Fréttablaðið - 12.08.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 12.08.2008, Síða 2
2 12. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR Góð tilbreyting! REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY flugfelag.is Flugvallarskattar innifaldir, takmarkað sætaframboð, einungis bókanlegt á netinu. Ísafjörður frá 3.990 kr. DÆGURMÁL Kveðjur sjómanna og fjölskyldna þeirra, jafnvel eldheitar ástarkveðjur elskenda, voru ásamt óskalögum efni vikulegs útvarpsþáttar um áratuga skeið. Hann kallaðist Á frívaktinni og hóf göngu sína árið 1956. Fyrsti stjórnandi hans var Guðrún Erlendsdóttir, síðar hæstaréttardómari. Hún segir þáttinn strax hafa orðið ákaflega vinsælan, ekki bara meðal sjómannafjölskyldna heldur allra landsmanna. „Það var svo lítið um létt lög í útvarpinu þá,“ segir Guðrún, sem setti plöturnar á fóninn sjálf. Sjómannavalsinn og Hraustir menn hljómuðu í hverjum þætti. - gun / sjá sérblað um sjávarútveg Útvarpsþátturinn Á frívaktinni: Hressti upp á lífið í landinu GUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR Með ömmu- drenginn Þorstein Ara Þorsteinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIMBABVE, AP Viðræður sem miða að því að fá Robert Mugabe, forseta Simbabve, og stjórnar- flokk hans til að deila völdum með stjórnarandstöðunni í landinu stóðu yfir í Harare frá sunnudegi fram á gærdaginn án þess að niðustaða næðist. Sáttasemjarinn, Thabo Mbeki Suður-Afríkuforseti, fékk deiluaðila þó til að sættast á að halda viðræðunum áfram. Mugabe lét hafa eftir sér að viðræðurnar yrðu leiddar til lykta áður en gærdagurinn væri úti. Mugabe og stjórnarandstöðu- leiðtoginn Morgan Tsvangirai segjast hvor um sig vera réttkjör- inn leiðtogi landsins. - aa Viðræður í Simbabve: Áfram rætt um þjóðstjórn OFBELDI „Hefði ég komið að lokuð- um dyrum á Kaffi Kúltúra væri ég líklegast ekki á lífi,“ segir Chilebúinn Miguel Angel Sepul- veda Roman en hann varð fyrir hnífstunguárás á gatnamótum Ingólfsstrætis og Hverfisgötu aðfaranótt föstudagsins 1. ágúst síðastliðins. Hann var stunginn í síðuna og bak svo það blæddi inn á lunga og hlaut að auki skurð á vinstri handlegg. Eftir árásina hljóp hann að veitingastaðnum Kaffi Kúltúra þar sem félagi hans kall- aði strax á sjúkrabíl og hlúði að honum. Miguel Angel segir hann hafa bjargað lífi sínu. „Stungan var nálægt lunganu svo það munaði mjóu og ég væri varla hér hefði hún náð alla leið. Mér er sagt að ég hafi misst um lítra af blóði svo ef ég hefði ekki fengið hjálp svona skjótt hefði mér líklega blætt út. Núna er ég afar máttlaus í hendinni og ég hef ekkert getað hreyft litla fing- ur. Ég get heldur ekki lyft neinu með vinstri hendinni. Síðan er það bara að sjá hvort ég get endur- heimt fyrri getu í endurhæfingu eða hvort ég verð að búa við þetta alla ævi.“ Hann segist ekki muna vel eftir atburðinum eða aðdraganda hans. „En ég er alveg viss um að ég hafi ekki verið að ögra þeim, ég hef aldrei lagt slíkt í vana minn og ég var heldur ekki í annarlegu ástandi. En ég fór að ræða við hóp drengja á Laugaveginum. Svo hljóp ég af stað niður Ing- ólfsstræti þegar eitthvað hitnaði í kolunum. Þeir hlaupa mig síðan uppi við gatnamótin og láta til skarar skríða.