Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 2
2 2. ágúst 2008 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Húkkaraball sem fram fór í aðdraganda þjóðhátíð- ar í Eyjum í fyrrakvöld fór vel fram að sögn lögreglu. Erilsamt var þó hjá lögreglu- mönnum í Vestmannaeyjum í fyrrinótt vegna ölvunar hátíðar- gesta. Taldi lögregla um þúsund fleiri gesti komna til Eyja en á sama tíma í fyrra. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar og tveimur í viðbót var leyft að sofa úr sér hjá lögreglu að eigin ósk þar sem þeir höfðu gleymt hvar þeir höfðu tjaldað. - ht Gistu fangageymslur í Eyjum: Mundu ekki hvar tjaldið var 2.219kr/kg LAMBAFILLE M/FITU 3.698 kr/kg 40% afsláttur LÖGREGLUMÁL Færanleg lögreglustöð, staðsett á Lækjartorgi, verður að líkindum tekin í notkun nú um verslunarmannahelgina. Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn segir lögreglu með þessu fá afdrep til að vinna að málum innandyra í miðborginni. „Við erum reyndar ekki búnir að fá hana afhenta,“ segir Geir Jón, sem segir borgina eiga húsnæðið, og leggja lögreglu það til. Lögregla hefur því ekki mikinn kostnað af því að fá húsnæðið. Geir Jón segir ekki búið að fullmóta hugmyndir um nýtingu hússins. „Við ætlum að sjá til hvernig þetta þróast.“ Hann segir þó ekki standa til að hafa reglulega vakt í húsinu, menn sem verði í stöðinni muni hlaupa út í verkefni þegar þörf krefji. Húsið verði nýtt eins og þurfa þykir. Hugmyndin kemur erlendis frá, Geir Jón segir að mælt hafi verið með þessari hugmynd, og ákveðið að gera tilraun með þetta hér á landi. Árangurinn af því að hafa stöðina verður metinn í lok sumars. Geir Jón segist ekki óttast skemmdarverk á lögreglustöðinni. „Við verðum að treysta því að það sé ekki allt snarvitlaust hérna, en það verður að koma í ljós.“ - bj Borgin lánar lögreglunni húsnæði undir færanlega lögreglustöð á Lækjartorgi: Lögguskúr bíður afhendingar LÖGREGLUMÁL Karlmaður um þrí- tugt var stunginn með hnífi í bakið á Hverfisgötu um klukkan þrjú í fyrrinótt. Árásarmannanna var enn leitað síðdegis í gær. Fórnarlamb árásarinnar var statt ásamt þremur öðrum í grennd við Alþjóðahús á Hverfis- götu þegar árásarmennirnir komu að. Þrír karlmenn og ein kona sáust ganga í burt af vettvangi að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Til orðaskipta kom milli mann- anna og sjást áflog á eftirlits- myndavél að sögn varðstjóra. Tveir menn hafi gengið í skrokk á fórnarlambinu, sparkað í það og barið. Einnig hafi maðurinn hlotið áverka undir vinstra herðablaði eftir hníf að því að talið er. Talið var að hnífurinn hefði gengið djúpt og hóstaði fórnar- lambið upp blóði. Hann var umsvifalaust fluttur á slysadeild og gekkst undir aðgerð á Land- spítala í kjölfarið. Maðurinn hlaut áverka á baki og handlegg en var í gær ekki talinn í lífshættu að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglu. Lögregla ræddi við fórnarlamb árásarinnar í gær og er málið í rannsókn. Mennirnir virðast ekki hafa þekkst fyrir. - ht Karlmaður um þrítugt stunginn með hnífi í bakið á Hverfisgötu í fyrrinótt: Hnífamanna enn leitað í gær TYRKLAND, AP Þriggja hæða heima- vistarbygging hrundi snemma í gærmorgun í bænum Balcilar í Tyrklandi. Að minnsta kosti 17 manns fórust, flest stúlkur á aldrinum 8 til 16 ára. Svo virðist sem leki hafi komist að gaslögnum í húsinu með þeim afleiðingum að sprenging varð. Rúmlega 40 stúlkur bjuggu á heimavistinni, en björgunar- mönnum tókst að bjarga að minnsta kosti 27 þeirra úr rústunum. Stúlkurnar dvöldust þarna til að sækja kórannámskeið í skólafríinu. - gb Bygging hrundi í Tyrklandi: Gassprenging á heimavist LEITAÐ Í RÚSTUNUM Lítið stóð eftir af byggingunni. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUSKÚR Reykjavíkurborg á skúrinn sem lögreglan mun fá til afnota í sumar, og mögulega lengur ef reynslan verður góð. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HVERFISGATA Karlmaður um þrítugt var stunginn með hnífi í bakið nærri Alþjóðahúsi á Hverfisgötu um klukkan þrjú í fyrrinótt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðmundur, var þetta ekki rangur gangur að loka á svanga og aðra sem vilja hanga á Langa Manga? Jú, vissulega er þetta strangur gangur. Kaffihúsinu Langa-Manga á Ísafirði var lokað í gær. Guðmundur Hjaltason var eigandi Langa Manga. UMFERÐIN Erfitt og dýrt getur verið fyrir gangandi vegfarend- ur að kæra brotlega ökumenn. Enda slík mál oft þannig að orð stendur móti orði og sönnunar- byrðin er þung. Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri umferðardeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, sagði í blaðinu nýlega að hann teldi að gangbrautum ætti að fjölga að nýju í íbúðahverfum. Með því yrðu ökumenn skyldugir til að stöðva bifreið sína fyrir gangandi vegfarendum og hleypa þeim yfir götuna, eins og um rautt ljós væri að ræða. En hver er réttur vegfarenda, þegar bílstjórar virða ekki þenn- an rétt? „Lögreglan þarf helst að vera vitni að málinu, þegar keyrt er yfir á gönguljósi,“ segir Guð- brandur. Ekki dugi framburður þriðja vitnis, því matsatriði geti verið hvenær stöðvunarskylda sé brotin og hvenær ekki. Kærur gangandi vegfarenda geti endað í löngum og dýrum málarekstri, sem síðan endar með sýknu. „Það getur kostað kannski hálfa milljón en svo er sektin við brotinu fimm þúsund krónur,“ segir hann. Því þurfi að vega og meta atvikin í hvert sinn. Séu umferðarlög brotin, geti hins vegar verið gott að hringja og benda lögreglunni á það. „Ef við fáum ábendinguna strax, með góðri lýsingu á ökutækinu, þá er reynt að senda nærliggjandi lög- reglubíl til að vita hvort hægt sé að hafa afskipti af ökutækinu.“ Einnig ef brotin eru ítrekuð, til dæmis ef gjarnan er keyrt yfir hámarkshraða í íbúðahverfi. „Við erum dagsdaglega að skoða slíkar ábendingar,“ segir Guð- brandur. Guðbrandur minnir þó á að jafnvægi þurfi að vera í þessu sem öðru, svo starfi lögreglunn- ar verði ekki drekkt í kvörtunum og skýrslugerð. Innhringingum hafi nú þegar fjölgað mikið, eftir að farsímar urðu vinsælir. „Og fólk ætti alls ekki að fara á nornaveiðar.“ klemens@frettabladid.is Betra að kvarta en kæra ökuníðingana Gangandi vegfarendur eru rétthæstir hópa í umferðinni. Þeir eiga þó bágt með að kæra þegar brotið er á þeim, svo sem þegar ökumenn virða ekki stöðvunar- skyldu. Vænlegra gæti verið að taka upp farsíma og hringja á lögregluna. Ef við fáum ábendinguna strax, með góðri lýsingu á ökutækinu, þá er reynt að senda nærliggjandi lögreglubíl GUÐBRANDUR SIGURÐSSON AÐALVARÐSTJÓRI REYKJAVÍK „Svo virðist sem lögreglustjóri hafi verið þvingaður til þess að breyta afstöðu sinni til nektardans,“ segir Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG í borgarstjórn. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerir ekki lengur athugasemd við að veitinga- staðurinn Goldfinger fái leyfi til nektardans eftir úrskurð frá dómsmálaráðuneytinu. Svandís mun leggja fyrir borgarráð að beint verði til Alþingis að lögum sem liggja til grundvallar verði breytt. „Ef lögin koma ekki í veg fyrir rekstur sem hagnast á að misnota eymd kvenna er kominn tími á breytingar.“ - ht Borgarfulltrúar Vinstri grænna: Vilja að lögun- um verði breytt Árni nýr veðurstofustjóri Árni Snorrason, forstöðumaður vatna- mælinga Orkustofnunar, hefur verið skipaður forstjóri nýrrar Veðurstofu Íslands. Vatnamælingar og Veðurstofa verða sameinuð í janúar. Ellefu sóttu um starfið. UMHVERFISMÁL MANNLÍF Útlit er fyrir að þátttöku- met verði slegið í Evrópumeist- aramótinu í mýrarbolta sem haldið verður á Ísafirði um næstu helgi. Að sögn Smára Karlssonar drullusokks, en umsjónarmenn mótsins bera jafnan þann titil, höfðu 22 lið skráð sig til þátttöku í gær en í fyrra tóku 25 lið þátt sem var metþátttaka. „Uppistaðan er heimafólk en svo fáum við einnig lið héðan og þaðan af landinu,“ segir Smári. Mýrarbolti er svipaður knattspyrnu nema að sex leikmenn eru í hvoru liði og keppnin fer fram í leðjudrullu. - jse Metþátttaka í mýrarbolta: Margir vilja í leðjuslaginn HAMAGANGUR Í LEÐJUNNI Það er ekki fyrir alla að taka þátt í mýrarbolta en þó greinilega nógu marga. Með falsað vegabréf Albanskur karlmaður hefur í Héraðs- dómi Reykjavíkur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa falsað vegabréf í fórum sínum. Það fannst við leit á honum á lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu 22. júlí. Hann játaði og hlaut refsingu í samræmi við dómvenju. DÓMSTÓLAR GANGANDI Í RÉTTI „Þegar ökumaður ætlar að beygja á vegamótum, ber honum að veita forgang þeirri umferð, sem á móti kemur, svo og gangandi vegfarendum og hjólreiðamönnum sem fara þvert yfir akbraut þá, sem hann ætlar að fara á. Sama á við um akstur yfir eða af akbraut þar sem eigi eru vegamót.“ - Úr 25. grein umferðarlaga GULT LJÓS ÞÝÐIR STOPP Ökumenn sem beygja á vegamótum eru skyldugir til að stoppa fyrir gangandi og hjólandi vegfarendum, hvort sem þar eru gönguljós eða ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.