Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 42
 31. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● norðurland Á Draflastöðum í Fnjóskadal er boðið upp á ýmiss konar spenn- andi ferðir á fjórhjólum. Drafla- staðir eru í um tuttugu og fimm kílómetra fjarlægð frá Akureyri og þar er ásamt fjórhjólaferðun- um rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Fjórhjólaferðirnar sem í boði eru taka frá tuttugu og fimm mín- útum upp í þrjár klukkustund- ir. Kennt og leiðbeint verður á fjórhjólin í ferðunum þannig að óreyndir og lengra komnir munu ekki fara sér að voða. Að fjórhjólaferðinni lokinni er hægt að gæða sér á grilluðum mat inni í hlöðu og skella sér í heitan pott. Nánari upplýsingar má finna á www.sveitarsetrid.is. - mmf Fjórhjólaferðir í Fnjóskadalnum Á Draflastöðum er boðið upp á ýmiss konar fjórhjólaferðir. FRÉTTABLAÐIÐ/NJÁLL ●FRÍTT Í SUND FYRIR BÖRNIN Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur ákveðið að frítt verði í sund fyrir öll börn á grunnskólaaldri. Þetta þýðir að öll börn á aldrinum 0 til 16 ára geta busl- að og synt í sundlaugunum á Ólafsfirði og á Siglufirði án þess að borga krónu fyrir. Sundlaugin á Siglufirði er opin frá 6.30 til 21.00 alla virka daga og frá 10.00 til 17.00 um helgar. Sundlaugin á Ólafsfirði er opin frá 6.45 til 20.00 frá mánudegi til fimmtudags, frá 6.45 til 19.00 á föstudögum og frá 10.00 til 17.00 um helgar. Á Langanesi er víða hægt að finna skemmtilegar gönguleiðir og fjör- urnar eru kapítuli út af fyrir sig. Þótt útnesið sé allt komið í eyði má enn greina mannvistarleif- ar. Á Skálum eru til dæmis rúst- ir þorps sem þar var á fyrri hluta síðustu aldar. Þegar flest var voru 117 manns þar heimilisfastir, auk lausafólks. Það var árið 1924. Milli 50 og 60 áraskip munu hafa róið frá Skálum og bryggjan vitnar um stórhug íbúanna. Á eyðislóðum Bryggjan að Skálum stendur enn þótt langt sé síðan útgerð lagðist af. ●HANDVERKSHÁTÍÐ Í EYJAFIRÐINUM Hátíðin „Uppskera og handverk“ verður haldin í 16. sinn í og við Hrafnagils- skóla í Eyjafjarðarsveit dagana 8. til 10. ágúst næstkomandi. Þema sýningar- innar í ár er „miðaldir“. Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni og mun handverksfólk víðs vegar af landinu kynna og selja handverk sitt. Einnig mun fjölbreyttur hópur handverksmanna erlendis frá sækja hátíðina heim, en tilgangur Handverks- hátíðarinnar er bæði að endurvekja áhuga á þeirri ríku handverkshefð sem áður var til staðar hér heldur einnig að skapa handverksfólki vettvang til að sýna og selja vöru sína sem og að standa að námskeiðahaldi og ýmiss konar fræðslu. Opnunartími sýningarinnar er kl. 10.00 til 19.00 alla dagana og er miða- verð 1.000 krónur fyrir fullorðna. Miði veitir aðgang alla dagana en frítt er fyrir börn. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.