“ Tveir menn voru handteknir í kjölfarið og þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Tæpri viku síðar var sá þriðji handtekin grunaður um aðild. Í gær var síðan einn þeirra látinn laus en gæsluvarð- hald yfir hinum tveimur fram- lengt til næsta fimmtudags. „Ég veit ekki hvað vakti fyrir þeim,“ segir Miguel Angel. „Ég efast um að menn geri svona lagað vegna andúðar á útlending- um. Ég myndi ekki segja að Íslendingar væru rasistar. Hins vegar tel ég að til séu menn sem sæki í ofbeldi þegar þeir eru undir áhrifum fíkniefna og vissu- lega eru þá útlendingar auðveld- ari bráð þar sem tengslanet þeirra hér á landi er ekki jafn stórt og heimamanna.“ jse@frettabladid.is Segir vin sinn hafa bjargað lífi sínu Miguel Angel, sem varð fyrir hnífaárás 1. ágúst, segist heppinn að vera á lífi. Hann missti lítra af blóði og vonar að skaðinn sé ekki varanlegur. Gæsluvarð- hald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um árásina var framlengt í gær. ÞARNA ÁTTI ÁRÁSIN SÉR STAÐ Miguel Angel var á hlaupum niður Ingólfsstræti þegar árásarmennirnir náðu honum. Þar eru uppi öryggismyndavélar svo lögreglan hefur haldbær gögn við rannsókn málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VERSLUN Velta í dagvöruverslun jókst um 22,2 prósent í júlí miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi. Hefur vöxturinn aldrei verið meiri frá því farið var að mæla smásölu- vísitöluna árið 2001, samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar. Á föstu verðlagi jókst velta um 3,2 prósent miðað við sama tíma á síðasta ári. Sala áfengis og fata jókst milli ára, en skóverslun og húsgagnaverslun dróst saman. - kg Verðlagsáhrif vega þungt: Veltuaukning í dagvöru met KK, ertu búinn að pulsa þig upp fyrir næstu plötu? „Já, og hún verður með öllu.“ Tónlistarmaðurinn KK syngur lag sitt „Þú og ég“ í nýrri auglýsingu Sláturfélags Suðurlands. Ný plata með honum kemur út í október. SKIPULAGSMÁL „Við erum byrjaðir að rífa innan úr húsinu svo hægt sé að athafna sig í kjallaranum,“ segir Páll Kolbeinsson, stjórnarformaður og einn eigandi verslunar Sævars Karls, sem í félagi við Íslenska eignafélagið hefur veg og vanda að uppbyggingu hússins við Þingholtsstræti 2 til 4. Húsið stendur á horni Bankastrætis og Þingholts- strætis og er oft kennt við skemmtistaðinn Nellys sem þar var til húsa. Til stendur að færa húsið sem mest til upprunalegs útlits þótt stór hluti þess verði endurnýjaður. Þá verður risið hækkað og kjallarinn dýpkaður en endurgerð hússins er meðal annars unnin í samráði við Húsafriðunarnefnd. „Byggingateikningar eru núna hjá skipulagsnefnd og við erum búnir að fá framkvæmdaleyfi,“ segir Páll sem bætir við að verkið fari vel af stað. Hann segir að á næstu dögum verði húsið klætt með dúk með upplýsingum um húsið og myndum. Áætlað er að verslunarrekstur verði á fyrstu hæðum hússins en skrifstofur í risinu og segist Páll gera ráð fyrir að hluti af verslunarrekstri Sævars Karls verði í húsinu. „Það tekur sinn tíma að byggja svona gamalt hús upp,“ segir Páll en áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á vordögum 2009. Hann segir þá óhrædda við að ráðast í verkefnið. „Við trúum á þessa staðsetningu, trúum því að miðbærinn eigi eftir að eflast.