Fréttablaðið - 12.08.2008, Side 43
ÞRIÐJUDAGUR 12. ágúst 2008 27
Fjölnisvöllur, áhorf.: 1184
Fjölnir Valur
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 18–11 (8–6)
Varin skot Þórður 3 – Kjartan 6
Horn 2–2
Aukaspyrnur fengnar 14–13
Rangstöður 4–0
VALUR 4–4–2
*Kjartan Sturluson 8
Rasmus Hansen 5
Atli Sv. Þórarinsson 7
Barry Smith 5
Rene Carlsen 6
Henrik Eggerts 4
(80 Hafþór Vilhjálms. -)
Sigurbjörn Hreiðars. 6
Baldur Bett 5
Bjarni Ól. Eiríksson 4
(70. Baldur Aðalstei. 5)
Guðmundur Ben. 6
Albert Ingason 6
*Maður leiksins
FJÖLNIR 4–5–1
Þórður Ingason 6
Magnús I. Einarsson 6
Óli St. Flóventsson 6
Kristján Hauksson 6
Gunnar Gunnarsson 6
(88. Davíð Rúnarsson -)
Ólafur P. Snorrason 7
Heimir S. Guðmunds. 6
Ólafur Páll Johnson 5
(67. Ásgeir Ásgeirss. 6)
Gunnar M. Guðm. 8
Pétur Georg Markan 6
(85. Andri V. Ívarsson -)
Tómas Leifsson 7
0-1 Albert B. Ingason (12.), 1-1 Pétur
Markan (49.), 1-2 Atli S. Þórarins. (56.)
2-2 Gunnar Már Guðmundsson (61.),
2-3 Sigurbjörn Hreiðarsson (83.)
2-3
Þorvaldur Árnason (6)
GRINDAVÍK 2-2 BREIÐABLIK
1-0 Scott Ramsay (6.), 2-0 Tomasz
Stolpa (45.), 2-1 Marel Baldvinsson
(56.), 2-2 Jóhann Berg Guðmunds. (90).
Grindavíkurvöllur, áhorf.: 953
Þóroddur Hjaltalín Jr. (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 11–14 (7–7)
Varin skot Zankarlo 5 – Casper 4
Horn 5–10
Aukaspyrnur fengnar 12–10
Rangstöður 3–0
Grindavík 4–5–1 Zankarlo Simunic 6, Ray A.
Jónsson 6 (46. Marinko Skaricic 6), Zoran Stamenic 8,
Eysteinn Húni Hauksson 7, Jósef Jósefsson 6 (67. Bogi
Einarsson 5), Scott Ramsay 7, Orri Freyr Hjaltalín 7,
Ajosa Gluhovic 6, Andri S. Birgisson 4, Tomasz Stolpa
5 (59. Jóhann Helgason 5), Grétar Hjartarson 6.
Breiðablik 4–4–2 Casper Jacobsen 6, Arnór Sv.
Aðalsteinsson 5, Finnur Orri Margeirsson 7, Srdjan
Gasic 6, Kristinn Jónsson 6 (84. Guðmann Þórisson
-), *Jóhann Berg Guðmundsson 8, Guðmundur
Kristjánsson 6, Nenad Petrovic 5 (61. Prince Rajcom-
ar 5), Nenad Zivanovic 4, Magnús Gunnarsson 4
(79.) Steinþór Þorsteins -), Marel Baldvinsson 6.
PEKING 2008 Sigrún Brá Sverris-
dóttir náði sér ekki á strik í 200
metra skriðsundi í gær frekar en
aðrir íslenskir sundmenn á
Ólympíuleikunum. Sigrún kom í
mark á 2:04,82 mínútum sem er
um einni og hálfri sekúndu frá
Íslandsmeti hennar sem er
2:03,35 mínútur. Sigrún varð
neðst í sínum riðli og hafnaði í 45.
sæti af 46 keppendum.
„Ég er alls ekki nógu sátt við
þetta. Það er ekkert langt síðan
ég setti þetta met og maður bjóst
alveg við því að sundið gæti farið
í aðra hvora áttina. Því miður
gekk þetta ekki í dag,“ sagði
Sigrún Brá dauðþreytt skömmu
eftir sundið.
