Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2008, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 11.07.2008, Qupperneq 55
FÖSTUDAGUR 11. júlí 2008 31 Söngkonan Lily Allen hefur tekið á ný saman við fyrrverandi kærasta sinn Ed Simons. Parið staðfesti samband sitt á svipaðan hátt og Lindsay Lohan og Samantha Ronson, þau nýttu sér tæknina og breyttu upplýsingunum á upphafssíðu sinni á Facebook úr „einhleyp“ yfir í „í sambandi“. Lily missti ömmu sína fyrir stuttu og leitaði huggunar hjá Ed og virðist sem að þá hafi lifnað í gömlum glæðum. Samkvæmt The Sun á Ed að hafa skrifað skilaboð á Facebook síðu Lily þar sem hann segist vera mjög ánægður með að vera í sambandi á ný. Ánægð í sambandi ÁNÆGÐ Lily og Ed hafa tekið saman á ný Opnunartími: mán - fim 10:30 - 18:00 fös 10:30 - 19:30 laugardaga 10:30 - 18:00 Laugavegi 7 101 Reykjavík Sími 561 6262 www.kisan.is Heimsþekkt vörumerki eins og Sonia Rykiel, Bonpoint, Jamin Puech, Orla Kiely og fleiri ... Útsalan er hafin Bræðurnir Gunnar og Kristján reka verslunina Kjötborg á Ásvallagötu. Þeir og verslunin voru viðfangsefnið í nýlegri heimildamynd en þeir bræður kannast þó ekki við að vera orðnir stjörnur. Í heimildarmyndinni Kjötborg er fylgst með lífi og starfi bræðranna Gunnars og Kristjáns sem saman reka litla hverfisverslun á Ásvallagötu. Heimildar- myndin vann til verðlauna á Skjaldborgarhátíðinni í ár og fékk mjög góða aðsókn í kvikmyndahúsum borgarinnar og mætti því segja að bræðurnir séu orðnir hálfgerðar stjörnur. Gunnar vill þó ekki kannast við það og tekur vinsældum myndarinnar með miklu jafnaðargeði. „Við eru ekki orðnir stjörnur, ég held að maður þurfi nú að gera miklu meira en bara það að vera maður sjálfur til þess að geta talist stjarna í dag. Það eru aðallega viðskiptavinir okkar sem minnast á myndina við okkur þegar þeir koma í búðina,“ segir Gunnar um nýfengna frægð. Sjálfum finnst honum myndin mjög góð, þótt honum hafi fundist undarlegt að horfa á sjálfan sig á kvikmynda- tjaldinu. „Myndin náði að fanga vel andann sem ríkir hér hjá okkur. Þetta hefði geta orðið mjög þurr mynd en Helga og Hulda unnu mjög vel úr öllu þessu efni.“ Gunnari og Kristjáni var boðið á sérstaka forsýn- ingu myndarinnar en aðeins Gunnar gat mætt þar sem Kristján stóð vaktina í Kjötborg. „Við erum bara tveir sem vinnum hérna og við leysum hvor annan af þegar þess þarf. Búðin er bara lokuð ellefu daga á ári,“ segir Gunnar. Bræðurnir hafa rekið Kjötborg síðan 1981 og segja viðskiptin ganga ágætlega. „Þetta er ekkert bullandi gróðadæmi heldur meira spurning um sjálfstæði og lífsstíl. Þetta er greinilega eitthvað í genunum í okkur, að vilja ráða sér sjálfur.“ Gunnar segir að smákaupmennska sé liðin tíð, í Reykjavík hafi eitt sinn verið kaupmaður á hverju götuhorni en nú séu verslunarkeðjur ríkjandi á markaðnum. Bræðurnir þekkja flesta viðskiptavini sína með nafni. Margir koma við í versluninni nokkrum sinnum í viku oft til þess eins að fá sér gos og spjalla um daginn og veginn. „Maður lærir að þekkja fólkið og áhugamál þess, sumir sem versla hér eru miklir íþróttaunnendur, aðrir hafa gaman af pólitík og sumir leita til okkar með ráðleggingar í einkalífinu. Kúnnanum finnst gott að við þekkjum hann og að hann geti beðið um sígarettur og við vitum hvaða tegund hann reykir.