Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 6
6 13. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL Vigdís Finnbogadóttir mat það sem möguleika að segja af sér embætti forseta Íslands þegar samningurinn um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu var í algleymingi í þjóðfélaginu haust og vetur 1992-3. Þetta er upplýst í grein Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, í nýútkomni bók; Uppbrot hugmynda- kerfisins – endur mótun íslenskrar utan ríkis stefnu 1991-2007. Harkalega var tekist á um EES- samninginn, bæði innan þings og utan. Kröfur voru uppi um að þjóð- in greiddi atkvæði um aðild Íslands að samningnum en tillaga þess efnis var felld með naumum meiri- hluta í þinginu. Þegar fyrir lá að þingmeirihluti væri fyrir aðild var þrýst á Vigdísi að synja lögum um málið staðfest- ingar. Hún mat vel alla kosti í stöð- unni og sá í hendi sér að ef hún beitti synj- unarvaldinu – sem forsetar höfðu aldrei gert – yrði í stjórnarskrár- bundinni þjóð- aratkvæðagreiðslu í raun kosið á milli hennar sjálfrar og ríkis- stjórnarinnar en ekki um sjálfa EES-aðildina. Í grein Baldurs stað- hæfir Vigdís að ef hún hefði neitað að skrifa undir hefði hún sagt af sér embætti strax í kjölfarið, svo ekki þyrfti að koma til slíkrar atkvæðagreiðslu milli hennar og stjórnarflokkanna. Ekki er þó fullvíst að til slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu hefði komið því Jón Baldvin Hannibals- son, þá utanríkisráðherra og for- maður Alþýðuflokksins, segir í greininni að þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefðu verið ásáttir um að ef forsetinn neitaði að skrifa undir yrði þing rofið og efnt til kosninga. Gerðu þeir Vig- dísi grein fyrir þessum sjónar- miðum. En Vigdís hugleiddi ekki aðeins afsögn í kjölfar synjunar; hún íhugaði einnig gaumgæfilega að segja af sér til að komast frá mál- inu. „Ég hugsaði mikið um mína eigin afsögn. ... Það var búið að setja mig í þá klemmu og þetta var leikið þannig út á ystu nöf að ég sá fyrir mér að það væri kannski lausn að ég færi, að þetta mál lægi ekki allt hjá einni manneskju,“ segir Vigdís í greininni. Á ríkisráðsfundi 13. janúar 1993 staðfesti Vigdís EES-samninginn sem degi áður var samþykktur á Alþingi. Gerði hún það eftir ítar- legar yfirlegur og samræður við fjölda fólks. Ástæðurnar voru, samkvæmt grein Baldurs Þór- hallssonar, annars vegar þær að með aðild fengi íslensk æska öll tækifærin í menntaáætlunum Evr- ópusambandsins og öllu því sem Evrópa hefði upp á að bjóða og hins vegar þær að hún hefði „átt gríðarlega erfitt með að fara gegn þjóðkjörnu þingi“. bjorn@frettabladid.is Vigdís íhugaði afsögn vegna EES-málsins Vigdís Finnbogadóttir íhugaði að segja af sér forsetaembættinu í aðdraganda aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Bæði hugleiddi hún afsögn til að komast frá málinu og eins að beita synjunarvaldi sínu og segja af sér í kjölfarið. BALDUR ÞÓRHALLSSON VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR „EES-málið var langerfiðasta málið sem ég fékkst við í forsetatíð minni. Langerfiðasta. Ekkert kemst nálægt því,“ segir Vigdís í grein Baldurs Þórhallssonar um Evrópustefnu íslenskra stjórnvalda í nýútkominni bók um utan- ríkisstefnu Íslands á árunum 1991-2007. Framsal fullveldis vafðist helst fyrir Vigdísi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Umsóknir nektardansstaðanna Óðals og Vegas um undanþágu frá banni við nektarsýningum verða teknar til umfjöllunar á borgarráðsfundi í fyrramálið. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir það ekkert leyndarmál að hann vilji „takmarka starfsemi nektardansstaða eins mikið og kostur er á og ég hef viljað það lengi“. Embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu taldi rétt í ljósi stjórnsýsluúrskurðar dómsmálaráðuneytis- ins að senda umsóknir rekstrarfélaga staðanna til um sagnar á ný. Í úrskurði ráðuneytisins var felld úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi um að synja súlustaðnum Goldfinger um undanþágu frá nektar sýningabanni. Ráðuneytið taldi verulega annmarka á þeim sjónar- miðum sem sýslumannsembættið byggði á. „Ég held að það sé almennur vilji borgarfulltrúa að sinna þessum málefnum í samræmi við þá hagsmuni sem kjörnir fulltrúar bera fyrir brjósti,“ segir Ólafur. - hþj Mál nektardansstaða verða tekin fyrir í borgarráði á morgun: Borgarstjóri vill takmarkanir BORGARSTJÓRI REYKJAVÍKUR Ólafur F. Magnússon segist lengi hafa viljað takmarka starfsemi nektardansstaða. KJÖRKASSINN ÞJÓNUSTA Veitingaskálanum Brú í Hrútafirði hefur verið lokað. Að því er segir á Strandir.is mun N1 hins vegar innan tíðar opna nýjan skála utar í firðinum þar sem hringvegurinn mun framvegis liggja. Sá skáli á einnig að taka við hlutverki Staðarskála handan fjarðarins. „Starfsmenn N1 voru í óðaönn að taka niður innanstokksmuni, gera vörutalningu, taka niður eldsneytistanka, dæla af tönkum og svo framvegis og framvegis. Fimmtíu og fjögurra ára sögu veitingareksturs í Brú er lokið, en skálinn var um árabil stærsti vinnustaður í Bæjarhreppi,“ lýsti tíðindamaður strandir.is aðkom- unni á Brú á mánudag. - gar Kaflaskipti í veitingasögu: Lokað og læst á Brú í Hrútafirði BRÚ Veitingar og eldsneyti í rúma hálfa öld. DANMÖRK, AP Réttarhöld eru hafin í Kaupmannahöfn yfir tveimur mönnum sem eru ákærðir fyrir að hafa skipulagt sprengjuárásir í borginni. Danska lögreglan hefur sagt að mennirnir tveir, sem báðir eru múslimar, séu tengdir Al-Kaída- hryðjuverkanetinu. Við þingfest- ingu málsins var hins vegar ekkert minnst á slík tengsl. Mennirnir tveir eru sagðir hafa útbúið tilraunasprengju svipaða sprengjunum sem urðu 52 að bana í London árið 2005. Þeir voru handteknir í september á síðasta ári. - þeb Réttarhöld í Danmörku: Lögðu á ráð um sprengjuárásir FRAKKLAND, AP Franski þjóðernis- flokkurinn, sem kunnur er fyrir harða afstöðu í garð innflytjenda, hefur neyðst til að selja kínversk- um háskóla aðalstöðvar sínar í París til að greiða upp skuldir frá forseta- og þingkosningum á síðasta ári. Flokknum gekk illa í kosning- unum og náði víðast ekki fimm prósenta markinu sem nauðsyn- legt er til að hljóta ríkisstuðning. Flokkurinn komst í kastljósið árið 2002 þegar formaður hans, Jean-Marie Le Pen, komst í seinni umferð frönsku forsetakosning- anna. Þá umferð vann íhalds- maðurinn Jacques Chirac. - gh Le Pen semur við Kínverja: Þjóðernisflokk- ur í kröggum JEAN-MARIE LE PEN Le Pen hefur nokkr- um sinnum verið dæmdur fyrir rasisma. NORDICPHOTOS/AFP MÓTMÆLI „Við viljum sýna öllum íbúum Georgíu okkar einlægustu samstöðu og stuðning með þessum mótmælum. Litháar voru í svipaðri stöðu fyrir tveimur áratugum, og því eiga Georgíu- menn samúð okkar óskipta,“ segir Inga Minelgaite, talsmaður félags Litháa á Íslandi. Félagið stóð fyrir mótmælum vegna innrásar rússneska hersins í Georgíu í gær við sendiráð Rússlands. Inga segist hafa orðið vör við mikinn stuðning af þessu tilefni. „Fólk af mörgu þjóðerni hefur haft samband og þakkað okkur fyrir framtakið. Þetta eru þögul mótmæli, engin öskur og læti heldur erum við einungis að sýna stuðning okkar í verki,“ segir