„Ég var aðeins stressuð en hef
samt oft verið verri á taugum. Ég
var svolítið stíf og þreytt þegar
ég var að synda. Stundum kemur
þetta bara ekki og það eru ekki
margir sem koma hingað og toppa
tímana sína. Það var gaman að
prufa þetta og ég veit hvernig
þetta er næst þegar ég kem á
Ólympíuleika,“ sagði Sigrún, sem
ætlar að taka sér langþráð frí í
kjölfarið. - hbg
Sigrún Brá náði sér ekki á strik:
Ég var svolítið
stíf og þreytt
FR
ÉT
T A
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Kópavogsvöllur, áhorf.: 743
HK Fylkir
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 6–13 (3–6)
Varin skot Gunnleifur 5 – Fjalar 2
Horn 5–8
Aukaspyrnur fengnar 13–12
Rangstöður 3–4
FYLKIR. 4–5–1
Fjalar Þorgeirsson 6
Andrés Jóhannsson 5
Kristján Valdimarsson 6
Ólafur Ingi Stígsson 5
Þórir Hannesson 7
Halldór Hilmisson 5
(72 Ingim. Óskarsson -)
Valur Fannar Gíslason 4
Ian Jeffs 5
Allan Dyring 5
(80. Jóhann Þórhalls. -)
Peter Gravesen 6
Haukur I. Guðnason 6
(80 Hermann Aðalg. -)
*Maður leiksins
HK 4–4–2
Gunnleifur Gunnleifs. 8
Finnbogi Llorens 6
Ásgrímur Albertsson 7
Erdzan Beciri 7
Hörður Árnason 6
Mitja Brulc 7
(72. Hörður Magnús. -)
Goran Brajkovic 7
Finnur Ólafsson 7
Hörður M. Magnúss. 5
Sinisa Kekic 8
Iddi Alkhag 7
1-0. Mitja Brulc (65., víti)
1-1 Þórir Hannesson (90.)
1-1
Garðar Örn Hinriksson (6)
Lögmál 4: Bikarinn er fullur og froðutoppurinn
rís upp yfir brúnina. Þá er froðusveðjan tekin.
Henni er beint frá líkamanum og strokið lárétt með
45 gráðu halla, hársbreidd yfir brúninni. Stærstu
loftbólurnar hafa leitað efst í froðuna og mistakist
þetta skref munu þær springa þeim afleiðingum að
froðan fellur hratt. Án froðunnar er ölið varnar-
laust og verður flatt á skammri stundu.
Lögmál 5: Að lokum verður að tryggja að froðu-
toppurinn sé af nákvæmlega réttri þykkt.
Fullkomnunin felst í smáatriðunum: Í 33 cl
bikar skal froðan vera nákvæmlega 3 cm. Hvorki
meira né minna. Þetta samsvarar samanlagðri
breidd vísifingurs og löngutangar þess sem
njóta skal.
FÓTBOLTI Annan leikinn í röð fengu
HK-ingar á sig mark í uppbótar-
tíma en þeir tóku á móti Fylki í
sannkölluðum botnslag í gær. Allt
stefndi í að HK væri að komast
upp úr botnsætinu þegar Þórir
Hannesson skoraði laglegt mark
og tryggði Fylki mikilvægt jafn-
tefli 1-1.
„Hvert stig er dýrmætt og það
var við hæfi að maðurinn með
lengstu lappir vallarins næði að
komast í boltann. Við áttum að
klára þennan leik í fyrri hálfleik.
Gunnleifur náði að verja einu
sinni frá Hauki á hreint ótrúleg-
an hátt, teygði sig í boltann eins
og kolkrabbi. Síðan fáum við á
okkur mark en sýndum karakter
og jöfnuðum,“ sagði Leifur Garð-
arsson, þjálfari Fylkis, eftir leik.
Fyrri hálfleikurinn í gær var
mjög tíðindalítill þar sem áður-
nefnda markvörslu Gunnleifs bar
hæst. Það lá ekkert í loftinu þegar
dæmd var vítaspyrna en Ólafur
Stígsson var dæmdur brotlegur.
Á punktinn fór Mitja Brulc og
skoraði af öryggi.
Fylkismönnum gekk erfiðlega
að skapa sér færi eftir markið en
voru þó mun meira með boltann.
Undir blálokin náðu þeir þó góðri
pressu og Þórir kom til bjargar.
Garðar Örn Hinriksson
flautaði til leiksloka um leið
og HK tók miðjuna.
„Við verðum að fara að
vinna einhverja leiki. Við
mætum Skaganum á
sunnudag og þar ætlum
við okkur ekkert annað en
þrjú stig,“ sagði Leifur.
Fylkismenn voru nokkuð
kaflaskiptir í gær, náðu
nokkrum góðum sprett-
um en á heildina litið
voru þeir bitlausir og
lítið flæði var í gegn-
um miðjuna.
Vörn HK-liðsins virkaði mjög
traust en náði þó ekki að halda
nægilega lengi út. Koma Sinisa
Kekic gefur nýjar víddir í
sóknarleik liðsins en nánast allar
sóknirnar koma í gegnum hann.
