Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 18
[ ] Erlendis eru ýmsar leiðir farn- ar til að leysa bílastæðavanda. Flestar lausnirnar felast í því að fæla ökumenn frá. Öll viljum við leggja bílnum beint fyrir utan áfangastað okkar. Það er hins vegar óraunhæfur mögu- leiki í miðborgum og þar er Reykjavík engin undantekning, þar sem lagt er í hvert stæði og oft þarf að ganga langar vega- lengdir frá stæði til áfangastaðar. Ýmsar leiðir hafa verið farnar erlendis til að leysa bílastæða- vandamál stórborga. Algengast er að fæla ökumenn einfaldlega frá því að koma á bílum sínum og hvetja þá frekar til að nota almenningssamgöngur. Vissum götum er lokað á ákveðn- um tíma dags, borga þarf tolla fyrir að koma með bíla inn á afmörkuð svæði og bílastæði eru dýr. Þó að þessar aðgerðir hafi víða gefið góða raun, eins og til dæmis í London, verður að teljast ólíklegt að þær séu raunhæfar í fram- kvæmd hérlendis. Að loka götum gæti skapað fleiri vandamál en lausnir í Reykjavík og íbúar mið- borgarinnar yrðu líklega afar óánægðir með að komast ekki að húsum sínum. Þar sem Íslending- ar kvarta nú undan háu verði á bílastæðum er heldur ekki fýsi- legt að hækka verð á stæðum og leggja á vegatolla. Þar að auki skapar það hættu á að einungis efnameiri einstaklingar hafi efni á að keyra og leggja í miðborginni. Víða hefur sú leið verið farin að bjóða ökumönnum upp á tíma- bundin ókeypis bílastæði, til dæmis í Danmörku og Þýskalandi. Bílastæðaklukkur koma þá í stað stöðumæla. Þetta hefur verið reynt á Akureyri og umhverfis- mildari bílar í Reykjavík fá einnig að leggja í stæði í 90 mínútur í senn án þess að greitt sé fyrir. „Á Akureyri ríkir almenn ánægja með kerfið,“ segir Ásdís Helga- dóttir, verkefnastjóri fjárreiðu- deildar Akureyrarbæjar. Að sögn Kolbrúnar Jónatansdóttur, fram- kvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, hafa hins vegar fáir nýtt sér þessa þjónustu í Reykjavík. Hluti bílastæðavandans liggur í mismunandi þörfum hópanna sem sækja miðborgina. Íbúar hennar vilja komast heim til sín en gestir vilja komast í vinnu, í búðir og á kaffihús. Þar sem gjaldskylda hefur verið tekin upp, til dæmis á Ránargötu, ríkir ánægja meðal íbúa sem þurfa nú loksins ekki að þræða nærliggjandi götur í leit að stæðum á kvöldin. Aðra sögu er að segja af gestum sem nú þurfa að greiða fyrir stæði eða leggja enn vestar. Vandinn liggur líka í hugarfar- inu. Fæstir eru tilbúnir að nota almenningssamgöngur, enda býður veðurfar og skipulagning samgangna hér ekki upp á góðar stundir yfir blauta vetrarmánuði. Við erum heldur ekki tilbúin að borga fyrir stæðin. Bílastæðahús eru dýr bæði í byggingu og rekstri og á svæði þar sem slegist er um hverja einustu lóð þykir lítt spenn- andi að byggja stór bílastæðahús. Lausnin er því ekki í sjónmáli nema ef vera skyldi að hún liggi inni í bílskúrum landsmanna, en margir erlendir ferðamenn hafa haft það á orði að þeir undrist að sjá ekki fleiri hjólreiðamenn í veðurblíðu síðustu vikna. tryggvi@frettabladid.is Engin lausn í sjónmáli Ólíkar lausnir á bílastæðavandanum henta ólíkum hópum miðborgarinnar. Vandinn liggur í því að finna lausn sem allir geta sætt sig við. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í London var brugðið á það ráð að mynda sérstakt tollasvæði í miðborginni til að draga úr aðsókn ökumanna. NORDIC PHOTO/GETTY Volvo var að kynna nýja tískulínu. Það er ekki á hverjum degi sem vörubílaframleiðandi kynnir allsherjar tískulínu en sú var raunin hjá Volvo. Volvo í Svíþjóð vann hugmyndina í samvinnu við fatahönnuði hjá IKEA. Sjá www.brimborg.is. Málningarvörur ehf. | Lágmúla 9 | Sími: 581 4200 | malning@malningarvorur.is | www.malningarvorur.is Hjá Málningarvörum ehf – áður Gísli Jónsson ehf – færðu heimsþekktar bón- og hreinsivörur frá Concept og Meguiar’s. Komdu og fáðu réttu efnin og ráðgjöf frá fagmönnum um hvernig þú getur gert bílinn hreint og beint skínandi fallegan! Meistarabón Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.