Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 27
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA SUMAR VINNUVÉLAR O.FL. Aníka Rós Pálsdóttir heldur mikið upp á peysu frá Naketano en merkinu kynntist hún á MySpace. Þegar Aníka Rós Pálsdóttir er innt eftir uppáhaldsflík- inni sinni segir hún hana vera peysu frá vörumerkinu Naketano. „Ég er reyndar í henni akkúrat núna. Þetta er hálf síð peysa og síddin er fullkomin því maður getur bæði verið í gallabuxum eða leggings við hana. Hægt er að klæða hana upp og niður svo hún hentar hvort sem er úti á lífinu eða í hvunndeginum,“ segir Aníka. Aníka kynntist Naketano-merkinu fyrir um einu og hálfu ári á MySpace-síðu. „Ég hafði samband við fyrir- tækið því mér fannst þessi föt henta á íslenskum markaði. Það var tekið vel í það og ég fékk línuna,“ segir Aníka sem hefur nú opnað verslunina Tara að Laugavegi 54 með vörum frá uppáhaldsmerkinu sínu, Naketano. „Ég féll alveg fyrir merkinu. Þetta eru föt sem henta við mörg tækifæri og eru einstaklega þæg- inleg.“ Flíkurnar eru flestar úr kembdri bómull sem þýðir að allir litlu þræðirnir hafa verið fjarlægðir og þeir löngu eingöngu notaðir. Það gefur meiri mýkt og end- ingu og flíkurnar afmyndast ekki í þvotti. Aðrar flíkur eru úr modal-efni sem er unnið úr trjákvoðu og birki og eru mjúkar og þægilegar viðkomu. „Með litavali og lögun segjast hönnuðirnir vera að framleiða flíkur sem verða að uppáhaldsflíkum. Ég var einmitt að fá skilaboð frá stelpu sem keypti sér peysu hjá mér og hún segist alltaf vera í henni.“ Aníka hefur stundað nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og ætlaði sér alls ekki að fara út í rekstur á næstunni. „Síðan kynntist ég þessu merki og boltinn fór að rúlla. Það var númer eitt, tvö og þrjú að klára skólann en það varð númer þrjú,“ segir Aníka sem ætlar að taka sér tímabundið frí frá skóla á meðan hún kemur verslunarrekstrinum í réttan farveg. mariathora@frettabladid.is Fatnaður úr trjákvoðu Aníka í eftirlætis flíkinni sinni, peysu frá Naketano. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐMUNDUR ARI ARASON AUKNAR VINSÆLDIR Metaðsókn hefur verið í Frístundamiðstöðina Gufunesbæ í Grafarvogi í sumar. Sífellt fleiri sækja þá fjölbreyttu afþreyingu sem þar er í boði. SUMAR 6  Gönguhátíð í Grindavík um Verslunarmannahelgina Nánari uppl.í Saltfi sksetrinu s: 420 1190. Frítt á tjaldsvæði fyrir gesti gönguhátíðar GOTT SKIPULAG Mikilvægt er að hafa góða vinnuaðstöðu í huga þegar verið er að hanna þvottahús. HEIMILI 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.