Inga. Rússar samþykktu í gær áætlun sem miðar að því að binda endi á átökin í Georgíu. - kg Félag Litháa á Íslandi: Mótmæltu inn- rás Rússlands MÓTMÆLI Fámennur hópur Litháa mótmælti fyrir utan sendiráð Rússlands í Reykjavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sprengt og unnið í göngum Stefnt er að því að ljúka forskeringu Bolungarvíkurganga og hefja eigin- lega gangagerð um næstu mánaða- mót. Háværar sprengingar hljóma nú í Hnífsdal vegna forskeringarinnar. Gert er ráð fyrir að sprengt verði alla vikuna. VESTFIRÐIR FJÁRMÁL „Þetta er alveg með ólík- indum. Í sjálfu sér er ekkert athuga- vert við að félagið afli sér peninga en annað mál þegar það tekur upp á því að senda gíróseðil út, án þess að maður samþykki það,“ segir Einar Þórisson, eigandi þriggja fyrir- tækja í Árbæ. Einar rak upp stór augu þegar greiðsluseðill, frá knattspyrnudeild Fylkis, upp á áttaþúsund krónur birtist í einkabanka allra þriggja fyrirtækja hans. Greiðsluseðillinn var sendur til allra fyrirtækja í Árbænum. „Ef ekki væri fyrir þær aðhalds- aðgerðir sem við stöndum í vegna kreppu hefði þetta mögulega verið greitt óvart. Venjulega styrki ég ýmis félög en hef aldrei verið styrktarmaður Fylkis,“ segir Einar. „Búið er að fella kröfurnar niður,“ segir Jón Óli Sigurðsson, stjórnarmaður hjá knattspyrnu- deild Fylkis. „Kröfurnar voru stofnaðar fyrir mistök.“ Jón Óli segir ætlunina hafa verið að senda bréf til fyrirtækj- anna til að tilkynna þeim um fyrir- hugaða söfnun. Síðan átti að senda út valkvæðan greiðsluseðil. Fyrir mistök hafi bankinn Byr stofnað til krafnanna áður en bréfin voru send út. „Mistökin liggja hjá Byr að stofna þessar kröfur áður en við erum búin að senda út bréfið,“ segir Jón Óli. - vsp Knattspyrnudeild Fylkis sendi fyrirtækjum í Árbæ 8.000 króna greiðsluseðil: Segir mistökin liggja hjá Byr FYLKISMAÐUR Í BARÁTTU Byr stofnaði til krafna á hendur fyrirtækjum Árbæjar áður en bréf var sent út til tilkynningar, að sögn stjórnarmanns knattspyrnu- deildar Fylkis. Á að eyða fé í að rannsaka heyrn ungbarna í fimm daga skoðun? Já 87,0% Nei 13,0% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú trú á íslenska landslið- inu í handbolta á Ólympíuleik- unum? Segðu þína skoðun á visir.is Fundað í viðskiptanefnd Viðskiptanefnd kemur saman, að lík- indum í næstu viku, til að ræða stöðu sparisjóðanna og horfur á yfirvofandi gjaldþrotum fólks og fyrirtækja. Hösk uldur Þór Þórhallsson, þing- maður Framsóknarflokksins, óskaði eftir að fundurinn yrði haldinn. ALÞINGI Mugabe verðlaunar Robert Mugabe Simbabveforseti veitti í gær George Chiweshe, yfirmanni kjörstjórnar Simbabve, medalíu. Chiweshe bar ábyrgð á framkvæmd nýafstaðinna forsetakosninga í Simb- abve. Mugabe var lýstur sigurvegari hinna umdeildu kosninga. SIMBABVE Rúta bakkaði á bílaleigubíl Minni háttar umferðarslys varð í Öxarfirði í gær þegar rúta bakkaði á bílaleigubíl. Engin slys urðu á fólki. LÖGREGLUFRÉTTIR SAMGÖNGUMÁL Vegagerðin fór í lok síðustu viku fram á eignar- nám á þeim jörðum við Dettifoss- veg sem ekki náðust samningar við landeigendur um. Fram- kvæmdir við Dettifossveg töfðust vegna þeirra samnings- umleitana. Nokkrir landeigendur, Skipu- lagsstofnun og Umhverfisstofnun lögðust gegn útfærslu nýs Dettifossvegar. „Ég er verulega ósáttur við eignarnámið. Ég mun fara fram á hækkaðar bætur vegna útivistarverðmæta þessa lands,“ segir Jón Illugason, einn landeigenda sem ekki náðust samningar við. - vsp Framkvæmdir Dettifossvegar: Farið fram á eignarnám

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.