“ Fyrir stuttu var haldin sérstök sýning á myndinni á elliheimilinu Grund, en margir viðskiptavinir Kjötborgar eru einmitt búsettir þar. Gunnar segir að íbúarnir á Grund hafi margir lýst yfir ánægju með myndina og sagst hafa haft gaman af sýningunni. „Fólkið á Grund hefur verslað hjá okkur lengi og ég held að það brjóti upp daginn hjá þeim að kíkja hingað yfir til okkar. Hér hittir það líka annað fólk og fær víðari þverskurð á mannlífinu en venjulega.“ Þeir Kjötborgarbræður eru uppaldir í Fossvoginum og segjast vera Víkingar í húð og hár. „KR-ingar eru okkar höfuðviðskiptavinir, Víkingarnir eru blessunar- lega í annarri deild en KR núna en samvinnan við þá hefur þó alltaf verið góð,“ segir Gunnar um kúnna- hópinn sinn. Aðspurður um hvort hann mundi leika sjálfan sig aftur ef framhaldsmynd yrði gerð hlær hann við: „Kjötborg 2, það er skemmtileg hugmynd. Ég á ekki von á því að það gerist en það er aldrei að vita. Annars var allt fólkið sem kom að myndinni svo yndislegt og gott að ég væri alveg til í að vinna með því aftur.“ sara@frettabladid.is Stjörnurnar í Kjötborg KAUPMENN AF GAMLA SKÓLANUM Gunnar og Kristján loka Kjötborg aðeins ellefu daga á ári FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þungarokkarar landsins geta farið að snyrta kleinuhringina því þýska „thrash“-sveitin Contrad- iction er mætt á klakann og ætlar að hýða hljóðfærin sín opinber- lega á næstu dögum. Hljómsveit- in kemur frá Wuppertal í Þýska- landi og var stofnuð árið 1989. Fimm breiðskífur, aragrúi minni útgáfna og ótal tónleikar liggja eftir sveitina og hún hefur verið að komast inn fyrir þröskuld þungarokksins með síðustu plötu, The Warchitect. Platan hefur fengið afburða dóma og sveitin hefur túrað með Overkill og Sac- red Reich, sem ásamt böndum eins og Slayer og Metallica (í upp- hafi ferilsins) teljast til helstu risa „thrash metalsins“. Contradiction lofar ógleyman- legum þungarokkstónleikum og spilar á Eistnaflugi á Neskaups- stað í kvöld. Svo er það Gamli baukur á Húsavík á sunnudags- kvöldið þar sem Dark Harvest, Atrum og Disturbing Boner sjá um forleikinn ásamt Húsavíkur- sveitinni Innvortis, sem er að spila í fyrsta sinn í heimabænum í langan tíma. Síðustu tónleikarnir í Íslandsferð Contradicition verða svo í höfuðborginni, í Hellinum, TÞM, á mánudagskvöldið ásamt Severed Crotch, Dark Harvest og Músiktilraunasigurvegurunum í Agent Fresco. Ekkert aldurstak- mark er á tónleikunum 13. og 14. júlí og það kostar þúsundkall inn. Húsið opnar kl. 18 í bæði skiptin og fyrsta band fer á svið hálftíma síðar. Athygli er vakin á að tón- leikarnir í Reykjavík eru búnir snemma, eða um klukkan 21, enda þarf þýska bandið að komast í flug síðar um kvöldið. - glh Þýskar hýðingar á Íslandi EKKERT PÍKUPOPP Contradicition spilar thrash og ekkert kjaftæði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.