Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 69
FIMMTUDAGUR 31. júlí 2008 41 Leikararnir og útvarps- mennirnir Jói G. og Atli Þór fara á Ólympíuleikana í Kína í næstu viku. Þeir verða með hressar fréttir í útvarpi og sjónvarpi frá leikunum. Útvarpsmennirnir Jóhann G. Jóhannsson og Atli Þór Alberts- son halda til Peking í næstu viku þar sem þeir ætla að flytja okkur sem heima sitjum fréttir af Ólympíuleikunum í Kína. Þeir félagar hafa vakið mikla athygli fyrir útvarpsþátt sinn, Frá A til J, á Rás 2 í vetur en þátturinn þótti gríðarlega skemmtilegur og fræðandi. Atli Þór og Jói munu láta íþróttamenn sjónvarpsins alfarið um íþróttaviðburðina en sjálfir ætla þeir að einbeita sér að mannlega þætti leikanna. „Þar sem leikarnir fara fram í Peking ætti að vera úr nógu að taka og ætlum við að fylgjast með fólkinu í borginni, heimamönnum jafnt sem gestum, og fræðast um land- ið,“ segi Atli Þór, annar Peking- faranna. Þeir Atli og Jói munu ekki sitja auðum höndum úti í Kína en sam- hliða því að sinna eigin útvarps- þætti munu þeir vera með innslög og pistla í öðrum útvarpsþáttum sem og sjónvarpi. „Við verðum daglega með innslög í Popplandi á Rás 2 og í morgunútvarpinu þar sem við munum spjalla um það sem á daga okkar hefur drifið ásamt því að vera með pistla í Sjónvarpinu í kringum handbolta- leiki íslenska landsliðsins. Við munum halda uppteknum hætti með pistlum okkar og halda áfram að fræða og skemmta hlustend- um okkar.“ Atli segir að Kínverjar muni opna landið fyrir fjölmiðlum í kringum leikana og því sé um að gera að nýta tækifærið og kynn- ast landi og þjóð betur. „Við ætlum að reyna við allt það helsta í kínverskri menningu. Jói ætlar að prófa kungfú og ég ætla að borða skrítinn mat. Við höfum undirbúið okkur vel og erum búnir að horfa mikið á kínverskar kvikmyndir og borðum reglulega kínverskan mat. Svo höfum við að sjálfsögðu lesið okkur til um land- ið því það er ekki hægt að fara í svona stórt verkefni án góðs und- irbúnings,“ segir Atli Þór að lokum. sara@frettabladid.is Smakka á síkjaþörungum og æfa kungfú Á LEIÐ TIL KÍNA Atli Þór og Jói G. halda til Kína í næstu viku þar sem þeir skoða mannlífið í kringum Ólympíuleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Seth Combs, gagnrýnandi hjá San Diego City Beat í Bandaríkjunum, vill meina að Mugison sé of ljótur og það sé helsta ástæða þess að hann sé ekki orðinn heimsfrægur. Hann ber saman Björk og Mugi- son í dómi um plötuna Mugiboogie sem nýkomin er út í Bandaríkjun- um á vegum Ipecac-útgáfunnar. „Björk líkist álfadrottningu úr hugarheimi Tolkiens en Mugison líkist trölli, eða í besta falli hobb- ita,“ skrifar Seth. „Það er okkar vandamál að vera svona aum að falla bara fyrir fögrum andlit- um.“ Seth er þó yfir sig hrifinn af plötunni og gefur henni 8, 9 af 10 mögulegum. „Þetta er besta plat- an hans. Á henni sameinar hann trega og frumlegar hljóðsamsetn- ingar sem Björk myndi drepa fyrir,“ skrifar hann. Mugison of ljótur fyrir heimsfrægð HVAÐA VITLEYSA!? Mugison er gullfal- legur. Trevor Loveys, einn þekktra plötusnúða hjá Ministry of Sound, klúbbnum og plötufyrirtækinu, spilar í Sjallanum, Akureyri á föstudagskvöld og á Tunglinu á laugardagskvöld. Hann er þekktastur fyrir að hafa verið hluti af tvíeykinu Switch sem hefur endurhljóðblandað fjölda laga, m.a. eftir Chemical Broth- ers og Róisin Murphy. Ásamt honum koma fram plötusnúðarnir Ghozt, Trix og Mr. Cuellar. Þeir dansþyrstu ættu því ekki að láta þetta framhjá sér fara um helgina, en 2.500 krónur kostar inn. Miðar eru seldir við dyrnar. Klúbbakvöld ALLIR Á DANSGÓLFIÐ Trevor Loveys þeytir skífum um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.