Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 31. júlí 2008 29 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Þórunn Ólafsdóttir skrifar um heilsuvernd Mæðravernd, ung- og smá-barnavernd, skólaheilsu- gæsla, og heilsuvernd aldraðra er sú starfsemi heilsugæslustöðva sem flokkast undir heilsuvernd. Heilsuverndin hefur það að mark- miði að fylgjast með og efla heilsu einstaklinga og fjölskyldna. Hún skipar stóran sess í lífi Íslendinga og hefur gert það svo áratugum skiptir. Þjónustan fer hljótt en á þó stóran þátt í að heilsufar Íslendinga er jafn gott og raun ber vitni. Að öðrum stéttum ólöstuð- um hafa hjúkrunarfræðingar stað- ið vörð um þessa þjónustu. Þeir hafa borið hita og þunga af starf- seminni, ásamt því að þróa og aðlaga þjónustuna að samfélaginu hverju sinni. Nú eru tímamót í heilsugæsl- unni. Það á að auka fjölbreytileik- ann í rekstri. Hvað þýðir það? Hver er framtíðarsýnin? Eru þetta endalok heilsugæslunnar í núver- andi mynd? Og hversu mörg rekstrarform er skynsamlegt að hafa í jafn litlu samfélagi og Ísland er? Við gleymum því stundum að Ísland er álíka fjölmennt og þokkalega stórt bæjarfélag í nágrannalönd- unum. Nýlega var undirritaður samningur milli heilbrigðisráð- herra og Lækna- félags Íslands um þjónustu heimil- islækna á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Með þessum samningi er heimilislæknum gef- inn kostur á því að reka sínar eigin heimilislæknastöðvar og sinna þar meðal annars ungbarna- og mæðravernd. Samningurinn er eins og blaut tuska í andlit hjúkr- unarfræðinga og ljósmæðra sem hafa byggt upp og þróað heilsu- verndina. Þó svo að í samningnum standi að á heimilislæknastöð skuli að jafnaði starfa hjúkrunar- fræðingur þá starfar hann á ábyrgð heimilislæknisins. Hjúkr- unarfræðingar og læknar eru samstarfsfólk sem vinnur þver- faglega að lausn verkefna. Hjúkr- unarfræðingar hafa hingað til ekki starfað á ábyrgð lækna. Einnig má nefna að í samningnum er hvergi minnst á ljósmæður og hver á þá að sinna mæðraverndinni? Þessi samningur milli heilbrigð- isráðherra og Læknafélagsins er hjúkrunarfræðingum heilsu- gæslustöðva mikið áhyggjuefni. Í honum er heilsuverndin ekki metin að verðleikum og hætta er á að uppbygging hennar og fram- gangur verði ekki sem skyldi. Undanfarin ár hafa hjúkrunar- fræðingar í heilsugæslu unnið ötullega að því að samræma aðgerðir sem snúa að gæðum og skilvirkni í heilsuverndinni. Þar má nefna mikla uppbyggingu og samræmingu í heilsueflingu skóla- barna á landsvísu, ungbarna- verndin er að taka miklum breyt- ingum og mæðraverndin hefur verið efld til muna á hverri heilsu- gæslustöð. Ætla má að þessir þætt- ir falli vel að framsækinni heilsu- stefnu núverandi ráðherra. Þetta vilja hjúkrunarfræðingar og ljós- mæður í heilsugæslu standa vörð um og fá metið að verðleikum. Ef ný rekstrarform er það sem koma skal í heilsugæslunni verður að gæta þess að taka tillit til allra þátta. Til að geta áfram staðið vörð um heilsuverndina skorum við á ráðherra að semja við hjúkr- unarfræðinga í heilsugæslu um að leiða heilsuverndina og tryggja þannig faglega uppbyggingu henn- ar með þarfir notenda að leiðar- ljósi og um leið styrkja stöðu þeirra hjúkrunarfræðinga sem sérhæfa sig í heilsuvernd Íslend- inga, þjóðinni til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Skorað á ráðherra – heilsuverndinni til heilla ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR UMRÆÐAN Þorgrímur Gestsson svarar Höskuldi Þórhallssyni Já, vissulega erum við Þórhall-ur Höskuldsson alþingismað- ur lentir í undarlegri ritdeilu, eins og hann skrifar í Fréttablað- inu fimmtudaginn 25. júlí. Hún er undarleg vegna þess að hún snýst ekki um aðalatriði fyrstu greinar minnar, sem er að engin „þjóðar- sátt“ varð um að gera RÚV að opinberu huta- félagi eða hlutafélagi yfirleitt. Þvert á móti var það ákaflega umdeilt. Í öðru lagi sagði ég að rekstrarformið hefði ekkert með afkomu RÚV að gera – þar af leiðandi kenndi ég því ekki um ástandið á RÚV nú. Hins vegar sagði ég að „kost- urinn“ við hlutafélagaformið væri að það gerði mögulegan niðurskurð og samdrátt í stað þess að forsenda ríkisútvarps, almannaútvarps, er að haldið sé úti viðunandi dagskrá. En hvort tveggja rekstrar- formið krefst þess sama: Að stjórnvöld tryggi RÚV nægilegt rekstrarfé. Já, þar held ég að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svik- ið og Samfylkingin sé í hlutverki Brútusar í þessu máli. Þar erum við Þórhallur sammála en ég áskil mér fyllsta rétt til að hafa þá skoðun að Framsóknarflokk- urinn hafi svikið RÚV í tryggð- um eftir margar stuðningsyfir- lýsingar við stofnunina, þegar þingmenn hans greiddu atkvæði með núverandi lögum. Kannski get ég fallist á það, svona að lokum, að Þórhallur Höskuldsson hafi misskilið mig vitlaust. Höfundur er formaður Hollvina- samtaka RÚV. Vitlaus mis- skilningur? ÞORGRÍMUR GESTSSON 1. HAGAVAGNINN Jónas Jónasson - Ragnar Jóhannesson 2. LITLA STÚLKAN Steingrímur Sigfússon 3. FRÆNDI ÞEGAR FIÐLAN ÞEGIR Pjetur Sigurðsson - Halldór Laxness 4. FORNT ÁSTARLJÓÐ ENSKT Erlent lag, útsetning Megas - Halldór Laxness / Ben Jonsson 5. BRÚNALJÓSIN BRÚNU Jenni Jónsson 6. ÞÓRSMERKURLJÓÐ Erlent lag – Sigurður Þórarinsson 7. Á MORGUN Ingibjörg Þorbergs 8. JÁTNING Sigfús Halldórsson – Tómas Guðmundsson 9. ÆSKUMINNING Ágúst Pétursson – Jenni Jónsson 10. MANSTU GAMLA DAGA Alfreð Clausen – Krístín Clausen 11. ÞÓRÐUR KAKALI Erlent lag, útsetning Megas – Hannes Hafstein / Björn Blöndal 12. SELJA LITLA Jón Jónsson frá Hvanná – Guðmundur Ingi Kristjánsson 13. STÍNA Ó STÍNA Árni Ísleifs – Aðalsteinn Aðalsteinsson 14. HVERT ÖRSTUTT SPOR Jón Nordal – Halldór Laxness 15. ÞEGAR HNÍGUR HÚM AÐ ÞORRA Erlent lag, útsetning Megas – Hannes Hafstein 16. VALS MODERATO Magnús Pétursson MEGAS & SENUÞJÓFARNIR Á MORGUN KOMIN Í VERSLANIR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.