Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Dagrún Jónsdóttir hefur verið leiðtogi í Vél- hjólafjelagi gamlingja í hátt í tíu ár. Hún býr á Odds parti í Þykkvabæ og er titluð mótorhjóla- bóndi í símaskránni. Dagrún á fjögur mótorhjól, þar af þrjú Harley David- son, en hjólið sem hún sést oftast á er Triumph P 160 sem er 750 kúbik og með hliðarvagni. „Þetta er aðalhjólið mitt,“ segir hún og sýnir það. „Mér finnst svo gott að ferðast á því og hef þvælst um allt land á því. Ég er búin að eiga það síðan 2001 en átti hliðarvagninn fyrir. Hann var á öðru hjóli og ég færði hann yfir.“ Auðvelt er að sjá Dagrúnu fyrir sér skutlast í „kaupfélagið“ á hjólinu og flytja varninginn heim í vagninum. Hún segir þá mynd hárrétta. „Vagninn er einmitt ástæða þess að ég nota þetta hjól mest. Hann er svo góður undir farangur, passar til dæmis rosa vel fyrir útilegugræjurnar og bjórinn,“ segir hún hlæjandi en kveðst líka geta tekið farþega í hann. Dagrún flutti austur í Þykkvabæ fyrir tveimur árum. Þar hefur hún komið sér upp hjólaverkstæði ásamt vini sínum og svo er hún með mótorhjólatengda ferðaþjónustu eins og hún orðar það. „Ég er búin að útbúa tjaldstæði með klósettum og get tekið á móti litlum hópum vélhjólafólks,“ útskýrir hún. En er hún með braut sem hægt er að spæna á? „Bara fyrir krakka,“ svarar hún. „Svo er fjaran auðvitað endalaus braut.“ Hvernig skyldu svo nágrannarnir taka því að fá mótorhjólagengi yfir sig? „Heyrðu, þegar það fréttist að ég væri að flytja í Þykkvabæinn varð ég vör við mikinn skjálfta. Nú væru Hells Angels bara að taka yfir plássið. En svo hafa íbúarnir verið mér mjög vinsamlegir og ég veit ekki annað en þeir séu bara hrifnir af því sem ég er að gera.“ -Eitt í lokin. Ræktar þú kartöflur? „Nei, ég labba bara í næstu hús og kaupi þær þvegnar og tilbúnar í pottinn!“ gun@frettabladid.is Góður fyrir útilegugræjurnar Dagrún er vafalaust eini mótorhjólabóndi landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LAUSNIR Á VANDANUM Erlendis hefur ýmsum aðferðum verið beitt til að leysa bílastæða- vanda. Flestar ganga þær út á að fæla ökumenn frá. BÍLAR 2 BREYTTUR LÍFSSTÍLL Kafarinn Mel MacMahon sagði upp hjá Microsoft til að geta ferðast um heiminn. Hann var hér á landi í tvo mánuði og kenndi köfun. FERÐIR 3 DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Tao lu og Tai chi Hugræn teigjuleikfimi fylgir með. Velkomin(n) að skrá þig núna. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.