Enn eru átta stig upp úr fallsæt-
inu en þrátt fyrir það er enginn
uppgjafartónn í þjálfara
liðsins, Rúnari Páli Sig-
mundssyni.
„Vonin er ekki úti enn,
við erum ekki búnir að
gefast upp. Það er nóg
eftir af mótinu og við
höfum verið að spila
vel síðustu leiki án
þess að ná að inn-
byrða sigur. Lið-
sandinn og sam-
heldnin í liðinu er
góð og það er eitt-
hvað til að byggja á.
Þetta er ekki búið,“
sagði Rúnar. - egm
Botnlið HK missti niður unninn leik í uppbótartíma gegn Fylki:
Rennblaut tuska í andlit HK
FÓTBOLTI Grindavík og Breiðablik
skildu jöfn, 2-2, í hörkuleik þar sem
Jóhann Berg Guðmundsson tryggði
Blikum stig með glæsilegu marki
þegar fimm mínútur voru komnar
fram yfir venjulegan leiktíma.
Níu mörk voru skoruð í fyrri leik
liðanna og gaf byrjunin vísbending-
ar um að annar markaleikur væri í
uppsiglingu þegar Scott Ramsay
skoraði fyrsta markið fyrir Grinda-
vík beint úr aukaspyrnu strax á
sjöttu mínútu.
Sólin skein skært í Grindavík og
virtist hitinn frá sólinni draga kraft
úr leikmönnum því fyrri hálfleikur
var ótrúlega hægur eftir markið.
Breiðablik var meira með boltann
en átti í erfiðleikum með að skapa
sér færi en liðið lék án Arnars
Grétars sonar leikstjórnanda síns
sem meiddist lítillega á síðustu
æfingu fyrir leik.
Grindvíkingar drógu sig fljótt
aftarlega á völlinn en juku samt
forystuna í tvö mörk rétt fyrir leik-
hlé þegar Tomasz Stolpa skoraði
eftir góða skyndisókn upp hægri
kantinn.
Grindvíkingar voru kraftlausir í
síðari hálfleik og drógu sig enn
aftar á völlinn. Þrátt fyrir það var
Marel Baldvinsson aleinn í miðjum
markteignum þegar ellefu mínútur
voru liðnar af síðari hálfleiknum.
Marel fékk þá boltann frá Kristni
Jónssyni og skoraði auðveldlega og
galopnaði leikinn.
Þrátt fyrir mikla yfirburði náðu
Blikar ekki að jafna metin fyrr en
rétt áður en flautað var til leiksloka
með glæsilegu marki Jóhanns.
„Þetta var frekar skemmtilegur
dagur. Fyrst að vera valinn bestur
og svo leikurinn en við vorum eins
og hálfvitar í fyrri hálfleik. Ég veit
ekki hvað var í gangi. Svo yfirspil-
um við þá í síðari hálfleik og það
var ansi sætt að sjá hann inni þarna
í lokin,“ sagði Jóhann.
Jóhann hefur leikið frábærlega í
sumar en hann segist þó ekkert
velta því fyrir sér hvort hann verði
í landsliðshópnum sem tilkynntur
verður í hádeginu í dag fyrir
æfingaleik gegn Aserbaídsjan.
Orri Freyr Hjaltalín fyrirliði
Grindavíkur var að vonum vonsvik-
inn að hafa misst af sigrinum. „Það
var grátlega sárt að fá jöfnunar-
mark á sig svona í blálokin eftir að
hafa barist eins og brjálæðingar
allan seinni hálfleikinn,“ sagði Orri
Freyr.
Grindvíkingar urðu fyrir mikilli
blóðtöku í leiknum þegar Ray
Anthony Jónsson, Jósef Jósefsson
og Grétar Ólafur Hjartarson urðu
að yfirgefa völlinn vegna meiðsla
og sá síðast nefndi fór af leikvelli
eftir að Grindavík var búið með
allar sínar skiptingar í leiknum.
„Það voru miklar hræringar á liðinu
allan seinni hálfleikinn og við
náðum aldrei að fóta okkur. Þeir
voru mjög sterkir í dag og létu bolt-
ann ganga vel en það munaði mjög
litlu að það hefði hafist.“
„Við vorum orðnir mjög þreyttir
inni á miðjunni og búnir með skipt-
ingarnar. Þá var ekkert annað að
gera en að bakka í vörn og verja
markið. Það var grátlega nálægt því
að lenda okkar megin.“ - gmi
Breiðablik náði stigi í Grindavík eftir að hafa lent tveimur mörkum undir:
Glæsimark Jóhanns tryggði Blikum stig
SKOT AÐ MARKI Grétar Hjartarson skýtur hér að marki í gær en skot hans geigaði.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
ÍK
U
R
FR
ÉT
TI
R