Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 19
][ Mel MacMahon hætti í hátt- settu starfi hjá Microsoft fyrir tveimur árum. Hann ferðast nú um heiminn og vinnur fyrir sér með köfunar- og skíðakennslu. Mel MacMahon er fæddur og upp- alinn á Írlandi en flutti síðar með fjölskyldu sinni til Toronto í Kan- ada. Hann lauk mastersgráðu í eðlis- og tölvunarfræði og bauðst strax starf hjá höfuðstöðvum Microsoft í Seattle. Honum gekk vel í starfi; tók þátt í þróun forrita og síðustu árin var hann í hópi þeirra sem þróuðu nýjustu Xbox- tölvuna. „Eftir sex ára starf ákvað ég að breyta til. Ég hafði kennt köfun og á skíði af og til og ákvað að prófa að gera það að heilsdags- vinnu,“ segir Mel. Hann sagði upp starfinu hjá Microsoft fyrir tveim- ur árum, seldi allar sínar eigur að frátöldum útivistarbúnaði og fór að ferðast um heiminn. „Þetta var svolítið skrítið og þeir eru margir sem telja mig hálfgeðveikan fyrst ég sagði skilið við Microsoft.“ Mel heldur sér uppi með köfun- ar- eða skíðakennslu, allt eftir því hvar hann er staddur þá stundina. Hann hefur dvalið á Íslandi síðustu tvo mánuði og kennt Íslendingum að kafa. „Ég lifi nú miklu félags- legra lífi. Hjá Microsoft hafði ég samskipti við mjög sérstakar manngerðir og var lokaður af innan fjögurra veggja. Í köfuninni hitt- irðu fólk úr öllum stéttum og kyn- þáttum; þú getur haft múrara, hús- vörð og taugaskurðlækni í sömu kennslustundinni og allir hafa þeir frábærar sögur að segja frá hinum ýmsu heimshlutum.“ Núverandi laun Mels eru langt frá þeim sem hann hafði hjá Microsoft. „Launin voru mjög góð hjá Microsoft og vinir mínir höfðu líka há laun svo það var ekki vanda- mál að eyða miklu. Martini á tíu dollara var normið. Núna þéna ég minna, en það á einnig við um fólk- ið sem ég umgengst svo nú er bjór á tvo dollara það sem hentar. Skemmtanagildið er það sama.“ Mel hefur ferðast víða síðastlið- in tvö ár. Má meðal annars nefna Kanada, Suðaustur-Asíu, eyjar í Karíbahafinu, Kambódíu, Singapúr, Dóminíska lýðveldið og Japan en á síðastnefnda staðnum kenndi hann krökkum á skíði. Hann reynir að kynnast menningu hvers lands og læra tungumálið. „Krakkarnir í Japan kenndu mér dálítið í japönsku og mér tókst að kenna þeim á skíði á mjög bjöguðu máli. Sú kennsla undirbjó mig and- lega fyrir íslenskuna, tungumálið ykkar er það erfiðasta sem ég hef kynnst,“ segir Mel hlæjandi en hann hefur sótt íslenskunámskeið hjá Alþjóðahúsinu síðustu vikur. Þrátt fyrir einlægan ferðaáhuga ætlar hann ekki að eyða allri ævinni í ferðalög. „Ég býst fast- lega við að ráða mig í tæknistarf einhvern tíma seinna.“ Mel fór af landi brott í gær en hann segist munu koma hingað aftur, enda séu tveir mánuðir á Íslandi alls ekki nóg. „Ég gæti hugsað mér að sækja um starf á Íslandi og búa hér í eitt til tvö ár áður en ég held ferðalögunum áfram. Ég finn að heilinn er byrjaður að ryðga pínulítið.“ mariathora@frettabladid.is Töldu mig hálfgeðveikan FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Mel hefur kennt Íslendingum köfun síðastliðna tvo mán- uði. Hann segir Silfru á Þingvöllum einn fallegasta stað sem hann hefur kafað í. Skútan Áróra leggur af stað til Grænlands á mánudag þar sem farið verður í kajaksigling- ar og gönguferðir. Lagt verður í sannkallaða ævin- týraferð á skútunni Áróru á mánu- dag. Þeir félagar Sigurður Jóns- son og Rúnar Karlsson, eigendur skútunnar og fyrirtækisins Borea Adventures, ætla að sigla með hóp ferðamanna til Grænlands þar sem farið verður í göngur og siglt á kajökum. „Við förum stystu leið- ina yfir sundið og tekur ferðin til Grænlands ekki nema rúman sól- arhring. Við siglum svo niður með Grænlandsströndum og endum í Kúlusúk,“ útskýrir Rúnar, en Grænlandsferðir þeirra taka tíu daga meðan aðrar ferðir vara yfirleitt sex daga. Skútunni er alltaf siglt frá Ísa- firði, en ferðirnar hefjast yfirleitt í marslok. „Við byrjum árið á jöklaferðum og erum í þeim út maí. Þá siglum við á spennandi skíðastaði, göngum á fjöll, skíðum niður og gistum um borð. Þessar ferðir hafa verið mjög vinsælar hjá okkur,“ segir Rúnar. Yfir sumartímann er farið í skoðanaferðir um Hornstrandir þar sem dýralífið er skoðað og stefnan tekin á Grænland í ágúst. „Í júní fórum við líka til Jan Mayen og klifum nyrsta eldfjall heims,“ segir Rúnar. Skútan Áróra tekur tíu gesti en um borð eru ávallt skipstjóri, kokkur og leiðsögumaður. Að sögn Rúnars hafa erlendir ferðamenn verið mun duglegri að nýta sér ferðirnar en Íslendingar og má þar nefna Kanadamenn, Breta, Frakka og Bandaríkjamenn. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér ferðirnar betur er bent á heimasíðuna www.boreaadvent- ures.com. -kka Siglt á vit ævintýra Skútan Áróra er stærsta seglskúta lands- ins. MYND/BOREAADVENTURES Ferðafélag Íslands býður upp á kynningarferð um Þjórsárver sunnudaginn 10. ágúst. Lagt verður af stað í Þjórsárver frá Reykjavík klukkan átta að morgni og frá Árnesi klukkan tíu. Tilgangur ferðarinnar er að kynna fólki Þjórsárver, en hugmyndin er sú að til þess þurfi ekki endilega margra daga ferð yfir jökulvötn. Til að koma sem flestum upplýs- ingum til skila um svæðið verður haldinn kynningarfundur fyrir þátttakendur deginum áður í Mörkinni 6, þar sem farið verður yfir undur Þjórsárvera í myndum og máli. Það verður þó ekki komist hjá því að blotna aðeins, því vaða þarf yfir þrjár kvíslar og fyrir þá sem vilja ekki fara yfir á tánum er heppilegt að hafa vaðskó með. Þeir sem vilja kynna sér þessa ferð betur er bent á heimasíðu Ferðafélags Íslands, www.fi.is. - kka Fræðsla án fyrirhafnar Útivist er ferðafélag sem býður félagsmönnum og öðrum upp á fjölbreyttar ferðir í skemmtilegum félagsskap. Sjá nánar www.utivist.is. BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.