“ - ovd Framkvæmdir hafnar við endurgerð og uppbyggingu Þingholtsstrætis 2 til 4: Óbilandi trú á miðbænum ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4 Húsið er bárujárnsklætt timburhús í Sveitser-stíl, byggt árið 1884 og er kjallari, tvær hæðir og ris. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR JARÐSKJÁLFTI „Hvert og eitt mál verður metið fyrir sig, án fyrir- fram loforða um niðurstöður,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, verkefnisstjóri þjónustumið- stöðvar vegna Suðurlandsskjálfta. Alls hafa borist 55 erindi um styrki eða stuðning vegna ótryggðra tjóna af völdum skjálft- anna 29. maí. Hann segir að rífa þurfi vel á þriðja tug húsa sem skemmdust í skjálftunum. Nú þegar hafi sex- tán manns óskað eftir stuðningi vegna niðurrifs en ríkisstjórnin ákvað að greiða fyrir niðurrif og förgun húsa sem skemmdust í skjálftunum. Átján manns hafa leitað aðstoðar vegna tjóns á innbúi sem ekki var tryggt. „Síðan eru fjögur mál þar sem mannvirki í byggingu voru ekki með smíðatryggingar. Þar er eitt mjög stórt tjón,“ segir Ólafur Örn en um er að ræða einingahús sem var í byggingu í Hveragerði. Þá eru tíu mál skráð vegna skemmda á stéttum, hellulögnum og hleðslum við íbúðarhús. Loks eru sjö óskilgreind mál þar sem til dæmis bílar skemmdust þegar hlutir féllu á þá. „Nú liggur fyrir að við fundum með ráðuneytisstjóra forsætis- ráðuneytisins og sveitarstjórum á svæðinu þar sem metið verður hvernig tekið verður á þessum málum. Við erum að láta meta hvað þetta er mikið tjón með það fyrir augum að sjá hvað hægt er að gera. Það verður sest að hverju máli fyrir sig og þau skoðuð.“ - ovd Alls hafa 55 erindi borist vegna ótryggðra tjóna af völdum Suðurlandskjálfta: Óska stuðnings ríkisstjórnar VIÐ TRYGGVASKÁLA Ólafur Örn Haralds- son verkefnastjóri framan við þjónustu- miðstöðina á Selfossi. MYND/EB BANDARÍKIN, AP Maður sem setið hefur í átján ár í fangelsi fyrir að nauðga tíu ára stúlku var látinn laus í gær eftir að DNA-próf sýndi fram á sakleysi hans. Dómari í Ohio úrskurðaði að maðurinn, sem í dag er 52 ára, skyldi látinn laus úr fangelsi. Hann var sakfelldur árið 1991 fyrir ódæðið, en hélt alltaf fram sakleysi sínu. „Þetta er ansi mikið að taka inn á einum degi, að fá að ganga út úr réttarsalnum frjáls maður, eftir að hafa setið saklaus í fangelsi í átján ár,“ segir Jennifer Berger- on, lögmaður sem starfað hefur fyrir manninn. - bj Sat saklaus í fangelsi í 18 ár: DNA-próf sann- aði sakleysið ÁREKSTUR Þriggja bíla árekstur varð á sjötta tímanum í gærdag við Skeiðarvogsbrú, á mótum Skeiðarvogs og Miklubrautar. Eldur kom upp í einum bílanna, og var slökkvilið kallað á vettvang. Lögreglu, með hjálp vegfarenda, tókst þó að slökkva eldinn með handslökkvitæki áður en slökkvilið bar að garði. Engin slys urðu á fólki en Miklubraut var lokað um tíma meðan lögreglu- og slökkviliðs- menn sinntu störfum sínum á vettvangi. - kg Þriggja bíla árekstur: Eldur í bíl á Skeiðarvogsbrú ÁREKSTUR Eldur kom upp í bílnum, en engin slys urðu á fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.