Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 29
5 H A U S MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 F R É T T A S K Ý R I N G ir muni fara frá því að vera nei- kvæðir á síðasta fjórðungi í að vera himinháir á síðasta fjórð- ungi þessa árs og fyrsta fjórð- ungi þess næsta. Hún bendir á að það er mjög mikilvægt við núverandi að- stæður að vera með viðbúnað til að bregðast við frekari áföll- um. „Bankar eru að efla lausa- fjárstöðu sína með því að útbúa pakka úr lánasöfnum sínum sem hægt er að selja eða leggja fram í endurhverfum viðskiptum við seðlabanka. Mikilvægt er að hafa þessa pakka til taks hvort sem þeir eru nýttir strax eða ekki,“ segir hún. Spurð um áhrif uppgjöranna á stöðu bankanna segir Edda Rós að uppgjörin hafi að mestu verið í takt við væntingar og þáttur í að sýna að bankarnir séu traustir en opni ekki neinar dyr að ódýrri fjármögnun. „Fjármálamarkaðir hafa hvorki opnast fyrir íslenska banka né aðra. Það er varla hægt að leggja næga áherslu á að um alþjóðlegt vandamál er að ræða. Það er mikilvægt að átta sig á því að allir bankar heims eru að sækja í seðlabankana af mikl- um krafti. Þetta er ekkert sér- íslenskt fyrirbrigði,“ segir Edda Rós. „Það er búið að hrekja dóms- dagspár um hrun íslenskra banka og menn eru farnir að horfa meira til gæða eignasafns- ins og er umræðan því á mun málefnalegri nótum“ segir Har- aldur Yngvi Pétursson hjá grein- ingu Kaupþings. Haraldur segir að bankarnir verði að halda áfram að treysta grunnstoðirnar í rekstrinum og sækja sér fjármögnun með öðrum hætti en heildsölufjár- mögnun. „Það verður pressa á þóknana- tekjur en þær hafa haldist uppi undanfarið m.a. vegna meiri við- skipta með skuldabréf en áður, en líklegt er að arðbærum þóknana- tengdum verkefnum muni fækka nokkuð. Vaxtatekjur munu drag- ast saman þar sem draga mun úr verðbólgu á Íslandi en ekki er ljóst hvort grunnvaxtamunurinn muni dragast saman,“segir Har- aldur. Hann telur stöðu bankanna ágæta og að grunnrekstur skili ásættanlegri afkomu. Í meðfylgjandi töflu er leitast við að meta undirliggjandi rekst- ur bankanna ef litið er framhjá utanaðkomandi þáttum sem til- heyra ekki grunnrekstri bankana. Vaxtatekjur eru leiðréttar fyrir fjármagnskostnaði af gjaldeyris- og hlutabréfaeign. Reiknaður er tíu prósent fjármagnskostnaður af meðalstöðu hlutabréfaeignar og tíu prósenta fórnarkostnaður af meðalstöðu hreinnar eignar í erlendri mynt. Í raun er um að ræða fórnarkostnað þess að halda hlutabréfa- og gjaldeyris- stöðunni sem er bætt við vaxta- tekjur. Auk þess eru óreglulegir liðir eins og fjárfestingatekjur (stundum kallað gengismunur) tekinn út og aðrar rekstrartekjur sem koma grunnrekstri bank- anna ekki við. Með þessu móti er reynt að sýna fram á arðsem- ina ef bankarnir væru ekki með hlutabréfastöður eða gjaldeyris- varnir. Ef gjaldeyris- og hlutabréfa- stöður eru leiðréttar þá er útkom- an sú að hagnaður af grunnrekstri fyrir skatt er 13,6 milljarðar hjá Glitni í stað 7,7 milljarða en ef einnig er tekið tillit til áhrifa af verðbóta sem eykur vaxta- tekjur umtalsvert á fjórðungnum lækkar hagnaðurinn sem því nemur og er 7,159 milljarður. Mesta breytingin er hjá Lands- bankanum en þar er hagnaðurinn 11,5 milljarðar króna í stað 12,76 milljarða samkvæmt uppgjöri. Ef einnig er tekið tillit til verð- bóta þá er hagnaðurinn 6,2 millj- arðar. Hagnaður Kaupþings rúm- lega tvöfaldast miðað við þetta. Arðsemi eiginfjár breytist einn- ig umtalsvert og er nú tæp 25 prósent. Arðsemi eiginfjár helst nokkuð stöðug við þessar breytingar hjá Landsbankanum en arðsem- in vex hins vegar umtalsvert hjá Kaupþingi og Glitni. Leiðrétt arðsemi er frá tæpum 25 pró- sentum í 28 prósent hjá bönk- unum þremur. Mesta breyting- in er hjá Landsbankanum, sem skýrist af mestu leyti vegna mismunandi uppgjörsaðferðar Landsbankans miðað við Glitni og Kaupþing. tölur í milljónum kr. Glitnir Landsbankinn Kaupþing 2F 2008 1F 2008 1H 2008 2F 2008 1F 2008 1H 2008 2F 2008 1F 2008 1H 2008 Vaxtatekjur 23.680 17.882 41.562 27.393 20.236 47.629 43.271 36.067 79.338 Þóknunartekjur 9.257 10.604 19.861 10.890 10.903 21.793 14.258 10.948 25.206 Hreinar rekstrartekjur 32.937 28.486 61.423 38.283 31.139 69.422 57.529 47.015 104.544 Kostnaður -14.786 -13.799 -28.585 -18.564 -17.234 -35.798 -25.503 -21.562 -47.065 Afskriftir -4.492 -4.119 -8.611 -6.953 -3.915 -10.868 -5.591 -4.059 -9.650 Kostnaður og afskriftir -19.278 -17.918 -37.196 -25.517 -21.149 -46.666 -31.094 -25.621 -56.715 Hagnaður af grunnrekstri fyrir skatt 13.659 10.568 24.227 12.766 9.990 22.756 26.435 21.394 47.829 Hagnaður fyrir skatt skv. uppgjöri 7.657 7.709 15.366 11.450 19.688 31.138 12.882 20.279 33.161 Mismunur 6.002 2.859 8.861 1.316 -9.698 -8.382 13.553 1.115 14.668 Verðbólguáhrif uppgjöra 6.500 6.500 5.000 Hagnaður af grunnrekstri ef einnig 7.159 6.266 21.435 er leiðrétt fyrir verðbólguáhrif Leiðrétt arðsemi eiginfjár fyrir skatt 28,08% 23,57% 26,00% 25,51% 20,90% 23,37% 24,75% 22,13% 23,70% Arðsemi eiginfjár fyrir skatt skv. uppgjöri 15,80% 17,27% 16,56% 23,30% 42,00% 32,60% 12,45% 21,65% 16,95% S A M A N B U R Ð U R Á B Ö N K U N U M TRAUSTUR GRUNNREKSTUR Arðsemi viðskiptabankanna þriggja er viðunandi ef horft er á grunnrekstur. Arðsemi eigin fjár er um 25 til 30 prósent ef horft er til reglubundins reksturs og óreglulegir liðir eru teknir út.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.