Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 46
30 2. ágúst 2008 LAUGARDAGUR PERSÓNAN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. varsla, 6. kraðak, 8. spíra, 9. skjön, 11. tvíhljóði, 12. litur, 14. bragðbætir, 16. ekki, 17. hyggja, 18. angan, 20. til, 21. klúryrði. LÓÐRÉTT 1. bumba, 3. í röð, 4. ásaka, 5. efni, 7. hringfari, 10. beiskur, 13. gagn, 15. kappklæða, 16. trjátegund, 19. hef leyfi. LAUSN LÁRÉTT: 2. vakt, 6. ös, 8. ála, 9. mis, 11. au, 12. brúnn, 14. krydd, 16. ei, 17. trú, 18. ilm, 20. að, 21. klám. LÓÐRÉTT: 1. vömb, 3. aá, 4. klandra, 5. tau, 7. sirkill, 10. súr, 13. nyt, 15. dúða, 16. eik, 19. má. Tanya Pollock Aldur: 26 ára. Starf: Rek Tónlistarþróunarmið- stöðina. Fjölskylda: Er í sambúð með Tóm- asi Þórarni Magnússyni og á eina dóttur, Isis Helgu. Foreldrar: Daniel Pollock, tón- listarmaður og rokkari, og Sigríður Sigurðardóttir leikskólakennari. Búseta: Vesturbærinn. Stjörnumerki: Meyja. „Mér finnst hann bara of stór stærð til að fá einhvern leikara til að leika hann,“ segir Jón Atli Jón- asson leikskáld. Jón Atli er að skrifa leikrit sem byggir á ævi Bubba Morthens. Til stendur að Bubbi leiki sjálfan sig í verkinu sem verður sett á svið í Borgarleikhúsinu. Að sögn Magn- úsar Geirs Þórðarsonar leikhús- stjóra er að því stefnt að verkið fari upp á leikárinu 2009-2010. „Þetta er leikrit þótt tónlistin komi að sjálfsögðu við sögu. Of snemmt er að tjá sig um efni verksins en það eru gríðarlega spennandi hug- myndir sem verið er að þróa. Þetta eru frábærir menn, Jón Atli og Bubbi,“ segir Magnús sem nýver- ið tók við stjórn Borgarleikhúss- ins. Og er í óða önn við að skipu- leggja næsta og næstu leikár. Jón Atli er margverðlaunað leik- skáld og hefur skrifað fjölda verka sem hafa notið mikillar velgengni, til dæmis í samvinnu við Vest- ur port. Hann hefur annars starfað með þekktustu leikurum þjóðar- innar, þeim sem ekkert kunna og allt þar á milli. „Meðal þess sem er áhugavert við þetta verkefni er að það hefur „commercial element“ í sér. Bubbi er þekktasti tónlistar- maður landsins, margir hafa áhuga á honum, hann er umdeild- ur og ég hef oft verið viðriðinn sýningar sem ekki hafa þetta element,“ segir Jón Atli. Hann mun leikstýra verkinu sjálfur auk þess að skrifa það og verður þetta frumraun hans á því sviði. Leikrit- ið byggir Jón Atli á bók sem hann skrifaði um Bubba, í samvinnu við Bubba og kom út árið 2006. Verkið er einleikur sem þýðir að Bubbi einn stendur á sviðinu og leikur sjálfan sig. Sem getur reynst erfitt. „Bubbi er náttúrulega sviðs- vanur. Það er ekki hægt að klikka á þessu. Þetta verður eitthvað fríkað,“ segir Jón Atli spurður hvernig það leggist í hann að starfa með Bubba á leiksviði þar sem hann telst óreyndur. En þó ekki með öllu. Árið 1998 lék Bubbi í rokk-salsa-popp-söngleiknum Carmen Negra í Íslensku óperunni og fór þar með hlutverk her- mannsins Remendados. Þá fór Bubbi með lítið hlutverk í kvik- myndinni Skilaboð til Söndru. „Já, já, og svo lærði hann leiklist úti í Hollywood. Eins og þeir gera þetta þar, í stúdíótímum, og þar lék hann í þeim nokkrum hlutverk Stanleys í Sporvagninum Girnd. Við vinnum eitthvað með það,“ segir Jón Atli. jakob@frettabladid.is JÓN ATLI JÓNASSON: SKRIFAR LEIKRIT UM KÓNGINN OG LEIKSTÝRIR Bubbi leikur Bubba á sviði BUBBI OG JÓN ATLI Bubbi var í leiklistarstúdíói í Hollywood á sínum tíma og Jón Atli ætlar meðal annars að vinna með það. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ár hvert síðan 2002 hefur Ljósa- lagið verið valið í Reykjanesbæ í tengslum við Ljósanóttina. Verðlaunin eru jafnan vegleg og í ár bárust 40 lög í laga- keppnina. Fimm fóru í net- kosningu eftir að fjögurra manna dómnefnd hafði valið. Nú er niðurstaðan klár, Í faðmi Ljósanætur eftir Hall- dór Guðjónsson með texta eftir Írisi Kristinsdóttur, bar sigur úr býtum í netkosn- ingunni og er Ljósalag árs- ins. Höfundarnir eru 500 þúsund krónum ríkari. Ekki eru allir sáttir við niðurstöðuna. Einn þeirra, Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, gekk reyndar svo langt að hann stofnaði nýja heimasíðu, www.ljosalag. com, þar sem má heyra önnur lög en þau fimm sem fóru í úrslit. Honum finnst fram- kvæmd keppninnar skrítin. „Það mátti senda inn lög til miðnættis 14. júlí, en daginn eftir, klukk- an 11 fyrir hádegi, voru lögin sem þóttu best komin á netið,“ segir hann. „Dómnefndin seg- ist hafa hlustað 3-4 sinn- um á lögin 40 svo það er ansi vel af sér vikið á ellefu tímum yfir hánótt. Það hefði nú mátt gefa sér meiri tíma.