Fréttablaðið - 11.07.2008, Síða 57

Fréttablaðið - 11.07.2008, Síða 57
FÖSTUDAGUR 11. júlí 2008 33 „Þeir eru að spila á mjög stórum stöðum úti í Svíþjóð,“ segir Daníel Ólafsson - Danni Deluxe - plötusnúður með meiru. Á laugardagskvöld munu tveir Svíar sem kalla sig B-line crew spila á Prikinu ásamt Danna Deluxe sjálfum. „Ég fór og spilaði hjá þeim úti í Stokkhólmi fyrir ári síðan og nú eru þeir að koma hingað,“ segir Danni. Danni segir þá félaga spila á öllum stærstu skemmtistöðum Stokkhólms og víðar. „Þeir eru almennt vel séðir.“ Ekkert kostar inn á Prikið. Sænskir plötusnúðar á Prikinu DANNI DELUXE Stendur fyrir komu B- line crew til Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN Sienna Miller og nýi kærastinn hennar, leikarinn Balthazar Getty, eyddu saman nokkrum sólardög- um á Ítalíu. Líkt og áður hefur verið greint frá er Getty þessi kvæntur og fjögurra barna faðir og þó að það sjáist æ oftar til hans og Siennu saman hefur hann þrætt fyrir þann orðróm að þau séu saman. Eiginkona Gettys er skiljanlega mjög ósátt með samband eigin- mannsins við Siennu og á að hafa flutt út af heimili þeirra hjóna með börnin fjögur. Gestur á veitingastaðn- um sagði að Sienna og Getty hefðu verið mjög ókurteis við starfsfólk og að Sienna hefði keðjureykt yfir matnum. Hjónadjöfull- inn Sienna Verkið Superhero eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur hefur verið tekið upp að nýju í Jaðarleikhúsinu í Hafnar- firði. Leikari verksins, Erik Hakan- son kom til landsins til að taka þátt í Act alone á Ísafirði, en verkið var frumsýnt í fyrra á Björtum dögum. Eyrún talar vel um Erik. „Honum var alltaf sagt að hann gæti ekki orðið leikari en hann hélt sínu til streitu og komst inn. Þegar ég kynntist honum langaði mig að semja leikrit fyrir hann, sem ég gerði og úr varð Superhero. Það fjallar um leitina að ofurhetjunni sem er innra með okkur öllum.“ Þau kynntust í Rose Bruford-skól- anum, en síðan þá hefur Eyrún rekið Jaðarleikhúsið, leikið með og leikstýrt Dan Kai Teatro-hópnum og samið eigin verk. Erik og aðalpersóna verksins, Peter Brown eru líkir að mörgu leyti. „Ég er öðruvísi en annað fólk því ég, eins og Peter Brown, er undir áhrifum frá teiknimyndasög- um. Margir á okkar aldri hafa vaxið upp úr hetjudýrkuninni en ekki við.“ segir Erik. Hann telur marga dreyma um ofurhæfileika. „Það er ekkert að því að eiga sér draum og leyfa honum að gefa sér innblást- ur.“ Þeir eru samt ekki alveg eins. „Peter hefur verið stjórnað af foreldrum sínum allt sitt líf. Hann hefur aldrei tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Ólíkt mér sem hef allt- af haft stuðning foreldra minni og getað komist að eigin niðurstöðum, allavega eftir ákveðinn aldur.“ Erik er hrifinn af landinu. „Mér þykir vænt um Ísland, ekki bara af því að það er fallegt og fólkið er yndislegt heldur líka af því að fólk hér er duglegt við að fara í leikhús. Ég er ánægður að geta notað það sem ég geri best til að tengjast því.“ Auk Superhero er Eyrún að vinna kvikmynd tengda jafningjafræðslu í Gamla Bókasafninu, Hafnarfirði með 16-20 ára leikurum. Tökur klárast á morgun. „Við fengum svo- lítið af þjóðfrægum einstaklingum til að koma og gefa vinnu sína og taka þátt. Krakkarnir eru í öllum aðalhlutverkum en Geir Ólafs, Beggi og Pacas af Hæðinni og fleiri sjást í aukahlutverkum,“ segir Eyrún. Frumsýnt verður í septemb- er. Sýningar á Superhero verða í kvöld, föstudags- og laugardags- kvöld í Jaðarleikhúsinu. Hægt er að panta miða í síma 867-2675 og kostar 1200 krónur inn. Leikið er á ensku. -kbs Ofurhetja að innan DREYMIR UM OFURHÆFILEIKA Erik Hakanson segist líkur persónu sinni í Superhero. MYND/EYRÚN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.