Fréttablaðið - 12.08.2008, Síða 4

Fréttablaðið - 12.08.2008, Síða 4
4 12. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR SLYS Bílstjórar þriggja bifreiða sem lentu saman í harkalegum árekstri á Suðurlandsvegi á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerð- is og Selfoss á tíunda tímanum í gærmorgun voru fluttir til aðhlynningar á slysadeild Land- spítalans. Bílstjóri jeppabifreiðar slasaðist alvarlega og var haldið sofandi í öndunarvél. Jeppinn skall framan á rútu sem á móti kom eftir að litlum sendi- ferðabíl hafði verið ekið aftan á hann. Óljóst er hvort um saknæmt atferli sendiferðabílstjórans hafi verið að ræða, að sögn lögreglu á Selfossi. Umferð var beint inn á Hvammsveg um tíma í gær meðan bílhræin voru fjarlægð af Suður- landsvegi. Á milli þrjátíu og fjörutíu far- þegar voru í rútunni og sluppu þeir að mestu ómeiddir. Bílstjóri rútunnar skrámaðist þó af brotnu gleri úr framrúðunni. Flestir farþegarnir fengu áfalla- hjálp og hressingu hjá Rauða krossi Íslands. „[Farþegarnir] voru nokkuð ró legir og yfirvegaðir. Þetta var fólk frekar í yngri kantinum,“ segir Sólveig Ólafsdóttir, sviðs- stjóri hjá Rauða krossinum. „Bíl- stjórinn [rútunnar] kom eftir að hann var búinn að fá aðhlynningu á Borgarspítala. Það var mjög gott bæði fyrir hann að hitta fólkið og fólkið að sjá að hann væri í svona góðu standi. Það var klappað fyrir honum þegar hann mætti á svæðið enda skilst mér að fólk hafi óttast um tíma að rútan myndi fara út af en hann náði að bjarga því.“ Farþegarnir voru ferðamenn af ýmsu þjóðerni – meðal annars Þjóð- verjar, Ítalir, Portúgalar og Kanada- menn auk Íslendinga. Þeir voru á leið austur í Skaftafell á vegum Kynnisferða. Flestir farþeganna lögðu aftur af stað austur í gær í annarri rútu á vegum Kynnis ferða, að sögn Agnars Daníels sonar, rekstrar stjóra Kynnisferða. gunnlaugurh@frettabladid.is Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur Þrír slösuðust í harkalegum árekstri þriggja bifreiða á Suðurlandsvegi í gær, þar af einn alvarlega. Sendibíll lenti aftan á jeppa sem kastaðist framan á rútu. Far- þegar rútunnar fengu áfallahjálp. Þeir þökkuðu fyrir snör viðbrögð bílstjórans. RÚTAN OG JEPPINN Bílstjóri jeppans slasaðist mikið og bílstjóri rútunnar skrá- maðist af brotnu gleri. MYND/EGILL SENDIFERÐABÍLLINN Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 23° 21° 24° 22° 21° 23° 22° 26° 22° 33° 33° 24° 26° 26° 28° 32° 18° Á MORGUN Hægviðri. Líkur á síðdegis skúrum. FIMMTUDAGUR Hægviðri. 12 12 9 12 12 10 11 12 12 11 8 2 3 2 1 1 3 3 6 3 2 2 12 10 10 11 13 12 12 14 14 13 VINDUR UM HELGINA Vindurinn hefur verið í algjöru lágmarki síðustu daga og verður svo fram á föstudag. Þá eru horfur á að vindar vaxi af suðri eða suðvestri og að vest- an til á landinu verði strekkingur, annars hægari. Lægir á sunnudag. Enn frem- ur er heldur meiri vætu að sjá vestan til á laugardag frá því sem verið hefur. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur UMHVERFISMÁL 365, útgáfufélag Fréttablaðsins, sendir í dag 1.200 Blaðbera til Fjarðabyggðar. Blaðberar eru sérstakar endur- vinnslutöskur fyrir dagblöð og mun sveitarfélagið sjá um dreifingu þeirra til íbúa. Samkvæmt Unni Ásu Atla dóttur, verkefnastjóra umhverfis- og mannvirkjateymis Fjarðabyggðar, var óskað eftir sendingunni vegna mikillar eftirspurnar eftir Blaðberanum í sveitarfélaginu. „Þetta er frábært framtak hjá Fréttablaðinu og liður í því að koma endurvinnslumálum okkar í gott horf,“ segir Unnur. Alls búa um 5.000 manns í Fjarðabyggð, á um 1.500 heimilum. Fyrstu Blaðberunum var dreift í apríl síðastliðnum og hafa þeir hvarvetna fengið góðar viðtökur. - kg Eftirsóttar endurvinnslutöskur: Blaðberinn til Fjarðabyggðar ÞARFAÞING Fjarðabyggð sér um dreif- ingu Blaðberans til íbúa. SJÁVARÚTVEGUR Meðalverð á öllum afla í júlí var það hæsta sem sést hefur, 184,66 krónur. Þetta