouse sé að útvatnast. Allavega er hann ekki að gera nærri eins ferska hluti og heyrðust í upp- hafi frá honum. Þrátt fyrir að sam- starf Becks og Danger Mouse líti feikilega vel út á pappírunum þá kemur ekkert á óvart að útkoman sé örlítil vonbrigði. Vísindakirkjan svertir orðsporið Ekkert skemmir samt jafn mikið fyrir Beck eins og sú staðreynd að hann er sóknarbarn í Vísindakirkj- unni en það hefur hann verið frá blautu barnsbeini. Hvernig getur svona velþenkjandi tónlistarmað- ur tekið þátt í svona vitleysu? Auð- vitað á maður samt ekki að dæma Beck fyrir hans trúarskoðanir en það er vissulega erfitt að líta fram hjá þessari staðreynd. Beck er eftir sem áður ekki búinn að missa það algjörlega eins og nokkrir aðrir listamenn innan Vísinda- kirkjunnar og það samþykkja gagnrýnendur. Nýja platan kom nokkuð eins og þruma úr heiðskíru lofti og aðdá- endur fengu stuttan fyrirvara. Því miður er þruman þó máttlítil. Plat- an fær þokkalega dóma meðal pressunnar, flesta jákvæða en það er enginn slefandi. Lögin á plöt- unni eru tíu og ekkert þeirra er lélegt. Samt eiga flestir eftir að skipta fljótt um Beck-plötu í spil- aranum um leið og þeir hafa lokið sér af með Modern Guilt. tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Dennis Wilson var í miðjunni af Wilson-bræðrunum þremur í Beach Boys. Hann spilaði á trommur og þótti standa þeim Brian og Carl nokkuð að baki hvað tónlistarhæfileika varðaði þótt hann væri þeirra duglegastur á brimbrettinu og djammaði stíft. Dennis drukknaði sem kunnugt er síðla árs 1983, en sex árum fyrr sendi hann frá sér sína fyrstu og einu sólóplötu. Hún kom mikið á óvart og sýndi að það leyndist hæfileikaríkur tónlistarmaður í kvennagullinu og partíljóninu Dennis Wilson. Platan, Pacific Ocean Blue, hefur ekki verið endurútgefin fyrr en nú og þó að hörðustu Beach Boys-aðdáendum hafi verið kunnugt um ágæti hennar þá verður þessi nýja endurútgáfa eflaust stór uppgötvun fyrir marga. Dennis gerði Pacific Ocean Blue með félaga sínum til margra ára, Gregg Jakobsen. Platan er fremur róleg og alvarleg og mjög heilsteypt og vel heppnað verk, ríkulega útsett og tilkomumikil. Nýja útgáfan af plötunni er tvöföld og hlaðin aukaefni. Það hefur greinilega verið farið yfir allar upptökur sem til voru og valið úr það besta. Auk upphaflegu Pacific Ocean Blue-laganna eru fjögur aukalög frá gerð hennar á fyrri disknum, en seinni diskurinn inniheldur upptökur af annarri sólóplötu Dennis Wilson, Bambu, sem hann náði aldrei að klára, enda hafði hann misst tökin vegna langvar- andi áfengis- og eiturlyfjaneyslu þegar þar var komið sögu. Með Pacific Ocean Blue var Dennis fyrstur Wilson-bræðra til að senda frá sér sólóplötu. Margir vilja líka halda því fram að platan sé besta sólóplata Beach Boys-meðlims. Ekki ætla ég að leggja dóm á það, en þetta er hörku plata svo mikið er víst. Enduruppgötvað meistaraverk DENNIS WILSON Útgáfan á Pacific Ocean Blue er stórviðburður fyrir Beach Boys-aðdáendur. Tónlistarkonan Lay Low fylgir eftir sólóplötunni Please don‘t hate me með nýrri plötu sem kemur út í október. Please don‘t hate me kom út fyrir jólin 2006 og vakti mikla athygli á Lay Low. Í fyrra kom svo út tónlist úr leikritinu Ökutímar og Lay Low tók einnig þátt í plötu Benny Crespo‘s Gang. Lay Low tekur nú plötuna upp ásamt enskum aðstoðarmönnum í Toe Rag hljóðverinu í London. Þar er notast við antikmuni til upptöku, meðal annars átta rása segulband. Liam Watson, eigandi hljóðversins, tekur plötu Lay Low upp, en hann er eiginlega einn af innanstokksmun- unum. Toe Rag-hljóðverið varð heimsfrægt þegar hljómsveitin The White Stripes tók þar upp plötuna Elephant, en meðal annarra kúnna má nefna Supergrass, The Zutons og The Kills. Útgáfudagur nýju Lay Low- plötunnar er 16. október. Lay Low tekur upp > Plata vikunnar Benni Hemm Hemm - Murta St. Calunga ★★★★ „Þó að Murta St. Calunga sé fulllík fyrri plötum Benna Hemm Hemm þá er hún létt- ari og skemmtilegri heldur en síðasta plata. Góð lög og vel heppnuð smáatriði í útsetn- ingum lyfta henni upp.“ TJ > Í SPILARANUM Merzedes Club - I Wanna Touch You The Hold Steady - Stay Positive Black Kids - Partie Traumatic Dr. Dog - Fate CSS - Donkey MERZEDES CLUB CSS TEKUR UPP Á FORNGRIPI Lay Low snýr aftur í október. Vísindakirkjupopp Becks HELSTU PLÖTUR BECKS MELLOW GOLD 1994 ★★★★ ODELAY 1996 ★★★★★ MUTATIONS 1998 ★★★ MIDNITE VULTURES 1999 ★★★ SEA CHANGE 2002 ★★★★★ GUERO 2005 ★★★ THE INFORMATION 2006 ★★★ MÁTTLÍTIL PLATA Beck var að senda frá sér nýja plötu sem hefur fengið þokkalega dóma. Þó margt forvitnilegt sé á plötunni að finna virðast þó flestir sammála um að hún flokkist ekki með hans bestu plötum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.