“ Þetta er ekki í fysta skipti sem óánægju gætir með keppnina eins og Rúnar Júlíusson þekkir. „Það er alltaf óánægja með eitthvað,“ segir hann og hlær. Hann söng sigurlagið í fyrra, „Ó Keflavík“ eftir Jóhann Helgason. „Þá urðu þeir í Njarð- víkum óánægðir og fannst þeir útund- an. Það hefur ýmsum aðferðum verið beitt til að velja lagið. Skemmtilegast fannst mér þegar lögin í úrslitum voru spiluð læf á tónleikum og svo valdi dómnefnd og salurinn.“ Sjálfur átti Rúnar einn texta í ár við lag sem komst ekki í úrslit. Hann er ekkert að kippa sér upp við það. „Nei, ég er lítið í því að safna óánægju, og ekki held- ur óvinum,“ segir Rúnni Júl. - glh Ljósalagið veldur óánægju SKRÍTIN FRAMKVÆMD Guðmundi R. Lúðvíks- syni finnst fram- kvæmd Ljósalagsins tortryggileg. „Þessi ferð var engu lík,“ segir handknattleiksmað- urinn Sigurður Eggertsson, sem er nýkominn frá Keníu. Þar var hann ásamt vini sínum Magnúsi Birni Ólafssyni í tæpar fjórar vikur. Hann segir landið heillandi að undanskilinni höfuðborginni. „Naíróbí er álíka spennandi og frunsa. Mikil mengun og óþrifnaður. Einu sinni stóð Maggi á götuhorni og kveikti sér í rettu. Hverfið var ekki heillandi, sorphrúgur um allt og geitur og menn að éta úr þeim. Svo var kallað til Magnúsar. Þar var maður sem sat á hækjum sér með allt niðrum sig að halda kjötkveðjuhátíð [hægja sér]. Hann skipaði Magnúsi að drepa undir eins í rettunni. Það væri nefnilega bölvaður sóðaskapur af þessum sígarettum. Reykingar utandyra eru víst lögbrot í Keníu,“ segir Sigurður. Þeir félagar fóru í safaríferð sem var vel heppnuð en í henni sáu þeir öll þau stóru dýr sem Kenía státar af. „Oftar en ekki í ískyggilegri nálægð. Við tjölduðum á miðri sléttunni og það eina sem skildi okkur og villidýrin að var lítill varðeldur og gamall maður með spjót,“ segir Sigurður en þeir félagar vöknuðu upp um nóttina við hýenuhláturskast úr óþægilegri nálægð. „Út um rifu á tjaldinu sáum við sofandi varðmanninn og kulnandi eldinn. Ég stakk upp á að renna svefnpokunum saman til varnar skepnunum en Magnús tók það ekki í mál. Það var grunnur svefninn þá nótt,“ segir Sigurður. Sigurður sagði í samtali við Fréttablaðið áður en hann hélt utan að hann hefði heyrt að nótt með hreinni mey myndi geta læknað þrálát nárameiðsl hans. „Það hljómar mun betur en árangurinn segir til um. Ég er á leið upp á skurðarborðið í tíunda sinn.“ - shs Sváfu innan um rándýr í Keníu GLÆPUR Í AÐSIGI Magnús kveikir sér í sígarettu sem er ólög- legt utandyra í Kenía. SAFN- AR EKKI ÓÁNÆGJU Rúnari er alveg sama um úrslitin. Magnús Ver Magnússon, fyrrum sterkasti maður heims, komst í fréttir fyrir nokkru þegar hann var yfirheyrður af lögreglu grunaður um að hafa gengið í skrokk á kraft- lyftingakappanum Jóni „Bónda” Gunnarssyni að heimili þess síðar- nefnda. Magnúsi barst nýverið bréf frá lögreglu þar sem kom fram að ástæðulaust væri að rannsaka málið frekar því Jón ber að hann hafi, við komu Magnúsar, hrasað um þröskuldinn og dottið á dyrastafinn. Líður að tónleikum Erics Clapton og er unnið hörð- um höndum við undirbún- ing. Sérstök leiguvél flaug til landsins 12 tonnum af græjum, minna má það ekki vera fyrir gítargoðið sem stígur á stokk í Egilshöll 08.08.08. Mikið var rætt og ritað um í vikunni hverjir ætluðu að mæta við inn- setningu forsetans í kjól og hvítu eins og etiketturnar segja til um. Grétar Mar Jónsson, skipstjórinn knái og alþingismaður í Njarðvík, sagði til dæmis hann ætti ekki kjólföt og hefði engan áhuga á að eignast slíkt til að elta fordildina. En óvíst er að þetta hafi bitið hið minnsta á herra Ólaf Ragnar Grímsson því gleymst hefur að rifja það upp að þegar frú Vigdís Finnbogadóttir hóf sitt 3. kjörtímabil sem forseti árið 1992 þá var Ólafur Ragnar ekkert á því að vera að mæta við þá hátíðlegu athöfn sem snobbhænsn á kjólfötum en sýndi þó Vigdísi tilhlýðilega virð- ingu með því að mæta í sínum bestu jakkafötum. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI OPIÐ Í DAG 11-14 Úrval fi skrétta á grillið Óbreytt fi skverð frá áramótum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.