er rúmlega 25 prósent hærra meðalverð en í fyrra, 147,46 krónur, sem er það næsthæsta. Þetta kemur fram á vef Reikni- stofu fiskmarkaða. Met var einnig sett í sölumagni, en seld voru 5.247 tonn sem er það minnsta á fiskmörkuðum í júlí nokkru sinni. Þetta er 19,1 prósent minna en í fyrra, þegar 6.488 tonn voru seld í júlí. Verðmæti aflans sem seldur var á fiskmörkuðunum í júlí var aftur á móti það næstmesta sem sést hefur, 969 milljónir króna. Það er 1,3 prósentum meira en árið 2007. - shá Fiskverð hátt í júlí: Metverð fyrir fisk á markaði TAÍLAND, AP Handtökuskipun á hendur fyrrverandi forsætisráð- herra Taílands, Thaksin Shina- watra, var gefin út þar í landi í gær. Hann og kona hans flúðu til Bretlands til að komast hjá yfirheyrslum fyrir spillingu. Hjónin komust undan þegar þau fengu leyfi til að fara til Kína á opnunarhátíð Ólympíuleikanna. Thaksin sagði í yfirlýsingu í gær að hann myndi ekki snúa aftur heim því þar fengi hann ekki sanngjörn réttarhöld. Hjónin hafa verið í útlegð í Lundúnum síðan hann var hrakinn frá völdum árið 2006. Þau sneru aftur til þess að svara til saka en flúðu þegar frúin fékk dóm. - hþj Fyrrum ráðherra flýr Taíland: Segir réttarhöld ekki sanngjörn FLÚINN Thaksin Shinawatra. HEILBRIGÐISMÁL „Allri fæðingar- þjónustu, sængurlegu og áhættumæðravernd verður sinnt,“ segir Hildur Harðardóttir, sviðsstjóri á kvennadeild Landspítala. Ljósmæður kjósa í þessari viku um verkfallsaðgerðir sem hefjast í byrjun september ef kjarasamningar nást ekki. Hildur segir að þó að til verkfalla ljósmæðra komi verði allri bráðaþjónustu á deildinni sinnt. Bráðasónarskoðun verði veitt ef upp komi vandamál en reglubundinn sónar gæti mætt afgangi. - ht Ljósmæður kjósa um verkföll: Bráðaþjónusta áfram veitt HEILBRIGÐISMÁL „Ég er gengin 32 vikur og reyni því að hafa sem minnstar áhyggjur en auðvitað er þetta óþægilegt,“ segir Brynhildur Björnsdóttir, sem á von á öðru barni sínu hinn 5. október. Ljósmæður kjósa í þessari viku um hvort grípa eigi til verkfalls- aðgerða ef ekki náist kjarasamn- ingar við ríkið. Kosið er um fimm sjálfstæð verkföll sem hæfust með vinnustöðvun dagana 4. til 5. september. Ef ljósmæður sam- þykkja aðgerðirnar kemur til alls- herjarverkfalls 29. september hafi samningar ekki náðst. „Ljósmæður eru lykilhópur í þjóð- félaginu,“ segir Brynhildur. „Ef þessari grundvallarþjónustu er stefnt í hættu er fokið í flest skjól.“ Hún segir að þrátt fyrir að aðrar heilbrigðisstéttir starfi með ljós- mæðrum búi þær yfir mikil vægri sérfræðiþekkingu og veiti mæðr- um mikilvægan stuðning. „Þegar ég eignaðist dóttur mína hefði ég ekki viljað vera án ljós- móður mér til halds og trausts, þegar ég sat með eitthvað svona dýrmætt og brothætt í höndunum en vissi ekki hvað ég átti að gera við það.“ - ht Barnshafandi kona telur fokið í flest skjól sé þjónustu ljósmæðra stefnt í hættu: Reynir að hafa ekki áhyggjur BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR Á von á öðru barni sínu í októberbyrjun og vill að samið verði við ljósmæður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GENGIÐ 11.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 158,7652 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 81,27 81,65 156,11 156,87 121,95 122,63 16,344 16,440 15,239 15,329 12,986 13,062 0,7391 0,7435 129,01 129,77 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Röng mynd birtist af Ingibjörgu Hinriksdóttur, yfirlækni á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, í blaðinu í gær. LEIÐRÉTTING Í Fréttablaðinu í gær misritaðist að ráðstefna Vinnuvistfræðisamtaka Íslands og norrænu vinnuvistfræði- samtakanna NES hefði farið fram um helgina. Hið rétta er að fundur alþjóðlegu vinnuvistfræðisamtakanna IEA fór fram hér á landi um helgina en ráðstefna NES hófst í gærmorgun. LEIÐRÉTTING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.